Átta ástæður fyrir því að skrifa blogg

Í síðustu bloggfærslum höfum við hjá Sahara lagt mikinn fókus á nýjustu strauma og stefnur hjá Instagram, en nú er kominn tími til að fara aftur á upphafsreit og skrifa blogg um blogg. Einhverjir gætu spurt sig: Af hverju blogg? Í stað þess að láta hugann reika aftur til blog.central.is, skulum við einbeita okkur að kostunum við að deila áhugaverðu og skemmtilegu efni með fylgjendum. Blogg getur verið mjög öflugt markaðstól og hér höfum við tekið saman átta góðar ástæður fyrir því hvers vegna þitt fyrirtæki ætti að byrja strax í dag.

Google elskar blogg

Þegar bloggið þitt er tilbúið er það aðgengilegt á leitarvélum Google og Google hreinlega elskar blogg. Gott blogg ætti að innihalda svokölluð lykilorð sem tengjast rekstrinum eða þeirri þjónustu sem fyrirtækið býður upp á. Þegar viðskiptavinir leita að þessum orðum á Google þá er fyrirtækið þitt líklega til þess að vera ofarlega í niðurstöðum leitarinnar eftir að bloggið er komið í loftið. Mikilvægt er að vera með vel skilgreindar fyrirsagnir og milli fyrirsagnir sem grípa leitarfyrirspurnir.

Nýir hugsanlegir viðskiptavinir

Með því að vera ofarlega á leitarvélum er líklegra að umferð yfir á heimasíðu fyrirtækisins aukist og jafnframt líkurnar á því að fá heimsókn frá nýjum viðskiptavini sem gæti haft áhuga á þeirri vöru eða þjónustu sem fyrirtækið þitt býður upp á.

Tækifæri á fjölbreyttri efnisdreifingu

Að skrifa blogg eins og þetta, gefur þér tækifæri að brjóta upp færsluna og deila henni á mismunandi vegu, til dæmis sem stakri færslu á Facebook eða sem myndbandi þar sem atriðin eru dregin fram með hlekk yfir á bloggið fyrir þá sem vilja fá dýpri skilning á viðfangsefninu, og svo mætti lengi telja. Ef vandað er til verka og bloggið hefur langan líftíma, þá má nýta efnið aftur og aftur á mismunandi hátt!

Meiri umferð yfir á heimasíðu                                                                                                 

Með því að deila bloggi á miðla eins og Facebook eða Instagram skapar þú umferð, hvort sem hún er náttúruleg eða kostuð, yfir á heimasíðu fyrirtækisins.

Allar líkur eru á að hver smellur á hlekk sem inniheldur áhugavert, fræðandi eða upplýsandi efni, muni kosta minna fyrir fyrirtækið en smellur á efni sem inniheldur bein söluskilaboð. Slík upplýsingagjöf stuðlar einnig að jákvæðri ímynd fylgjenda og eykur líkurnar á að viðtakandinn kynni sér vöruframboð eða þjónustu fyrirtækisins.

Gefur þér rödd

Bloggið gefur þér rödd, þú getur sagt frá með þínum orðum, komið ákveðnum skoðunum á framfæri eða vangaveltum. Með því verður upplifun þess sem les efnið frá þér persónulegri en ef um hefðbundna sölupósta væri að ræða.

Upplýsingabanki

Með blogginu getur þú svarað hugsanlegum spurningum viðskiptavina, en vinsælt er að vera með FAQ (Frequently asked questions) sem auka líkurnar á að viðskiptavinurinn finni upplýsingar sem svara spurningum hans á skemmri tíma. Bloggið getur einnig veitt viðskiptavini upplýsingar um vörur, nýjungar eða bara kynnst fyrirtækinu betur, sögu og árangur þess.

Að eilífu á leitarvélum

Viðskiptavinir geta fundið bloggin þín á leitarvélum löngu eftir að þau voru skrifuð, en þannig hjálpa bloggin þér að ná lengra í leitarvélabestun.

Ódýrt markaðstól

Að blogga kostar ekki krónu, en það kostar tíma (tími=peningar) Kannski er þá betra að segja að það að skrifa blogg sé ódýr en góð leið í stafrænni markaðssetningu til að miðla áhugaverðu efni - byrjaðu núna!


  SINDRI FREYR  Samfélagsmiðlafulltrúi

SINDRI FREYR
Samfélagsmiðlafulltrúi

 

Instagram vinsældir Rúriks - Viðtal við Sigurð Svansson

sdfsdf.jpg

Vinsældir Rúriks Gíslasonar landsliðsmanns á Instagram hafa ekki farið framhjá neinum en frá því hann kom inn á sem varamaður fyrir Jóhann Berg í leik Íslands og Argentínu  þá má segja að Instagram aðgangur hans hafi farið á aðra hliðina! 

Á þeim 30 mínútum sem hann var inn á jukust fylgjendur hans úr 30.000 í um 207.000! Það verður að teljast nokkuð gott og höfum við sjaldan séð aðra eins aukningu á svo skömmum tíma. Þegar þessi færsla er skrifuð er Rúrik kominn með 428.000 fylgjendur og er orðinn langstærsti landsliðsmaður Íslands á Instagram.

Sigurður Svansson, Head of Digital hjá SAHARA var gestur í Síðdegisútvarpi Rásar 2 þar sem hann fór yfir fylgjendaaukninguna og hvaða tækifæri felast í því fyrir íþróttafólk að sinna samfélagsmiðlunum sínum vel. 

Stafrænt markaðsstarf hefur tekið út mikinn þroska

 Það fækkaði á tölvupóstlistum fyrirtækja vegna GDPR en skaðinn er takmarkaður.  Viðtal við Davíð Lúther, framkvæmdastjóra SAHARA -  Morgunblaðið . 

Það fækkaði á tölvupóstlistum fyrirtækja vegna GDPR en skaðinn er takmarkaður. 
Viðtal við Davíð Lúther, framkvæmdastjóra SAHARA - Morgunblaðið

MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2018 

Eflaust kannast flestir lesendur við það að hafa fengið óvenju marga tölvupósta að undanförnu þar sem þeir eru beðnir um að samþykkja nýja notendaskilmála og staðfesta að þeir vilji áfram vera á póstlista sendandans. Ástæðan fyrir öllum þessum póstum er GDPR, nýja evrópska persónuverndarreglugerðin, og segir Davíð Lúther Sigurðarson að fyrirtæki sem hafa varið mörgum árum í að koma sér upp stórum netfangasöfnum standi núna frammi fyrir því að fréttabréf þeirra og auglýsingapóstar ná til mun smærri hóps. „Ég veit um eitt tilvik þar sem fyrirtæki var með rúmlega 10.000 tölvupósta á skrá hjá sér og notaði listann einu sinni í mánuði. Eftir að hafa beðið viðtakendur að gefa upplýst samþykki sitt minnkaði listinn um tvo þriðju.“

Davíð er meðstofnandi og framkvæmdastjóri stafrænu auglýsingastofunnar Sahara og segir hann að tjónið sé samt ekki eins mikið og gæti virst í fyrstu. „Staðreyndin er sú að þessi þriðjungur sem eftir situr er þá fólk sem hefur virkilegan áhuga á fyrirtækinu og vörum þess, og líklegt að þau viðskipti og þær tekjur sem mánaðarlegur tölvupóstur var að skila áður hafi komið frá þessum hópi, frekar en frá hinum sem hafa ákveðið að vera ekki lengur með.“

Sahara er ung auglýsingastofa en byggir á eldri grunni. Davíð setti Sahara á laggirnar árið 2016 með félögum sínum m.a. til að styðja við rekstur framleiðslufyrirtækisins Silent sem Davíð stofnaði með öðrum hópi fólks árið 2009. Silent og Sahara sameinuðust fyrr á þessu ári undir nafni þess síðarnefnda og býður í dag upp á heildstæðar lausnir á sviði stafrænnar markaðssetningar. 

Geta auglýst í öllum miðlum þegar vel árar 

Óhætt er að segja að stafrænt markaðsstarf íslenskra fyrirtækja hafi tekið út mikinn þroska á undanförnum árum. Greinileg breyting átti sér stað í hruninu þegar margir auglýsendur færðu sig frá hefðbundnum miðlum og út á netið þar sem þeir gátu fengið töluverðan sýnileika fyrir peninginn og bæði mælt og rakið árangur herferða sinna jafnóðum. Davíð segir að eftir því sem efnahagslífið hefur braggast hafi hefðbundnu miðlarnir fengið meira vægi, en þó ekki á kostnað stafrænu miðlanna.

„Auglýsendur sem áður þurftu að halda að sér höndum og höfðu jafnvel ekki bolmagn til að auglýsa í sjónvarpi, útvarpi eða í blöðunum eru núna duglegir að auglýsa í öllum tegundum miðla og hafa komið auga á að það er hægt að láta þessa ólíku miðla virka mjög vel saman.“

Aukið vægi stafrænnar markaðssetningar hefur þó þýtt að auglýsingar á netinu eru dýrari en þær voru áður fyrr. Fleiri vilja komast að og lögmál framboðs og eftirspurnar verður til þess að verðin hækka. Davíð segir verðin samt enn mjög hagstæð, og ódýrara að ná til íslenskra neytenda yfir netið en til neytenda í mörgum öðrum löndum. „Við höfum aðstoðað viðskiptavini okkar við herferðir erlendis og komumst m.a. að því að Stokkhólmur er mun dýrari markaður en Kaupmannahöfn fyrir Facebook-smelli, og Kaupmannahöfn dýrari en Reykjavík,“ útskýrir hann en bætir við að ákveðin leitarorð hafi hækkað í verði á íslenska markaðnum. „Auglýsingar fyrir ferðaþjónustu eru t.d. orðnar dýrari en auglýsingar fyrir aðrar vörur og þjónustu því að fleiri vilja komast að.“ 

Vettvangur sem breytist stöðugt 

Davíð segir að á sama tíma og íslenskt atvinnulíf hefur lært að nýta stafræna markaðssetningu þá hafi líka lærst hversu síkvikur stafræni heimurinn getur verið. Hann segir það hafa komið mörgum viðskiptavinum á Sahara á óvart hversu mikið má fá fyrir peninginn með vel heppnaðri markaðsherferð á netinu, en árangurinn fáist ekki nema með því að vera stöðugt á tánum. „Stórar breytingar í prent-, sjónvarps- og útvarpsauglýsingum gerast með mjög löngu millibili, og nýir miðlar koma ekki inn á markaðinn nema endrum og sinnum, en netið breytist frá einni viku til annarar. Sem dæmi þá hefur samfélagsmiðillinn Instagram verið að koma mjög sterkt inn á undanförnum tólf mánuðum og bætt við nýrri auglýsingaleið, „Instastory“. Þeir sem ekki vita af þessari þróun gætu verið að missa af góðu og ódýru auglýsingaplássi.“ 

Screen Shot 2018-06-11 at 20.15.54.png

F8 2018 - Spennandi nýjungar hjá Facebook, Instagram og WhatsApp

f1.jpg

Í dag, 1. maí hófst F8, hin árlega ráðstefna þróunarteymis Facebook. F8 hefur farið stækkandi með hverju árinu og margir fylgjast spenntir með hvaða nýjungar og breytingar verða kynntar til sögunnar. Á síðastliðnum árum hefur Facebook keypt fjölmörg fyrirtæki til að þróast sem hraðast (getið séð lista yfir öll fyrirtækin hér). Einna þekktust eru Instagram (keypt árið 2012), Whatsapp og Oculus VR (keypt 2014). Ráðstefnan í ár snerist einna helst um þessi fjögur fyrirtæki og áherslan var á öryggi, uppbyggingu samfélaga og tækniþróun.

FACEBOOK

Stefnumótaviðbót

Vissir þú að 1 af hverjum 3 hjónum í Bandaríkjunum kynntust á netinu? Helsta tilkynningin hjá Facebook í dag var án efa stefnumótaviðbótin sem á að koma á næstunni. Yfir 200 milljón einstaklingar eru skráðir einhleypir á Facebook og einna mest umbeðna viðbótin hefur verið að auðvelda fólki að kynnast og stofna til sambanda.

Viðbótin verður valkvæð og aðeins þeir sem eru skráðir í viðbótina fá að sjá aðra sem eru skráðir. Efst í hægra horni prófíls mun sjást hjarta sem hægt er að smella á til að fara á stefnumótasíðuna. Þar er annar prófíll sem við komandi hefur sett upp, sem er ekki svo ósvipaður Tinder-prófíl. Helstu upplýsingar birtast en þó aðeins eiginnafn og það sem fólk vill að sjáist um sig. Vinir munu ekki koma upp í stefnumótaviðbótinni og upplýsingar frá viðbótinni munu hvergi koma upp í fréttaveitunni.

Í viðbótinni er hægt að skoða nálæga viðburði og hópa tengdum áhugamálum. Ef maður hefur áhuga á viðburði eða hóp getur maður opnað hann og séð þá aðila sem eru skráðir í stefnumótaappið og hafa einnig áhuga á þeim viðburðum eða hópum. Hægt er að stofna til samtals við aðila sem manni líst vel á en samskiptin eru þá í nýjum „Messenger“ tengdum stefnumótaviðbótinni og er ótengdur Facebook Messenger.

hjarta-dating.png

Hægt að kjósa athugasemdir upp og niður

Facebook ætlar að bregðast við fúleggjunum í athugasemdakerfinu með upp-og-niður kosningakerfi. Nú verður hægt að gefa athugasemd stig upp ef fólki finnst það málefnalegt og niður ef það er óáhugavert eða leiðinlegt. Þannig munu athugasemdirnar raðast upp eftir atkvæðum, svipað og Reddit er með.

Hópar og söluvettvangur Eflaust höfum við öll fengið upp pínlegar færslur úr fortíðinni sem sýna okkur hvað notkun Facebook hefur breyst í gegnum árin. Umræðan hefur færst á hópa og fólk farið að nýta söluhópa gríðarlega mikið.

Þróunarteymi Facebook áttar sig á þessu og leggur því áherslu á að gera stjórnendum hópa auðveldara fyrir að hafa umsjón með þeim. Notendum verður líka gert auðveldara fyrir að finna hópa sem passa við þeirra áhugamál eða fara í sína hópa með nýjum „Groups-tab“. Facebook mun bjóða upp á „join-group“ hnapp sem t.d. er hægt er að setja á vefi eða í e-mail.

Watch-partý

Video hafa gríðarlega mikið vægi á Facebook og hefur þróunarteymi unnið að því að gera ýmsar viðbætur í kringum þau til að fá meiri þátttöku áhorfenda. Til dæmis verður hægt að bjóða vinum í „watch-party“ þar sem notendur geta boðið vinum sínum að horfa á video á sama tíma og þeir og spjalla um efnið á meðan. Þetta er svipað og er nú í boði á LIVE-videoum en nú er hægt að takmarka hverjum maður býður að horfa með sér.

watch-party.png

Öryggi

Facebook rak sig illa á í gagnaöryggi fyrr á árinu þegar upp komst að forrit frá þriðja aðila hafði safnað saman upplýsingum um notendur og selt þær áfram. Til að bregðast við þessu hefur Facebook takmarkað aðgang að upplýsingum sem hönnuðir appa fá aðgang að. Einnig hefur Facebook ráðið sjálfstætt starfandi kóða-endurskoðendur til að rannsaka hvert einasta app sem hefur haft aðgang að miklum upplýsingum um notendur.

Margir hafa líka fengið upp áminningu í Facebook-appinu til að skoða „app settings“ og takmarka þannig aðgang ýmissa appa sem fólk hefur samþykkt að tengjast í fortíðinni.

Breyttur veruleiki - AR

Breyttur veruleiki eða Augmented Reality (AR) varð rosalega vinsæll með tilkomu Snapchat. Í kjölfarið tóku fleiri samfélagsmiðlar upp á að bjóða alls kyns filtera og fígúrur sem virðast birtast í þínu eigin umhverfi.

Facebook, Instagram og Whatsapp munu öll leggja meiri áherslu á AR, bjóða upp á fleiri filtera, bjóða notendum að búa til sína eigin filtera og einnig bjóða fyrirtækjum að nýta þetta í auglýsingaskyni. Til dæmis gætu fyrirtæki búið til filter í kringum viðburð og látið eitthvað tengt honum gerast í umhverfinu þegar fólk notar myndavélina með þeim filter. Svo yrði hægt að smella á hlutinn sem birtist og þá myndi appið færa mann yfir á upplýsinga- eða sölusíðu tengt hlutnum.

Facebook, Whatsapp og Instagram munu bjóða upp á hópspjall og í því mun einnig vera hægt að nota filtera.

AR.png

Stories

Stories eru stutt video sem lifa í 24 tíma og verða sívinsælli á Facebook, Instagram og Whatsapp (ótrúlegt en satt þá er þetta mest notað á Whatsapp í heiminum). Nú munu miðlarnir auðvelda deilingu efnis frá þriðja aðila (t.d. Spotify) beint í stories.

MESSENGER

Gjörbreytt hönnun

Á næstu misserum mun skilaboðaforrit Facebook, Messenger, breytast mikið í útliti. Markmiðið er að einfalda hönnunina, gera forritið hraðara og „stories“ meira áberandi.

stories.png

Breyttur veruleiki (AR) í videospjalli

Vinsældir filtera hafa sprungið í kjölfar Snapchat og því munu Messenger bjóða upp á ýmsa filtera í videospjalli, hvort sem það er við einn einstakling eða í hópspjalli.

Greiðslur í gegnum messenger

Í sumum löndum (t.d. Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi) er nú þegar boðið upp á greiðslur til félaga í gegnum Messenger, svokallaðar Peer-to-peer greiðslur. Það hefur gengið mjög vel og mun eflaust breiðast til fleiri landa áður en langt um líður.

Myndir í hærri upplausn (4K), 360° myndir og betri upplausn

Notendur hafa mikið óskað eftir að geta sent meira hágæðaefni í gegnum Messenger, eins og 4K myndir, video í betri upplausn og 360° myndir. Nú er teymið sem þróar Messenger að bregðast við því og verður það hægt á næstunni.

Þjónustuspjall fyrir fyrirtæki

Fyrirtæki hafa tekið eftir mikilli aukningu á að viðskiptavinir hafi samband í gegnum Messenger og nú býður Messenger upp á að hafa hnapp á vefsíðum þar sem notendur geta fengið samband við starfsmann eða bot („vélmenni“ – fyrirfram ákveðin svör fyrirtækisins) og fylgt því síðan eftir í gegnum Facebook-síðuna sína. Áhugavert er að tekið var fram að í fyrra voru 100.000 „bottar“ í gangi á Facebook-messenger fyrirtækja en í ár eru þau orðin 300.000.

INSTAGRAM

Instagram hefur tekið verulegum breytingum frá því að Facebook keypti fyrirtækið árið 2014, enda hafa vinsældir þess einnig aukist til muna.

Helstu breytingar sem voru tilkynntar í dag eru eftirfarandi:

Eineltis-filter í athugasemdakerfi. Nú munu athugasemdir sem innihalda móðgandi og leiðinleg orð eða blótsyrði vera síuð út og ekki sýnileg almennum notanda. Instagram kallar þetta „bully-filter“ enda á samfélagsmiðillinn ekki að vera vettvangur leiðinda eða eineltis.

Ný hönnun á Explore mun auðvelda notendum að finna myndir og efni sem þeir hafa áhuga á.

explore.png

Hópa- og video spjall mun verða möguleiki á Instagram þar sem fólk mun geta spjallað í gegnum video í hópum og jafnvel nýtt filtera í því (AR).

Meiri áhersla á breyttan veruleika eða augmented reality. Nú geta notendur búið til sína eigin filtera í stories og videoum og boðið fylgjendum að nota þá líka.

SÝNDARVERULEIKI / VIRTUAL REALITY

Mark Zuckerberg virðist viss um að sýndarveruleikinn sé framtíðin, enda keypti hann fyrirtækið Oculus VR til að þróa samhliða samfélagsmiðlunum. Í dag komu á markaðinn þráðlaus Oculus Go sýndarveruleikagleraugu sem eru mun ódýrari en aðrar týpur og innihalda ýmis innbyggð öpp. Við hlökkum til að fylgjast með hvernig þeim verður tekið og hvort framtíð samfélagsmiðla liggi í sýndarveruleika.

ANDREA BJÖRNSDÓTTIR
Samfélagsmiðla Sérfræðingur - SAHARA

Hvað er svona merkilegt við spjallmenni (e. Chatbot)?

chat1.jpg

Chatbot eða spjallmenni hefur á undanförum árum rutt sér til rúms á samfélagsmiðlum. Spjallmenni er hugbúnaður sem tengdur er við spjallforrit samfélagsmiðla s.s. Facebook messenger, sem hannaður er til að hafa sjálfvirk samskipti við fólk. Í fyrsta sinn hafa spjallforrit tekið yfir samfélagsmiðla, en sem dæmi má nefna hafa vinsældir Facebook Messenger vaxið mun hraðar en Facebook. Það er því ekki að undra að markaðssérfræðingar sem sérhæfa sig í markaðssetningu á samfélagsmiðlum horfi til þessa vettvangs.

Á dögunum héldu Davíð Lúther og Sigurður Svansson til San Diego til fundar við fremstu sérfræðinga á Social Media Marketing World þar sem þeir fræddust um það nýjasta í heimi spjallmenna. Samkvæmt Davíð er þetta afar hentug leið fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, en með tilkomu spjallmenna geta fyrirtæki aukið samskipti sín við viðskiptavini um allt að 60%. Nú þegar eru nokkur verkefni í farvatninu og augljóst að mjög spennandi tímar eru framundan fyrir viðskiptavini Sahara.

Hvernig virkar spjallmenni?

Ímyndaðu þér að þú standir inni í risastórri verslun sem selur allt milli himins og jarðar. Í stað þess að eigra sjálfur um gangana í leit að því sem þig vantar, þá kemur undir eins til þín aðstoðarmaður sem sýnir þér nákvæmlega hvar varan sem þú leitar að, er að finna. Þannig virkar spjallmenni.

Hvaða fyrirtæki ættu að nýta sér spjallmenni?

Spjallmenni er tilvalið fyrir öll fyrirtæki sem sjá hag sinn í því að auka samskipti við viðskiptavini, koma vörum sínum á framfæri og gefa viðskiptavinum sínum hentugri og þægilegri leið til að panta þjónustu. Hvort sem fyrirtækið þitt er t.d. banki, tryggingafélag, flugfélag, veitingastaður, smásöluaðili, vefverslun eða í ferðaþjónustu getur spjallmenni hjálpað þér að svara fyrirspurnum um leið og þær berast og mynda þannig samband við væntanlega viðskiptavini.

Neytendur standa oftar en ekki frammi fyrir því að erfitt getur reynst að ná sambandi við fyrirtæki, sérstaklega utan opunartíma. Með tilkomu spjallmenna getur viðskiptavinur óskað eftir ákveðnum upplýsingum hvenær sem er sólarhringsins með því að senda skilaboð til fyrirtækisins og spjallmennið sér um að veita upplýsingarnar.

Segjum sem svo að þú sért að skipuleggja ferðalag. Þú myndir leita að hótelum á svæðinu, skoða kort, finna út bestu staðsetninguna, hvar áhugaverðir staðir eru, góðir veitingastaðir o.s.frv. Í stað þess að þú þurfir sjálf/ur að finna út besta mögulega kostinn fyrir þig í gegnum ótal leitir á fjölda heimasíðna, gætir þú í einu samtali við spjallmenni fengið að vita allt sem þú vilt vita. Möguleikarnir með spjallmennum eru endalausir, einstaklingar geta fengið upplýsingar um veðurfar á ákveðnum stað, aðstoð við að panta matvörur eða borð á veitingastað, upplýsingar um afþreyingu, tilkynningar um fréttir og áfram mætti lengi telja.

Frábært, ekki satt!

„Downvote“ hnappur í spilunum

shutterstock_680847808.jpg

Spennandi breytingar eru framundan hjá Facebook. Samskiptamiðillinn hefur á dögunum verið að prófa nýjan „downvote“ hnapp en hann gerir notendum kleift að fela ummæli notenda og gefa miðlinum endurgjöf á ástæðum þess. 

Ekki er þó um „dislike“ möguleika að ræða, eins og notendur hafa lengi beðið eftir, heldur hnapp sem á eingöngu við um spjallþræði og mun í raun gegna sama hlutverki og „report“ takki.

Samkvæmt vefsíðunni TechCrunch hefur lítill hluti notenda Facebook í Bandaríkjunum tekið þátt í prófunum. Að sögn Facebook er þetta gert til að bæta samskipti á miðlinum og verður á næstunni hægt að „kjósa niður“ þrenns konar athugasemdir: villandi, særandi eða óviðeigandi á einn hátt eða annan.

Þegar margar nei­kvæðar um­sagn­ir hrannast upp koma þær hins veg­ar ekki í veg fyr­ir að not­end­ur sjái ummælin og hefur þetta engin áhrif á það hversu ofarlega umsagnir birtast í þræði.

Svona lítur hnappurinn út.

facebook-downvote-button-screenshot.png

Tímastilltar færslur á Instagram

instagram-keyboard-app-take-pictures-photos-pics-3.jpg

Það hlaut að koma að því. Risarnir hjá Instagram hafa látið verða af þeim breytingum sem samfélagsmiðlafulltrúar hafa lengi beðið eftir.

Fyrirtækjum gefst núna tækifæri til að áætla færslur fram í tímann á Instagram. Hingað til hefur það næsta sem hefur komist að þessu verið möguleikinn á að vista færslur sem drög, svo betur sé hægt að yfirfara þær fyrir birtingu eða nýta sér þjónustu frá þriðja aðila sem hefur ekki verið allt of notendavæn. 

Facebook hefur lengi notið góðs af tímastillingum fyrir síður einstaklinga og fyrirtæki og var löngu kominn tími á þennan eftirsótta „schedule” fídus fyrir hinn miðilinn.

Hins vegar vinna þessar breytingar hvorki með auglýsingum né myndböndum í augnablikinu. Glöggir notendur hafa jafnframt tekið eftir því að nýja viðbótin finnst hvergi í forritinu sjálfu að svo stöddu. Uppfærslan bætist við API töluna hjá Instagram-síðu viðkomandi aðila og - til að byrja með - verður eingöngu keyrð af forritum eins og Hootsuite, Sprout Social eða SocialFlow.

Þetta hefur sjálfsagt ekki verið mikið vandamál fyrir einstaklinga en þegar fyrirtæki sem sérhæfa sig í samfélagsmiðlum þurfa að útbúa til fjölda færslna á mánuði, er það augljóslega mjög tímafrekt ferli að gera allt handvirkt. 

Þrátt fyrir að nýja uppfærslan sé ekki aðgengileg öllum strax, hefur Instagram opinbert að tímastilling verði opnuð fyrir einstaklingum snemma árið 2019.

Við hjá SAHARA sitjum (tíma)stillt á þangað til og tökum nýju breytingunum vel fagnandi.

8 stefnur samfélagsmiðla árið 2018

Social-Media-Predictions-for-2018.jpg

Það bregst aldrei með samskiptamiðla hversu hratt er tekið við þróunum og breytingum, en breytingar eru oft af hinu jákvæða og hjá stafræna viðskiptalífinu er mikilvægt að vera með puttann á púlsinum og í takt við straumana. Ýmislegt getur og hefur gerst á einu ári. Ótalmargt frá liðna árinu heldur áfram sínu flugi, með uppfærðu sniði, en má líka gera ráð fyrir fáeinum nýjungum sem munu leiða stórar breytingar árið 2018.

Við hjá SAHARA höfum tekið saman 8 stefnur og þróanir sem hafa verið í umræðunni undanfarnar vikur og verða enn meira áberandi á nýja árinu.

 

1. MYNDBÖND HAFA MEIRI FORGANG

Markaðssetning á sviði myndbanda verður nauðsynlegur hluti af efnissköpun og skipulagi fyrirtækja. Aukning myndbrota á samfélagsmiðlum hefur verið gríðarleg á síðustu misserum. Talið er að 80% neytenda séu líklegri til þess að meðtaka þær upplýsingar sem grípandi myndbönd bjóða upp á á meðan rétt svo 10% grípa það sem birtist í rituðu máli. Sérfræðingar gera ráð fyrir því að árið 2019 verður allt að 90% efnis á miðlunum í formi hreyfimynda. 

2. AUGLÝSINGASALA EYKST

Fljótlega mun svokallað "organic reach" tilheyra liðnum tímum, eða svo gott sem. Miðað við þróun er sjálfsagt mál að auglýsingakostnaður muni hækka eftir því sem auglýsendum á samfélagsmiðlum fjölgar, og verður mikilvægt að hagræða slíkum kostnaði á öðruvísi máta heldur en hefur hingað til verið gert. Framtíðin er nú!

Auglýsingarkostnaður sem fór í Facebook eitt og sér árið 2017 jókst um 74% frá árinu áður. Fleiri vörumerki eru farin að gera sér grein fyrir því að auglýsingar á samfélagsmiðlum eru mjög hagstæðar og hagnýtar leiðir til þess að ná til ákveðins markhóps. Ef þitt fyrirtæki gerir ekki ráð fyrir ágætum auglýsingakostnaði ætluðum samfélagsmiðlum á næsta ári, þá ertu þegar á eftir þínum keppinautum.

3. STRANGARI KRÖFUR Á ÁHRIFAVALDA

Áhrifavaldar á samfélagsmiðlum munu halda áfram að koma út umtali á vörumerkjum með persónulegu sniði. Þetta hefur blómstrað sérstaklega árið 2017 en að liðnu ári fer þetta aðeins að dvína sökum strangari reglugerðar í kringum duldar auglýsingar (#ad). Áhrifavaldar ganga nú undir harðari kröfum en áður, því að svo stöddu er algengt að þeir þiggi stórar upphæðir frá fyrirtækjum án þess að þurfa að sýna mikil gögn á móti. Það er erfitt að skila inn tölum fyrir annað en fjölda eða ummæli fylgjenda og má spá því einnig að samkeppni aukist stórlega. Þá reynir á gott ímyndunarafl til að skara betur fram úr.

4. SÉRSNIÐNAR AUGLÝSINGAR

Eðlilega verður það stöðugt erfiðara að fanga athygli kúnnans þegar auglýsingar eru allsráðandi, nánast við hvert horn núorðið. Þess vegna má búast við aukningu á auglýsingum sem stílaðar eru á afmarkaða hópa. Þetta verður sýnilegra á Facebook, Instagram, Snapchat og fleiri miðlum.

5. SNJALLARI SPJALLYRKJAR

Það getur verið erfitt að eiga samskipti við yrkja (þ.e. "bots") þegar pöntunin eða beiðnin er of nákvæm. Nú má búast við að yrkjarnir á spjallinu verði skarpari og betur sniðnir eftir flóknari óskum kúnna. Hausverkum fer þá margfalt fækkandi þetta árið og draumurinn er að viðkomandi þekki varla muninn á starfsmanni á spjallvakt og “botta”.

6. INSTAGRAM STORY HELDUR ÁFRAM AÐ STÆKKA

Instagram hefur vaxið töluvert á árinu 2017 og hefur verið áhugavert að fylgjast með vinsældaraukningu samfélagsmiðilsins. Þróunin hefur verið nokkuð hröð erlendis þar sem stórir áhrifavaldar hafa fært fókusinn yfir á Instagram frá Snapchat. Þessi þróun er ekki orðin svo skýr hérna heima þó að margir áhrifavaldar eru farnir að leggja aukinn fókus á fleiri miðla til að tryggja fylgi sitt og þannig ná til breiðari hóps einstaklinga.

Við munum því að öllum líkindum sjá fleiri einstaklinga og fyrirtæki fara nýta sér þennan skemmtilega miðill enn meira á nýju ári. 

7. VIÐBÆTTUR VERULEIKI

Fljótlega munu snjallgleraugu yfirtaka samfélagsmiðlaöldina eins og við þekkjum hana í dag, nú þegar Virtual Reality (VR) upplifunin fer sífellt vaxandi. Þá tekur við “Augmented Reality” (AR), en það er tækni sem vefur saman staðsetningu og alls konar valmyndamöguleika, hálfgerðar "myndbands-grímur”, alls ekki ólíkt því hvernig sjón vélmenna er oft túlkuð í vísindaskáldsögum.

Stærsta hindrunin hjá VR tækninni í dag er verðið, en eins og ávallt gerist er það aðeins tímaspursmál um hvenær tæknin verður aðgengileg öllum. Hægt verður að upplifa viðburði, heimahús vina og ferðamannastaði með ævintýralegum hætti, án þess að yfirgefa sófann.

Stór fyrirtæki eins og IKEA hafa nú þegar hoppað á vagninn hvað varðar Augmented Reality og gáfu út á árinu snjallforritið Place sem gerir notendum kleift að máta húsgöng heima hjá sér í gegnum farsímann og í kjölfarið klára kaupin. Spennandi!

8. LIVE MYNDBÖND KOMIN Á NÆSTA STIG

Margir hafa haldið að þetta væri að fjara út, en svo er alls ekki. Fleiri samfélagsmiðlar munu bjóða upp á fagmannlega gerð myndbönd í beinni, til dæmis opnanir á verslunum, sérviðburðir og tónleikar. Að sýna flottan viðburð á samfélagsmiðli í beinni er frábær leið til að tengjast markhópnum, ef rétt er farið að. Gerðar eru harðari kröfur núna til myndefnis. Hristingur upptökuvéla, lélegt hljóð eða viðvaningsleg úrvinnsla myndefnis er ekki lengur liðin á meðal almennings, þannig að öruggt er að slegist verður um metnað og vönduð vinnubrögð til að skara fram úr, sem er alltaf jákvætt. 

Ljóst er að það eru skemmtilegir tímar framundan og verður fróðlegt að fylgjast með hvernig fyrirtæki á Íslandi munu aðlaga sig að örum breytingum í takmarkalausum heimi samfélagsmiðla. SAHARA hlakkar til að fylgjast með og upplýsa á þessu nýja, stórspennandi ári.

Hvernig verður Facebook á næstu árum?

0d7aa10a8ee169fd7997bac6c8c79a59-1000x563-n3n9trfc7x8cratfoe0wvpreowcadxusoolerixwce.jpg

Það hefur varla farið framhjá neinum hvað tæknin þróast ört og gefur hún aðeins í með tilkomu fleiri keppinauta á samfélagsmiðlum. Ýmsir hafa ábyggilega velt því fyrir sér í einhvern tíma um hvort eða hvenær „Facebook-bólan“ til dæmis springi. Nýjustu upplýsingar og stefnur gefa það hins vegar í skyn að svo sé fjarri því að verða að veruleika.

Facebook er enn í rauninni bara að byrja.

Fyrir tíu árum síðan sagði samfélagsmiðlakóngurinn Mark Zuckerberg opinberlega að internetið væri eingöngu í textaformi, síðan þróaðist allt yfir í ljósmyndir sem helsti tjáskiptamátinn og svo eftir það (live) vídeó, sem hafa mikið aðstoðað með að deila tilfinningum okkar, fanga þær og færa framtíðina í rétt form.

En Zuckerberg horfir nú fram á við næstu tíu árin, eins og kom fram þegar hann var með sérstakan "spurt-og-svarað" lið á Facebook fyrir skömmu. „Stóra spurningin sem við verðum að spyrja er þessi: eru vídeó í rauninni endastöðin?" spyr hann. "Fyrir mér er Virtual Reality (VR) tæknin svolítið það sem þetta snýst um“, að skapa tilfinningu eins og þú sért raunverulega staddur á svæðinu með einhverjum, þó fleiri þúsund kílómetrar gætu verið að skilja ykkur að.

Snjallgleraugu verða að sjálfsögðum hlut

Það verður kannski ekki stærsta tískan árið 2018 en VR tæknin verður gríðarstór fyrr en varir. Snapchat er um þessar mundir að vinna í því að innleiða VR og hafa verið að taka stór skref í þessari þróun núna að undanförnu. Þetta verður allt gert með innleiðingu svokallaðra snjallgleraugna, sem mun yfirtaka samfélagsmiðlaöldina eins og við þekkjum hana.

Eina hemlunin hjá VR tækninni í dag er einfaldlega verðið, en eins og ávallt gerist er það aðeins tímaspursmál um hvenær tæknin verður aðgengileg öllum – og hagstæðari þar að auki. Zuckerberg sér fyrir sér framtíð sem er heltekin af sýndarveruleika á samfélagsmiðlum. Þinn „staðgengill“ (þ.e.a.s. „avatar“) getur verið sérsniðinn að vild og eftir þínum prófíl. Hægt er að upplifa viðburði á glænýjan hátt; ferðast, skoða túristastaðina sem lengi hefur verið á planinu eða skoðað hús vinar þíns í Danmörku – allt án þess að yfirgefa stofuna heima.

Í apríl á þessu ári sagði hann að við værum enn fimm árum frá almennilegri notkun snjallgleraugna, en bætti hann við að “Augmented Reality” (AR) muni aukast stórlega í bráð; tækni sem vefur saman staðsetningu og alls konar valmyndamöguleika, svokallaðar "vídeó-grímur”.

Hægt verður að millifæra í gegnum Messenger

Spjallforrit eins og Messenger verða með öðruvísi sniði á næstunni, og fljótlega verður hægt að kveðja tímana þar sem öll helstu helstu hversdagslegheitin verða framkvæmd í mismunandi vöfrum, t.a.m. milliærsla, þegar þetta verður allt aðgengilegt á Facebook. eCommerce mun leyfa þér að millifæra samstundis á hvaða einstakling sem er á vinalistanum þínum.

Þetta mun vissulega þýða að einkalíf fólks verður meira undir smásjánni og mun sjálfsagt einhverjum þykja það fráhrindandi. Þetta gæti tekið “Bot” samskipti á allt annað stig. 

Fyrirtæki þurfa að hugsa meira út fyrir rammann

Fyrirtæki eru meira og meira farin að gera sér grein fyrir rírnandi notagildi pappírsins í auglýsingum og stefna flestir á netið. Þetta eru svosem engar nýjar fréttir en „organic reach“ hefur líka farið minnkandi í kostunarherferðum og stöðluðum leiðum til þess að vekja athygli á gefnum Facebook-síðum, sem þýðir að það er ekki lengur nein „ein“ leið til þess að gera eitthvað rétt, þó margar leiðir séu til að fara rangt að. Það er vert til umhugsunar.

Aukin samkeppni þýðir þá að sjálfsögðu líka að herferðir sem þykja líklegar til sigurs í dag geta orðið úreltar á morgun, en á sama tíma greiðir þetta leiðina fyrir hugmyndaríkari úrvinnslu. 

Frumlegt efni skarar nær undantekningalaust alltaf fram úr og SAHARA gætir þess sérstaklega að vera með puttann á púlsinum, til þess að vera samstíga við netheima og miðla í sífelldri þróun. Við bíðum spennt eftir að sjá og heyra meira úr herbúðum Facebook og hvernig einstaklingar bregðast við þessum nýjungum.

World Travel Market í 4 punktum

23435009_383462245424256_8985450181874784099_n.jpg

Á World Travel Market í London í síðustu viku voru saman komnir yfir 50 þúsund ferðaþjónustuaðilar, opinberir aðilar, fræðimenn og áhrifavaldar alls staðar að úr heiminum til þess að kynna vörur sínar og þjónustu og ræða strauma og stefnur í öllu sem viðkemur ferðaiðnaði. 

Við hjá SAHARA höfum unnið nokkuð að efnissköpun og markaðssetningu á samfélagsmiðlum með  fyrirtækjum og einstaklingum í ferðaþjónustu og mættum því að sjálfsögðu til London. Þar kynntum við þjónustu okkar nánar fyrir áhugasömum samstarfsaðilum og fræddumst um það nýjasta í bransanum. 

Eins og sjá má á myndunum var mikið um að vera og margt að sjá og heyra en þessi atriði stóðu upp úr:

1. Efnissköpun

"Content is king" er orðið gamalt slagorð en er engu að síður alveg jafn gjaldgengt og þegar það kom fyrst fram. Flestallir ferðaþjónustuaðilar eru að leita leiða til þess að ná betur beint til ferðamannsins án þess að þurfa að greiða mörgum millimönnum og vilja auka beina sölu í gegnum eigin söluleiðir. Til þess þarfnast þeir markaðsefnis sem höfðar til ferðamannsins, sem í dag sækir langmestan innblástur sinn á samfélagsmiðlana. Efnið þarf því að vera sérsniðið að þeim miðlum. Það sem hvetur ferðamanninn til að kaupa ferð er tilfinningin sem vaknar þegar hann sér markaðsefnið en ekki magnið af upplýsingum sem kemst fyrir í bæklingi eða á heimasíðu. 

2. Myndbönd

Myndbönd skila mestu áhorfi og dreifingu á samfélagmiðlum og henta einstaklega vel til að miðla upplifunum og þeim tilfinningum sem þeim fylgja. Flestir eru að framleiða efni sem er 1-4 mínútur á lengd en á sama tíma þurfum við að hafa í huga að meðaláhorfslengd er 10 sekúndur á Facebook! Fyrirtæki eru því í auknum mæli að framleiða löng myndbönd 10-20 mínútur, fyrir þá sem hafa mikinn áhuga og vilja sem mestan innblástur, og vinna svo úr þeim 10-40 sekúndna myndbrot til að nota á mismunandi samfélagsmiðlum. 

3. Sýndarveruleiki (Virtual Reality)

Sýndarveruleiki er nú ekki lengur framúrstefnuleg tækninýjung heldur vel nýtt markaðstól fyrir marga ferðaþjónustuaðila. Með því að gera fólki kleift að ferðast um fjarlægjar slóðir með hjálp VR gleraugna er ekki bara hægt að auðvelda öldruðum og hreyfihömluðum að ferðast í huganum um svæði sem þau kæmust annars aldrei á heldur er einnig hægt að leyfa söluaðilum og öðrum samstarfsaðilum að upplifa ferðir og þjónustu án þess að bjóða hverjum og einum þeirra á staðinn. 

4. "Slow travel" og sjálfbærni í ferðaþjónustu

Hegðun ferðamannsins er að breytast og samhliða því þarf markaðssetning í ferðaþjónustu að breytast. Ferðamaðurinn leggur meira á sig við að kynnast áfangastað fyrirfram, menningu og jafnvel tungumáli og hér er kjörið tækifæri fyrir fyrirtækin til að miðla sögum og upplýsingum (storytelling). Samtímis eru auknar kröfur um sjálfbærni í ferðaþjónustu og ferðamenn orðnir mjög meðvitaðir neytendur sem gera miklar kröfur. Fyrirtæki sem eru meðvituð um þessar stefnur og taka mið af þeim í þjónustu sinni hafa nú meiri möguleika en nokkru sinni fyrr að mæta þörfum þessara ferðamanna um leið og þörfin er meiri en nokkru sinni fyrr að sjá til þess að markaðssetningin endurspegli þessar stefnur. 

Höfundur // Inga Rós AntoníusdóttirFramkvæmdastjóri SAHARA DK