„Downvote“ hnappur í spilunum

shutterstock_680847808.jpg

Spennandi breytingar eru framundan hjá Facebook. Samskiptamiðillinn hefur á dögunum verið að prófa nýjan „downvote“ hnapp en hann gerir notendum kleift að fela ummæli notenda og gefa miðlinum endurgjöf á ástæðum þess. 

Ekki er þó um „dislike“ möguleika að ræða, eins og notendur hafa lengi beðið eftir, heldur hnapp sem á eingöngu við um spjallþræði og mun í raun gegna sama hlutverki og „report“ takki.

Samkvæmt vefsíðunni TechCrunch hefur lítill hluti notenda Facebook í Bandaríkjunum tekið þátt í prófunum. Að sögn Facebook er þetta gert til að bæta samskipti á miðlinum og verður á næstunni hægt að „kjósa niður“ þrenns konar athugasemdir: villandi, særandi eða óviðeigandi á einn hátt eða annan.

Þegar margar nei­kvæðar um­sagn­ir hrannast upp koma þær hins veg­ar ekki í veg fyr­ir að not­end­ur sjái ummælin og hefur þetta engin áhrif á það hversu ofarlega umsagnir birtast í þræði.

Svona lítur hnappurinn út.

facebook-downvote-button-screenshot.png

Tímastilltar færslur á Instagram

instagram-keyboard-app-take-pictures-photos-pics-3.jpg

Það hlaut að koma að því. Risarnir hjá Instagram hafa látið verða af þeim breytingum sem samfélagsmiðlafulltrúar hafa lengi beðið eftir.

Fyrirtækjum gefst núna tækifæri til að áætla færslur fram í tímann á Instagram. Hingað til hefur það næsta sem hefur komist að þessu verið möguleikinn á að vista færslur sem drög, svo betur sé hægt að yfirfara þær fyrir birtingu eða nýta sér þjónustu frá þriðja aðila sem hefur ekki verið allt of notendavæn. 

Facebook hefur lengi notið góðs af tímastillingum fyrir síður einstaklinga og fyrirtæki og var löngu kominn tími á þennan eftirsótta „schedule” fídus fyrir hinn miðilinn.

Hins vegar vinna þessar breytingar hvorki með auglýsingum né myndböndum í augnablikinu. Glöggir notendur hafa jafnframt tekið eftir því að nýja viðbótin finnst hvergi í forritinu sjálfu að svo stöddu. Uppfærslan bætist við API töluna hjá Instagram-síðu viðkomandi aðila og - til að byrja með - verður eingöngu keyrð af forritum eins og Hootsuite, Sprout Social eða SocialFlow.

Þetta hefur sjálfsagt ekki verið mikið vandamál fyrir einstaklinga en þegar fyrirtæki sem sérhæfa sig í samfélagsmiðlum þurfa að útbúa til fjölda færslna á mánuði, er það augljóslega mjög tímafrekt ferli að gera allt handvirkt. 

Þrátt fyrir að nýja uppfærslan sé ekki aðgengileg öllum strax, hefur Instagram opinbert að tímastilling verði opnuð fyrir einstaklingum snemma árið 2019.

Við hjá SAHARA sitjum (tíma)stillt á þangað til og tökum nýju breytingunum vel fagnandi.

8 stefnur samfélagsmiðla árið 2018

Social-Media-Predictions-for-2018.jpg

Það bregst aldrei með samskiptamiðla hversu hratt er tekið við þróunum og breytingum, en breytingar eru oft af hinu jákvæða og hjá stafræna viðskiptalífinu er mikilvægt að vera með puttann á púlsinum og í takt við straumana. Ýmislegt getur og hefur gerst á einu ári. Ótalmargt frá liðna árinu heldur áfram sínu flugi, með uppfærðu sniði, en má líka gera ráð fyrir fáeinum nýjungum sem munu leiða stórar breytingar árið 2018.

Við hjá SAHARA höfum tekið saman 8 stefnur og þróanir sem hafa verið í umræðunni undanfarnar vikur og verða enn meira áberandi á nýja árinu.

 

1. MYNDBÖND HAFA MEIRI FORGANG

Markaðssetning á sviði myndbanda verður nauðsynlegur hluti af efnissköpun og skipulagi fyrirtækja. Aukning myndbrota á samfélagsmiðlum hefur verið gríðarleg á síðustu misserum. Talið er að 80% neytenda séu líklegri til þess að meðtaka þær upplýsingar sem grípandi myndbönd bjóða upp á á meðan rétt svo 10% grípa það sem birtist í rituðu máli. Sérfræðingar gera ráð fyrir því að árið 2019 verður allt að 90% efnis á miðlunum í formi hreyfimynda. 

2. AUGLÝSINGASALA EYKST

Fljótlega mun svokallað "organic reach" tilheyra liðnum tímum, eða svo gott sem. Miðað við þróun er sjálfsagt mál að auglýsingakostnaður muni hækka eftir því sem auglýsendum á samfélagsmiðlum fjölgar, og verður mikilvægt að hagræða slíkum kostnaði á öðruvísi máta heldur en hefur hingað til verið gert. Framtíðin er nú!

Auglýsingarkostnaður sem fór í Facebook eitt og sér árið 2017 jókst um 74% frá árinu áður. Fleiri vörumerki eru farin að gera sér grein fyrir því að auglýsingar á samfélagsmiðlum eru mjög hagstæðar og hagnýtar leiðir til þess að ná til ákveðins markhóps. Ef þitt fyrirtæki gerir ekki ráð fyrir ágætum auglýsingakostnaði ætluðum samfélagsmiðlum á næsta ári, þá ertu þegar á eftir þínum keppinautum.

3. STRANGARI KRÖFUR Á ÁHRIFAVALDA

Áhrifavaldar á samfélagsmiðlum munu halda áfram að koma út umtali á vörumerkjum með persónulegu sniði. Þetta hefur blómstrað sérstaklega árið 2017 en að liðnu ári fer þetta aðeins að dvína sökum strangari reglugerðar í kringum duldar auglýsingar (#ad). Áhrifavaldar ganga nú undir harðari kröfum en áður, því að svo stöddu er algengt að þeir þiggi stórar upphæðir frá fyrirtækjum án þess að þurfa að sýna mikil gögn á móti. Það er erfitt að skila inn tölum fyrir annað en fjölda eða ummæli fylgjenda og má spá því einnig að samkeppni aukist stórlega. Þá reynir á gott ímyndunarafl til að skara betur fram úr.

4. SÉRSNIÐNAR AUGLÝSINGAR

Eðlilega verður það stöðugt erfiðara að fanga athygli kúnnans þegar auglýsingar eru allsráðandi, nánast við hvert horn núorðið. Þess vegna má búast við aukningu á auglýsingum sem stílaðar eru á afmarkaða hópa. Þetta verður sýnilegra á Facebook, Instagram, Snapchat og fleiri miðlum.

5. SNJALLARI SPJALLYRKJAR

Það getur verið erfitt að eiga samskipti við yrkja (þ.e. "bots") þegar pöntunin eða beiðnin er of nákvæm. Nú má búast við að yrkjarnir á spjallinu verði skarpari og betur sniðnir eftir flóknari óskum kúnna. Hausverkum fer þá margfalt fækkandi þetta árið og draumurinn er að viðkomandi þekki varla muninn á starfsmanni á spjallvakt og “botta”.

6. INSTAGRAM STORY HELDUR ÁFRAM AÐ STÆKKA

Instagram hefur vaxið töluvert á árinu 2017 og hefur verið áhugavert að fylgjast með vinsældaraukningu samfélagsmiðilsins. Þróunin hefur verið nokkuð hröð erlendis þar sem stórir áhrifavaldar hafa fært fókusinn yfir á Instagram frá Snapchat. Þessi þróun er ekki orðin svo skýr hérna heima þó að margir áhrifavaldar eru farnir að leggja aukinn fókus á fleiri miðla til að tryggja fylgi sitt og þannig ná til breiðari hóps einstaklinga.

Við munum því að öllum líkindum sjá fleiri einstaklinga og fyrirtæki fara nýta sér þennan skemmtilega miðill enn meira á nýju ári. 

7. VIÐBÆTTUR VERULEIKI

Fljótlega munu snjallgleraugu yfirtaka samfélagsmiðlaöldina eins og við þekkjum hana í dag, nú þegar Virtual Reality (VR) upplifunin fer sífellt vaxandi. Þá tekur við “Augmented Reality” (AR), en það er tækni sem vefur saman staðsetningu og alls konar valmyndamöguleika, hálfgerðar "myndbands-grímur”, alls ekki ólíkt því hvernig sjón vélmenna er oft túlkuð í vísindaskáldsögum.

Stærsta hindrunin hjá VR tækninni í dag er verðið, en eins og ávallt gerist er það aðeins tímaspursmál um hvenær tæknin verður aðgengileg öllum. Hægt verður að upplifa viðburði, heimahús vina og ferðamannastaði með ævintýralegum hætti, án þess að yfirgefa sófann.

Stór fyrirtæki eins og IKEA hafa nú þegar hoppað á vagninn hvað varðar Augmented Reality og gáfu út á árinu snjallforritið Place sem gerir notendum kleift að máta húsgöng heima hjá sér í gegnum farsímann og í kjölfarið klára kaupin. Spennandi!

8. LIVE MYNDBÖND KOMIN Á NÆSTA STIG

Margir hafa haldið að þetta væri að fjara út, en svo er alls ekki. Fleiri samfélagsmiðlar munu bjóða upp á fagmannlega gerð myndbönd í beinni, til dæmis opnanir á verslunum, sérviðburðir og tónleikar. Að sýna flottan viðburð á samfélagsmiðli í beinni er frábær leið til að tengjast markhópnum, ef rétt er farið að. Gerðar eru harðari kröfur núna til myndefnis. Hristingur upptökuvéla, lélegt hljóð eða viðvaningsleg úrvinnsla myndefnis er ekki lengur liðin á meðal almennings, þannig að öruggt er að slegist verður um metnað og vönduð vinnubrögð til að skara fram úr, sem er alltaf jákvætt. 

Ljóst er að það eru skemmtilegir tímar framundan og verður fróðlegt að fylgjast með hvernig fyrirtæki á Íslandi munu aðlaga sig að örum breytingum í takmarkalausum heimi samfélagsmiðla. SAHARA hlakkar til að fylgjast með og upplýsa á þessu nýja, stórspennandi ári.

Hvernig verður Facebook á næstu árum?

0d7aa10a8ee169fd7997bac6c8c79a59-1000x563-n3n9trfc7x8cratfoe0wvpreowcadxusoolerixwce.jpg

Það hefur varla farið framhjá neinum hvað tæknin þróast ört og gefur hún aðeins í með tilkomu fleiri keppinauta á samfélagsmiðlum. Ýmsir hafa ábyggilega velt því fyrir sér í einhvern tíma um hvort eða hvenær „Facebook-bólan“ til dæmis springi. Nýjustu upplýsingar og stefnur gefa það hins vegar í skyn að svo sé fjarri því að verða að veruleika.

Facebook er enn í rauninni bara að byrja.

Fyrir tíu árum síðan sagði samfélagsmiðlakóngurinn Mark Zuckerberg opinberlega að internetið væri eingöngu í textaformi, síðan þróaðist allt yfir í ljósmyndir sem helsti tjáskiptamátinn og svo eftir það (live) vídeó, sem hafa mikið aðstoðað með að deila tilfinningum okkar, fanga þær og færa framtíðina í rétt form.

En Zuckerberg horfir nú fram á við næstu tíu árin, eins og kom fram þegar hann var með sérstakan "spurt-og-svarað" lið á Facebook fyrir skömmu. „Stóra spurningin sem við verðum að spyrja er þessi: eru vídeó í rauninni endastöðin?" spyr hann. "Fyrir mér er Virtual Reality (VR) tæknin svolítið það sem þetta snýst um“, að skapa tilfinningu eins og þú sért raunverulega staddur á svæðinu með einhverjum, þó fleiri þúsund kílómetrar gætu verið að skilja ykkur að.

Snjallgleraugu verða að sjálfsögðum hlut

Það verður kannski ekki stærsta tískan árið 2018 en VR tæknin verður gríðarstór fyrr en varir. Snapchat er um þessar mundir að vinna í því að innleiða VR og hafa verið að taka stór skref í þessari þróun núna að undanförnu. Þetta verður allt gert með innleiðingu svokallaðra snjallgleraugna, sem mun yfirtaka samfélagsmiðlaöldina eins og við þekkjum hana.

Eina hemlunin hjá VR tækninni í dag er einfaldlega verðið, en eins og ávallt gerist er það aðeins tímaspursmál um hvenær tæknin verður aðgengileg öllum – og hagstæðari þar að auki. Zuckerberg sér fyrir sér framtíð sem er heltekin af sýndarveruleika á samfélagsmiðlum. Þinn „staðgengill“ (þ.e.a.s. „avatar“) getur verið sérsniðinn að vild og eftir þínum prófíl. Hægt er að upplifa viðburði á glænýjan hátt; ferðast, skoða túristastaðina sem lengi hefur verið á planinu eða skoðað hús vinar þíns í Danmörku – allt án þess að yfirgefa stofuna heima.

Í apríl á þessu ári sagði hann að við værum enn fimm árum frá almennilegri notkun snjallgleraugna, en bætti hann við að “Augmented Reality” (AR) muni aukast stórlega í bráð; tækni sem vefur saman staðsetningu og alls konar valmyndamöguleika, svokallaðar "vídeó-grímur”.

Hægt verður að millifæra í gegnum Messenger

Spjallforrit eins og Messenger verða með öðruvísi sniði á næstunni, og fljótlega verður hægt að kveðja tímana þar sem öll helstu helstu hversdagslegheitin verða framkvæmd í mismunandi vöfrum, t.a.m. milliærsla, þegar þetta verður allt aðgengilegt á Facebook. eCommerce mun leyfa þér að millifæra samstundis á hvaða einstakling sem er á vinalistanum þínum.

Þetta mun vissulega þýða að einkalíf fólks verður meira undir smásjánni og mun sjálfsagt einhverjum þykja það fráhrindandi. Þetta gæti tekið “Bot” samskipti á allt annað stig. 

Fyrirtæki þurfa að hugsa meira út fyrir rammann

Fyrirtæki eru meira og meira farin að gera sér grein fyrir rírnandi notagildi pappírsins í auglýsingum og stefna flestir á netið. Þetta eru svosem engar nýjar fréttir en „organic reach“ hefur líka farið minnkandi í kostunarherferðum og stöðluðum leiðum til þess að vekja athygli á gefnum Facebook-síðum, sem þýðir að það er ekki lengur nein „ein“ leið til þess að gera eitthvað rétt, þó margar leiðir séu til að fara rangt að. Það er vert til umhugsunar.

Aukin samkeppni þýðir þá að sjálfsögðu líka að herferðir sem þykja líklegar til sigurs í dag geta orðið úreltar á morgun, en á sama tíma greiðir þetta leiðina fyrir hugmyndaríkari úrvinnslu. 

Frumlegt efni skarar nær undantekningalaust alltaf fram úr og SAHARA gætir þess sérstaklega að vera með puttann á púlsinum, til þess að vera samstíga við netheima og miðla í sífelldri þróun. Við bíðum spennt eftir að sjá og heyra meira úr herbúðum Facebook og hvernig einstaklingar bregðast við þessum nýjungum.

World Travel Market í 4 punktum

23435009_383462245424256_8985450181874784099_n.jpg

Á World Travel Market í London í síðustu viku voru saman komnir yfir 50 þúsund ferðaþjónustuaðilar, opinberir aðilar, fræðimenn og áhrifavaldar alls staðar að úr heiminum til þess að kynna vörur sínar og þjónustu og ræða strauma og stefnur í öllu sem viðkemur ferðaiðnaði. 

Við hjá SAHARA höfum unnið nokkuð að efnissköpun og markaðssetningu á samfélagsmiðlum með  fyrirtækjum og einstaklingum í ferðaþjónustu og mættum því að sjálfsögðu til London. Þar kynntum við þjónustu okkar nánar fyrir áhugasömum samstarfsaðilum og fræddumst um það nýjasta í bransanum. 

Eins og sjá má á myndunum var mikið um að vera og margt að sjá og heyra en þessi atriði stóðu upp úr:

1. Efnissköpun

"Content is king" er orðið gamalt slagorð en er engu að síður alveg jafn gjaldgengt og þegar það kom fyrst fram. Flestallir ferðaþjónustuaðilar eru að leita leiða til þess að ná betur beint til ferðamannsins án þess að þurfa að greiða mörgum millimönnum og vilja auka beina sölu í gegnum eigin söluleiðir. Til þess þarfnast þeir markaðsefnis sem höfðar til ferðamannsins, sem í dag sækir langmestan innblástur sinn á samfélagsmiðlana. Efnið þarf því að vera sérsniðið að þeim miðlum. Það sem hvetur ferðamanninn til að kaupa ferð er tilfinningin sem vaknar þegar hann sér markaðsefnið en ekki magnið af upplýsingum sem kemst fyrir í bæklingi eða á heimasíðu. 

2. Myndbönd

Myndbönd skila mestu áhorfi og dreifingu á samfélagmiðlum og henta einstaklega vel til að miðla upplifunum og þeim tilfinningum sem þeim fylgja. Flestir eru að framleiða efni sem er 1-4 mínútur á lengd en á sama tíma þurfum við að hafa í huga að meðaláhorfslengd er 10 sekúndur á Facebook! Fyrirtæki eru því í auknum mæli að framleiða löng myndbönd 10-20 mínútur, fyrir þá sem hafa mikinn áhuga og vilja sem mestan innblástur, og vinna svo úr þeim 10-40 sekúndna myndbrot til að nota á mismunandi samfélagsmiðlum. 

3. Sýndarveruleiki (Virtual Reality)

Sýndarveruleiki er nú ekki lengur framúrstefnuleg tækninýjung heldur vel nýtt markaðstól fyrir marga ferðaþjónustuaðila. Með því að gera fólki kleift að ferðast um fjarlægjar slóðir með hjálp VR gleraugna er ekki bara hægt að auðvelda öldruðum og hreyfihömluðum að ferðast í huganum um svæði sem þau kæmust annars aldrei á heldur er einnig hægt að leyfa söluaðilum og öðrum samstarfsaðilum að upplifa ferðir og þjónustu án þess að bjóða hverjum og einum þeirra á staðinn. 

4. "Slow travel" og sjálfbærni í ferðaþjónustu

Hegðun ferðamannsins er að breytast og samhliða því þarf markaðssetning í ferðaþjónustu að breytast. Ferðamaðurinn leggur meira á sig við að kynnast áfangastað fyrirfram, menningu og jafnvel tungumáli og hér er kjörið tækifæri fyrir fyrirtækin til að miðla sögum og upplýsingum (storytelling). Samtímis eru auknar kröfur um sjálfbærni í ferðaþjónustu og ferðamenn orðnir mjög meðvitaðir neytendur sem gera miklar kröfur. Fyrirtæki sem eru meðvituð um þessar stefnur og taka mið af þeim í þjónustu sinni hafa nú meiri möguleika en nokkru sinni fyrr að mæta þörfum þessara ferðamanna um leið og þörfin er meiri en nokkru sinni fyrr að sjá til þess að markaðssetningin endurspegli þessar stefnur. 

Höfundur // Inga Rós AntoníusdóttirFramkvæmdastjóri SAHARA DK

INSTAGRAM KÖNNUN - NÝTT!

instagram.jpg

Eins og við höfum fjallað um í síðustu færslum okkar þá hefur fólkið á bak við Instagram verið duglegt að bæta við spennandi nýjungum og með því haldið ótrauðir áfram að styrkja miðilinn.. Þessa breytingar hafa auðvitað verið misnytsamlegar fyrir notendur, en nýjasta frá þeim er svo kallað “Instagram Poll”, eða Instagram könnun sem er nú aðgengileg í gegnum Instagram Story,

Notendur hafa möguleika á að deila myndbandi eða mynd sem varpar fram spurningu. Þar næst eru tvö mismunandi svör í boði sem notendur geta kosið um. Niðurstöðurnar eru svo sýnilegar þeim sem deilir spurningunni og þeim sem taka þátt í rauntíma.

En hér má til að mynda sjá útfærslu á þessari nýjung:

03-instagram-poll-sticker.nocrop.w710.h2147483647.jpg

Uppfærslan er orðin aðgengileg öllum og erum við nú þegar farin að sjá skemmtilega notkun á þessari viðbót. Ert þú búin(n) að prófa? 

#ad á Instagram

Instagram-Ad-Examples.png

Áhrifamarkaðssetning á samfélagsmiðlum hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarin misseri. Með hraðri þróun samfélagsmiðla hefur verið aukin krafa á markaðsfólk að bregðast hratt við markaðnum og nánast þróa nýtt efni vikulega.

Það hefur sýnt sig að áhrifavaldar geta haft gífurlega jákvæð áhrif á markaðssetningu á tilteknum vörum. Áhrifavaldar hafa trausta fylgjendur á sínum afmörkuðu sviðum og hægt er að nýta sér það til að ná til ákveðinna markhópa. Fylgjendur þeirra treysta yfirleitt þeirra frásögnum, ekki ólíkt þeim áhrifum þegar vinur mælir með góðri vöru eða þjónustu. Auk þess framleiða áhrifavaldar efnið sjálf og setja sinn persónulega stíl á auglýsinguna.

Stór hluti markaðsfólks notar áhrifavalda í markaðsstarfi sínu en á sama tíma hafa kröfur um trúverðugleika og gegnsæi aukist. Reglur varðandi duldar auglýsingar hafa verið hertar víða um heim og eru þær meðal annars bannaðar á Íslandi.

Neytendastofa hefur gefið út sérstakar leiðbeiningar um hvernig markaðssetningu skuli háttað á þessum vettvangi. Í þeim kemur fram að ef greitt er fyrir umfjöllun, eða annað endurgjald kemur fyrir umfjöllun um vöru á samfélagsmiðli, þá er um auglýsingu að ræða. Þá þarf að taka fram á skýran hátt að um samstarf sé að ræða, meðal annars með að nota #ad, #sponsored, #auglysing.

Helsta vandamálið er þó að samfélagsmiðlarnir eru alþjólegir og oftar en ekki er fylgjendahópur áhrifavaldanna það einnig. Þegar herferðir eru unnar í samstarfi við erlend merki gilda oftar en ekki mismunandi reglur víðsvegar um heim. Instagram hefur staðið frammi fyrir þessu vandamáli og vill nú einfalda fyrirtækjum að setja upp herferðir á löglegan máta.

Instagram kynnti því um daginn nýja leið sem skilgreinir betur að um kostaða auglýsingu sé að ræða eða svokallað “Paid Partnerships” tag.  Það auðveldar áhrifavöldum að taka það fram að um samstarf sé að ræða í stað þess að þurfa að nota merkingar á borð við #ad.

Merkingin verður í boði bæði fyrir fyrirtækið sem um ræðir og áhrifavaldana. Þegar merkið er notað mun fyrirtækið hafa aðgengi að tölulegum upplýsingum um færsluna. Það gerir það að verkum að báðir aðilar hafa aðgengi að frammistöðu póstsins. Þetta er viðbót sem Instagram mun gefa út á næstu mánuðum og þá verður hægt að nota það bæði í hefðbundnum póstum en einnig í Instagram Story.

Instagram-Ads-Call-to-Action-Buttons.jpg

Við hjá SAHARA höfum velt fyrir okkur kostum og ókostum viðbótarinnar:

KOSTIR

 • Aukið gengsæi

 • Áhrifavalda markaðssetning gæti færst í aukana með þessari viðbót

 • Trúverðugleiki fyrirtækisins og áhrifavaldsins eykst

 • Stærri fyrirtæki gætu treyst sér í áhrifavalda markaðssetningu

ÓKOSTIR

 • Minna engagement þegar augljóst er að um auglýsingu sé að ræða

 • Instagram gætu verið of seinir með þessa viðbót. Það getur verið erfitt að rjúfa menningu sem hefur nú þegar skapast.

Það er ljóst að það eru spennandi tímar framundan og við hjá SAHARA erum spennt að fylgjast með hvernig fyrirtæki á Íslandi munu aðlaga sig að örum breytingum í heimi samfélagsmiðla

NÝ VIÐBÓT HJÁ FACEBOOK – INSTAGRAM STORIES!

https---blueprint-api-production.s3.amazonaws.com-uploads-card-image-467576-2964dad8-bc37-4e26-a1af-31124c2a2646.jpg

Það er ekki langt síðan Facebook kynnti til leiks “Facebook Stories” sem átti að gefa notendum samfélagsmiðilsins tækifæri á að deila rauntímaefni sem lifir í 24 klst. Viðbótin var hugsun sem lausn við auknum vinsældum á þessari efnisdreifingu en samfélagsmiðlar eins og Snapchat og nú Instagram (sem er í eigu Facebook) hafa verið að taka nokkuð mikinn fókus frá Facebook, sérstaklega þegar kemur að yngri kynslóðinni.

Þó Facebook hafi komið með margar spennandi nýjungar uppá síðkastið þá er þetta án efa ekki ein þeirra og má segja að þetta hafi engan veginn fengið þau viðbrögð sem þeir voru að vonast eftir. Á sama tíma hefur notendum sem nýta sér “Instagram Stories” stóraukist, en alls eru um 250 milljón notendur sem nýta sér þennan möguleika daglega.

Samfélagsmiðla risinn Facebook ætlar þó ekki að gefa upp öndina hvað þetta stríð varðar og hafa núna byrjað að prófa nýjan möguleika sem gefur notendum Instagram möguleika á að deila Instagram sögunni yfir á Facebook.

Einnig hefur verið nokkuð rætt um aðra viðbót sem snýr að beinum útsendingum á Instagram. Líkt og með sögurnar þá munu beinar útsendingar einnig geta flætt á milli miðla, sem mun gefa einstaklingum mun fleiri tækifæri til að auka sýnileika á því efni sem þeir eru að deila. Auk þess mun einstaklingum gefast kostur að breyta stillingum sínum, þannig þeir munu geta valið hvort vinir þeirra á Facebook og/eða allir geti séð sögurnar.

Við bíðum því spennt eftir að heyra meira úr herbúðum Facebook og hvernig einstaklingar munu taka í þessa nýjung.

 

STARFSFÓLK ÓSKAST

SAHARA er ungt, framsækið og ört vaxandi fyrirtæki sem sérhæfir sig í markaðssetningu og efnissköpun fyrir samfélagsmiðla. Við viljum halda áfram að styrkja okkur og leitum nú að einstaklingum með brennandi áhuga á samfélagsmiðlum og markaðssetningu á netinu í eftirfarandi störf. 

TEXTA & HUGMYNDASMIÐUR 

Við auglýsum eftir hugmynda- og textasmið, sem þarf að geta unnið sjálfstætt og tekið þátt í hópastarfi og krefjandi verkefnum í spennandi umhverfi. Verkefnin eru mjög fjölbreytt, allt frá hugmynd að einfaldri framsetningu á Facebook færslu til stórra herferða.

HELSTU VERKEFNI  

  • Hugmyndasmíð
  • Textaskrif
  • Prófarkalestur, lagfæringar og textarýni

  HÆFNISKRÖFUR

  • Einstaklega gott vald á íslensku og ensku 
  • Hugmyndaauðgi 
  • Góð reynsla af hugmyndavinnu og handritagerð er kostur

  SAMFÉLAGSMIÐLAFULLTRÚI 

  HELSTU VERKEFNI

  • Umsjón með samfélagsmiðlum
  • Ráðgjöf, stefnumótun og áætlunargerð í markaðssetningu á netinu
  • Efnissköpun og hugmyndavinna

  HÆFNISKRÖFUR

  • Reynsla af markaðssetningu fyrir net- og samfélagsmiðla
  • Hugmyndaauðgi og gott auga fyrir efnissköpun og textasmíði
  • Gott vald á íslensku og ensku í rituðu og töluðu máli
  • Þekking á Google Adwords er kostur

  Umsóknarfrestur er til og með 2. júlí nk. og þarf umsækjandi að geta hafið störf sem fyrst. 
  Sendu inn umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi á sahara@sahara.is. 

  Það er ekki eftir neinu að bíða.

  Ferðaþjónustufyrirtæki á samfélagsmiðlum - 5 atriði sem gott er að hafa í huga

  Fjöldinn á samfélagsmiðlum er ávallt að aukast og það er líklegt að flest ferðaþjónustufyrirtæki séu nú þegar virk á samfélagsmiðlum í einhverju formi, hvort sem þau eru með herferðir á mörgum mismunandi samfélagsmiðlum eða gera eins lítið og mögulegt er til að viðhalda Facebook síðunni sinni.

  Hins vegar, í þessu breytilega og síþróandi umhverfi er oft erfitt að vita hvar tímanum og vinnunni ætti að vera eytt í einn af þessum “lykil” samfélagsmiðlum.

  Hér fyrir neðan höfum við dregið fram fimm atriði sem ferðaþjónustufyrirtæki ættu vissulega að hafa í huga þegar kemur að markaðssetningu á samfélagsmiðlum og netinu yfir höfuð. Listinn hefði svo sannarlega getað orðið töluvert lengri, en einhverstaðar verðum við að byrja! 

  Ljósmyndir skipta máli

  Rannsóknir hafa sýnt að fallegar myndir fá töluvert meiri svörun á Facebook og hafa gífurlega áhrif á dreifingu þess efnis sem þú setur á samfélagsmiðla og það er enginn skortur á frábærum myndum þegar ferðalangar eru á ferðalagi. Gerið það besta með fallegum myndum, skapið draumaferðalagið fyrir viðskiptavini með myndefni sem selur. Ferðalangar eru byrjaðir að skipuleggja ferðirnar sínar byggt á myndefni af Instagram, þar sem þau skoða til að mynda merkingar (e: hashtag) á myndum. 

  Ennfremur, þá hefur það sýnt sig að birtingar með myndum fá meiri svörun frá fylgjendum. Ef aðrir miðlar, líkt og Instagram eru skoðaðir þá fá birtingar með myndum meira en 150% fleiri deilingar en birtingar án myndar. Þessar deilingar geta leitt til þess að það verður aukin umferð á heimasíðuna þar sem hægt er að bóka ferðalagið. 

  Myndið tengsl við viðskiptavininn: 

  Samfélagsmiðlar eru ávallt að verða vinsælli tól þegar það kemur að þjónustu við viðskiptavini. Fólk vill geta haft samskipti við þig í gegnum samfélagsmiðla og fengið svar án þess að þurfa að taka upp símann og sitja á bið í klukkustund. Hvort sem það sé í gegnum Facebook, Instagram eða hvaða miðil sem er þá skiptir það máli að þið getið sýnt tengsl við viðskiptavininn og að þið séuð til staðar.

  Það að mynda tengsl við viðskiptavininn er ekki bara að vera til staðar til að svara spurningum, heldur snýst það einnig um að mynda persónuleg tengsl svo að þeim finnist enn auðveldara að hafa samband við þitt fyrirtæki. Það getur verið með því að vera með rétta “rödd” á samfélagsmiðlum auk þess að vera með frábært efni, þá tekur viðskiptavinurinn enn betur við þínum miðli og ber meira traust til fyrirtækisins.

  Takið þátt og sýnið fram á svörun á samfélagsmiðlum svo hverjum og einum viðskiptavini finnst hann vera mikilvægur. Fylgið einnig eftir þeim einstaklingum sem versla þjónustu af ykkur með einföldum tölvupósti þar sem þið hvetjið þá til að gefa ykkur stjörnur á Facebook eða einkunn á TripAdvisor. 

  Allar þessar snertingar skipta máli og því er mikilvægt að teikna upp hvernig fyrirtækið ætla sér að nálgast framtíðar og núverandi viðskiptavini. 

  Kynnið birtingar á milli mismunandi miðla

  Ef þitt fyrirtæki er að birta á mörgum mismunandi miðlum, nýtið ykkur það með því að krossbirta á milli miðla svo viðskiptavinir eigi auðveldara með að finna ykkur. Auglýsið Instagram í gegnum Facebook, setjið Youtube link undir upplýsingar á Instagram síðuna, tengið auglýsingar við heimasíðuna ykkar o.s.frv. Að lokum er tilvonandi viðskiptavinur ykkar byrjaður að vafra í gegnum Instagram leiddur á milli miðla sem endar svo á að hann versli þjónustu af þínu fyrirtæki.

  Nýtið ykkur áhrifavalda til að auglýsa þitt vörumerki og við getum ekki mælt nógu mikið með því að skoða það að byrja að setja inn bloggfærslur þar sem það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að bloggfærslur fá mikla athygli og áhugaverðar bloggfærslur eykur umferð á samfélagsmiðla og þar af leiðandi á heimasíðu fyrirtækis.

  Myndbönd 

  Óháð hvaða miðli þú ert á, þá ættu myndbönd að vera stór hluti af þeim birtingum sem eru í þinni stefnu. Myndbönd hafa sífellt orðið að mikilvægari þætti þegar kemur að því að byggja upp vörumerkjavitund (e: brand awareness) þíns fyrirtækis. Ef þú ert ekki að nýta þér myndbandaframleiðslu í uppbygginu þíns fyrirtækis á samfélagsmiðlum þá ertu að láta stórt tækifæri renna þér úr greipum. Kostir þess að nota myndbönd við markaðssetningu er að þú hefur möguleikann á að nota efnið á öllum þínum rásum til að ná til mismunandi markhópa. 

  Nýtið ykkur myndböndin ekki eingöngu til að kynna fyrirtækið, heldur einnig til að loka sölunni. Eins og við þekkjum flest þá eru hegðun neytanda orðinn á þann veg að fólk vill frekar horfa á stutt myndband til að fá upplýsingar, heldur en að lesa texta. 

  • 62% af ferðalöngum horfa á myndband t.d. þegar verið er að velja afþreyingu á áfangastað*
  • 45% af ferðalöngum bóka strax eftir að hafa horft á myndband af afþreyingu á áfangastað*
  • Um 73% ferðalanga bóka strax eftir að hafa horft á myndband af áfangastað*

  *Think With Google

  Það hefur einnig sýnt sig að góð myndbönd leiða til betri leitarniðurstaðna á Google fyrir þitt fyrirtæki. Að vera með réttu lykilorðin, lýsingu og titill fyrir þitt myndband getur leitt til betri leitarvélarbestun (e: SEO) í gegnum Google sem leiðir til aukinnar umferðar á þinni heimasíðu. 

  Efnisskrif

  Á meðan sumir telja að blogg sé ekki samfélagsmiðill, þá eru engar efasemdir um það að blogg sé staður þar sem hægt er að hafa samskipti við notendur og skapað efni sem blómstrar á samfélagsmiðlum. Hvort sem það er þitt eigið blogg eða bloggfærslur frá öðru fólki, þá er það mikilvægt tól sem þú ættir að nýta þér til fullnustu.

  Efni sem er sjónrænt er deilt þrisvar sinnum meira en aðeins texti. Það þýðir að efnið sem þú skapar þarf að vera fallega sjónrænt til að þú hafir sem besta möguleika að því efni verði deilt og dragi að sér umferð á þinn miðill/heimasíðu. Ennfremur er hægt að vinna með áhrifavöldum í sambandi við efnisskrif, þar sem hægt er að fá þekkta bloggara til að tala um þitt fyrirtæki eða nota svokallaða dulda auglýsingu innan bloggfærslu hjá þekktum áhrifavaldi.

  Hér hefur þú nokkrar vísbendingar um hvernig þú getur hámarkað umferð á þínum samfélagsmiðli. Það mikilvæga þegar þú ert að byrja á samfélagsmiðlum er að sýna þrautseigju þar sem það er alltaf erfiðara að fara frá 10 fylgjendum upp í 50 og svo 50 upp í 100 og svo að fara frá 5000 upp í 10.000.

  Við hjá SAHARA erum alltaf til í að spjalla um hvernig þitt fyrirtæki getur náð ennþá betri árangri á samfélagsmiðlum, hvort sem það snýr að heildar strategíu, kostunum,birtingum eða efnissköpun.