VERTU BETRI Á INSTAGRAM!

211580_1_5a2957bea091e.jpg

Við höfum verið dugleg að fjalla um viðbætur og uppfærslur sem tengjast Instagram síðustu vikur og mánuði. Í þessari samantekt ætlum við gefa þér nokkur ráð sem varða uppsetningu á Instagram grindinni þinni og hvað gott er að hafa í huga þegar hún er sett upp auk þess að fara yfir þá möguleika sem Instagram Story hefur uppá að bjóða fyrir fyrirtæki.

Instagram grindin

Eitt af því sem fær fólk til að fylgja fyrirtækjum á Instagram er vel upp sett Instagram grind. Þegar talað er um Instagram Grind, þá er átt við þær myndir/myndbönd sem eru sýnileg á veggnum. Fræðin segja okkur að það skiptir miklu máli að fanga athygli einstaklings með fyrstu 9 myndunum.

Við uppsetningu á Instagram grind er gott að hafa eftirfarandi í huga

 1. Veldu þema sem passar við þitt fyrirtæki
 2. Sett upp vegginn með ákveðinni reglu (sjá dæmi hér fyrir neðan)
 3. Ákveddu filtera sem þú ætlar að vinna með.
 4. Notastu við gæða efni.

Dæmi um stílhreinar og grípandi Instagram grindur:

Screen Shot 2018-08-14 at 16.23.53.png

@Maya_on_the_move

@Sjostrandiceland

Screen Shot 2018-08-14 at 16.23.21.png

@theyachtwe

Ef þú ætlar að ná að viðhalda fallegu Instagram feed-i þá er mikilvægt að horfa nokkrar vikur fram í tímann. Komdu þér upp myndabanka og settu upp áætlun. Það þarf alls ekki að vera flókið, en það er auðvelt að gleyma sér og þá vitum við hvað gerist! Áður en þú veist af þá ert þú farin að birta myndir af einhverju bara fyrir það eitt að birta mynd, sem passar mögulega ekki við þá ætlun sem þú ætlaðir upphaflega að miða við.

Instagram story

Instagram Story er frábær leið til þess að gera Instagram aðganginn hjá þínu fyrirtæki persónulegri og til að kynna starfsemi fyrirtækisins betur.

Áður en þú hefst handa, þá er gott að hafa eftirfarandi í huga;

 1. Eru innslögin eða sagan sem þú ert að reyna segja skemmtileg eða áhugaverð
 2. Er hún stílhrein og í takt við vörumerkið
 3. Er hún til þess fallin að fólk vilji fá að vita meira.

Það er auðvelt að deila myndum og léttum innslögum en til þess að ná sterkari tengslum við þína fylgjendur þá er mikilvægt að vanda til verka og horfa á þennan deilimöguleika eins og sögustund með byrjun og enda. Það elska allir góða sögu!

Persónulegri söguframsetning með manneskju fyrir framan myndavél ætti alltaf að vera fyrsti kostur. Ekki láta það samt stoppa þig í að taka upp símann og byrja deila, ef þú ert feimin(n) þá er að sjálfsögðu hægt að deila skemmtilegu efni án þess að vera með manneskju fyrir framan myndavélina.

Gott er að hafa í huga að nýta alla möguleika vel sem koma sögunni lengra, eins og og tagga þá einstaklinga sem koma fram í sögunni auk þess að velja viðeigandi has-tögg (#).

Instagram hefur verið duglegt að bæta við nýjum möguleikum eins og poll, questions, love meter og fleira til að kalla fram meiri svörun frá þeim sem horfa. Nýttu þér þetta til hins ýtrasta, en hugsaðu þetta vel og tengdu við þitt fyrirtæki. Hægt er að fá allskonar skemmtilegar upplýsingar frá fylgjendum sem má svo nýta til frekari framleiðslu.

 

Hér eru nokkur dæmi um hvernig hægt er að nýta þessa fídusa og gera story’ið grípandi:

39115509_224721948199343_5006870108270755840_n.jpg
39221373_296565527772211_4704213701475958784_n.jpg
39234713_676094286093173_6409196940667387904_n.jpg

Þegar þú hefur lokið við að setja inn Instagram Story með þeim pælingum sem við listum upp hér að ofan er mikilvægt að vista bestu færslurnar sem Highlights. Highlights er eiginleiki sem gerir okkur kleift að sýna það besta úr story’um sem þú hefur gert og flokka það á skemmtilegan hátt. Fylgjendur geta svo nálgast þessar sögur aftur og aftur, en þær detta ekki út eftir 24 tíma eins og almennt story.

Nýttu higlights-in til að draga fram umræðupunkta í kringum þitt fyrirtæki eins og vöruframboð, þjónustu, bakviðtjöldin, kynningu á starfsmönnum eða eitthvað allt annað! Þarna er tækifæri að vera hugmyndarík(ur).

Fjöldi fyrirtækja hérna á Íslandi eru farin að nýta sér þennan möguleika og má þar t.d. Nefna Burro sem draga fram drykki, mat og viðburði. Þessi möguleiki er alls ekki eingöngu bundinn við fyrirtæki og hafa margir flottir áhrifavaldar hér heima og erlendis verið hugmyndarík og hugsað út fyrir kassan með uppsetningu á higlights.  

Screen Shot 2018-08-14 at 16.45.34.png
Screen Shot 2018-08-14 at 16.45.57.png


Eins og með svo margt sem tengist öllum þeim nýjungum sem verið er að kynna fyrir okkur þá er mikilvægt að prófa sig áfram og ekki vera feimin við það.

Gangi ykkur ve!


 Stefanía Gunnarsdóttir Framleiðandi

Stefanía Gunnarsdóttir
Framleiðandi

 

Google Marketing Innovations Keynote

Fyrr í mánuðinum hélt Google ráðstefnu þar sem kynnt var allt það nýjasta í Google Adwords, Analytics og öðrum vörum frá Google. Viðburðinum var streymt beint á YouTube og fylgdist SAHARA spennt með. Við höfum tekið saman nokkra punkta sem stóðu uppúr en viðburðinn má svo sjá í heild sinni neðst í blogginu.

Google AdWords verður Google Ads

Sridhar Ramaswamy SVP of Ads & Commerce hjá Google opnaði viðburðinn. Hann fjallaði um sögulega breytingu sem er í vændum hjá Google varðandi Google Adwords. Google ætlar að endurmarka (e. rebranding) Google Adwords í Google Ads. Google Ads verður því samheiti yfir Google Search, Google Display og Google Video (YouTube). Það sem breytist er að nafnið breytist, logo-ið breytist og heimasvæðið verður ads.google.com. Þetta hefur engin áhrif á vörurnar sjálfar heldur einungis endurmörkun á vörumerkinu. Þetta er eðlileg þróun þar sem að Google Adwords er ekki mjög lýsandi fyrir þær fjölbreyttu herferðir sem hægt er að búa til á mismunandi vettvöngum. Breytingin mun eiga sér stað 24. júlí 2018.

Nýir möguleikar fyrir auglýsendur á YouTube

Nicky Rettke (Group Product Manager Vide Ads YouTube) fór yfir mikilvægi þess að birta viðeigandi auglýsingar til viðskiptavina í gegnum allt kaupferlið. Hann fór yfir að YouTube spilar stóran þátt í kaupferli neytenda. Það er ástæðan fyrir því að Nick og hans teymi tilkynntu nokkrar nýjungar í YouTube ads:

 1. Trueview for reach - Herferðir til þess að auka vörumerkja vitund

 2. Trueview for action - Vefborðar með vörumerki fyrirtækis fyrir neðan myndband til þess að fá fleiri smelli yfir á vefsíðu.

 3. Maximize lift bidding (brand cosideration) - Google nýtir vélrænt nám (e.machine learning) til að ná til notenda sem að eru líklegri til þess að veita vörumerkinu áhuga og versla við fyrirtækið.

Vélrænt nám spilar enn stærra hlutverk í Google Ads

Gervigreind mun spila stærra hlutverk í leitarorðaherferðum í Google Ads. Í Google Ads er nú þegar hægt að nýta sér gervigreind með Ad rotation og Smart bidding. Þannig er t.d. hægt að skrifa upp þrjár auglýsingar fyrir einn Ad group og biðja Google um að birta þá auglýsingu sem virkar best. Núna á að bæta við öðrum valmöguleika sem kallast ‘Responsive search ads’.

Sá möguleiki býður auglýsendum að skrifa upp nokkrar fyrirsagnir og lýsingar á auglýsingum. Google Ads sér síðan um að raða saman auglýsingunni sem hentar best fyrir hverja leitarfyrspurn fyrir sig. Þessar útgáfur af auglýsingum munu einnig innihalda þrjár fyrirsagnir og 90 stafa lýsingar. Þær munu því vera stærri en venjulegu auglýsingarnar og því líklegri til að fá fleiri smelli.

Það verður spennandi að prófa þessar nýjungar á næstu dögum og við munum halda áfram að fylgjast vel með gangi mála hjá Google.

 


 

Íslenskir Instagram & Snapchat Stickers!

37665968_10156925591759369_311465745496145920_n.png

Instagram er orðið viðurkennt markaðstól fyrir fyrirtæki og þá er mikilvægt að vera með puttann á púlsinum enda mikið um nýjungar að koma inn hjá þessum vinsæla samfélagsmiðli. Þið sem hafið fylgst með okkur hjá SAHARA síðustu vikur og mánuði hafið eflaust verið vör við reglulegan fréttaflutning af uppfærslum á Instagram. 

Við hjá SAHARA höfum átt góðar samræður okkar á milli að það vanti íslenska límmiða (e.stickers) þegar kemur á því að skreyta Instagram Story og Snapchat innslögin hjá SAHARA og þeim fyrirtækjum sem eru í þjónustu hjá okkur.

Við tókum þetta því í okkar hendur og höfum við nú hlaðið inn fjölda íslenskra límmiða í GIF bankann.

Að sjálfsögðu tekur það sinn tíma að koma öllum þeim hugmyndum inn sem við erum með, en hér fyrir neðan má finna brot af því sem er komið inn.

 • Brostu
 • Pollagallakall
 • Nei
 • Haettu!
 • Takk fyrir
 • Njota
 • Íslensku dagarnir: Manudagur, Laugardagur, Sunnudagur o.s.frv.
 • Olifa
 • .... og fleira! 
37373433_10156738164670530_4837169722703216640_n.jpg

Ef þú hefur áhuga á að koma þínu fyrirtæki á framfæri með þessum hætti, ekki hika við að senda okkur línu! Þangað til næst, njótið, smellið í story og fylgist með okkur, því það er stutt í  næsta GIF-banka.


4 ÁSTÆÐUR FYRIR ÞVÍ AÐ NOTA GOOGLE ADWORDS

GoogleAdwordsCampaigns.jpg

Hvað er Google Adwords?

Google Adwords er auglýsingamiðill á vegum Google þar sem fyrirtæki geta auglýst til viðskiptavina á því augnabliki þegar þeir eru að leita að vöru eða þjónustu. Með Google Adwords ná fyrirtæki að auglýsa til mjög skilgreinds markhóps og borga eingöngu þegar smellt er á auglýsinguna. Hér koma fjórar góðar ástæður hvers vegna fyrirtæki ná meiri árangri í netmarkaðssetningu með góðri Google Adwords herferð.

1. Google Adwords eykur traffík á heimasíðu og sölu

Vel uppsett Google Adwords herferð eykur umferð inn á vefsíðu fyrirtækis. Það sem betra er, að með því að hafa herferðina vel hnitmiðaða kemur mjög verðmæt ný umferð inn á vefsvæðið. Ástæðan fyrir því er að notandinn er að leita að vörunni eða þjónustunni sem fyrirtækið er að selja. Það eru því miklar líkur á að notandi sem kemur í gegnum góða Adwords herferð endi á því að versla á vefsíðunni.

2. Hraði árangurs

Árangur góðrar leitarherferðar með Google Adwords er fljótur að skila sér. Eftir að herferð er komin í loftið skilar árangurinn sér strax með aukinni umferð inn á vefsíðuna. Vegna þess að þú getur keypt þér leið efst á Google. Þessi aðferð er til að mynda fljótari að skila árangri heldur en náttúruleg leitarvélabestun, en að sjálfsögðu borgaru fyrir hvern smell. Þess vegna er gott að setja upp flotta herferð á meðan leitarvélabestunin er ekki enn búin að skila árangri.

3. Mælanlegur árangur

Með því að setja upp Google Adwords herferð er möguleiki á að mæla þá umferð sem kemur inn á vefsíðuna. Þannig er hægt að skoða árangur auglýsingaherferðarinnar og ákveða hvort það skuli halda henni áfram, setja meira fjármagn í herferðina eða laga herferðina. Með tengingu við Google Analytics er hægt að sjá hversu mikið herferðin skilaði sér í endanlegri sölu á vefsíðunni.

4. Engar heimsóknir, engin greiðsla

Ef það kemur enginn viðskiptavinur í heimsókn á vefsíðuna, þá borgar þú ekki krónu. Þú borgar einfaldlega þegar smellt er á auglýsinguna. Þannig getur þú algjörlega stjórnað hversu mikið þú vilt fjárfesta í auglýsingum á Google. Það er hægt að byrja með lítið fjármagn og bæta síðan við þegar árangur næst.

Hvað eru fyrirtæki að auglýsa?

Í upphafi árs má segja að mikið brimrót hafi verið í kringum Facebook. Í kjölfarið lofaði Facebook ýmsum aðgerðum til að bæta gagnsæi og bæta upplifun notenda á samfélagsmiðlinum. Þar voru m.a tilgreindar aðgerðir til að gera vafasömum miðlum erfiðara fyrir að dreifa fölskum fréttum og öðrum ósannindum.

Nú í lok júní uppfyllti Facebook eitt af þeim loforðum sem þeir settu fram í apríl. Sú aðgerð snéri að því að auka verulega gagnsæi í auglýsingum sem birtast notendum Facebook.

Facebook bætti við nýrri "Info & Ads" virkni sem gerir öllum notendum mögulegt að skoða allar virkar auglýsingar á tiltekinni Facebook síðu. Þar gefst notendum einnig möguleiki á því að sjá hvenær viðkomandi síða var stofnuð og hvort að nafni hennar hafi verið breytt nýlega. Þarna birtast allar auglýsingar sem viðkomandi síða er með í gangi, óháð því hvort að sá notandi sem er að skoða yfirlitið sé í markhópnum eða ekki. Jafnframt er hægt að skoða auglýsingar frá öllum þeim löndum sem viðkomandi síða er að birta. Þarna birtast sömuleiðis þær auglýsingar sem viðkomandi síða er að birta á Instagram, Messenger og Audience Network.

Fyrst og fremst eru þetta góðar breytingar fyrir notendur Facebook þar sem þeim gefst nú kostur á því að skoða betur hver sé á bakvið þær auglýsingar sem þeim birtast og þannig tekið upplýstari ákvörðun um hvort viðkomandi auglýsanda sér treystandi.

Þessi virkni er sömuleiðis spennandi fyrir auglýsendur og markaðsfólk þar sem þeim gefst nú tækifæri með auðveldum hætti að skoða hvað samkeppnin og aðrir eru að gera í sínum markaðsaðgerðum, hvort sem það er á Íslandi eða í Albaníu.

Virknin er bæði aðgengileg í farsíma og tölvu. Í tölvu er hún flipinn sýnilegur í neðst í valmyndinni á Facebook síðu viðkomandi fyrirtæki en í farsíma er má sjá lítinn hnapp á covermynd síðunnar.

unnamed.png

Carousel auglýsing frá Nike sem er að birtast í Bretlandi og þar snýst eðlilega allt um Enska landsliðið sem er í þann mund að koma með fótboltann heim.

0.png

Í Frakklandi virðist þó áherslan vera á Tennis og Nike ekki eins upptekið að því að tengja sig við gott gengi Frakka á HM.

0 (1).png

Nýjasta útspil Instagram býður YouTube birginn

instagram-tv-CONTENT-2018.jpg

Nú þegar Instagram er búið að ganga frá Snapchat virðist YouTube vera næsta bráðin.

Síðastliðinn miðvikudag, 20. júní, tilkynnti Instagram, sem er í eigu Facebook, að nýjasta viðbótin við forritið væri sérstök sjónvarpsrás sem nefnist IGTV.

Með viðbótinni geta allir notendur Instagram sett inn allt að 10 mínútna löng myndbönd, en stjörnur á borð við Rúrik Gíslason, sem hafa mikinn fjölda fylgjenda, geta sett inn allt að klukkustundar löng myndbönd! Þetta er gífurleg breyting frá fyrri myndbandsstöðlum Instagram og býður upp á ótal tækifæri.

Instagram hefur um nokkurt skeið kappkostað að ná til yngri kynslóða sem nota farsímann í auknum mæli til að horfa á myndbandsefni, en rannsóknir sýna að ungmenni horfa um 40% minna á sjónvarp nú en fyrir 5 árum.

Gárungar telja að með þessu útspili sé Instagram að bjóða YouTube birginn. Á sama tíma og IGTV var kynnt til sögunnar tilkynnti Instagram að notendur forritsins væru nú komnir yfir 1 milljarð! Engin tilviljun réði því að þessar tvær stóru tilkynningar komu á sama tíma; Instagram vill sýna YouTube stjörnum að efni þeirra gæti jafnvel náð enn betri dreifingu á þeirra miðli.

YouTube var þó ekki lengi að svara. Aðeins degi eftir tilkynningu Instagram kynnti YouTube til leiks breytingar sem auðvelda myndbandsáhorf í farsímum til muna, ásamt loforði um að styðja framleiðendur enn betur við að kynna efni sitt. Stríðið um snjallsímakynslóðina er greinilega hafið!

Enn er þó ýmsum spurningum ósvarað þegar kemur að IGTV: Hvernig munu stjörnur miðilsins fá greitt? Munu þær eiga rétt á hluta af gífurlegum auglýsingatekjum miðilsins? Hvaða siðferðisreglum mun miðillinn fylgja þegar kemur að áróðursmyndböndum? Mun miðillinn einnig sækja á fartölvunotendur?

Það verður áhugavert að fylgjast með þróun IGTV og einnig hvort Íslendingar, sem almennt þykja nýjungagjarnir, verði duglegir að notast við forritið. Fyrirtæki á borð við Origo hafa nú þegar byrjað að nýta sér vettvanginn og sett inn skemmtilegt efni.

35893167_10214046377926956_1005607162895925248_n copy.jpg

Það er svo sannarlega óhætt að segja að það séu spennandi tímar framundan. Við hjá Sahara munum að minnsta kosti nýta okkur þennan skemmtilega miðil til hins ýtrasta!

 ARNAR GUNNARSSON Samfélagsmiðlafulltrúi

ARNAR GUNNARSSON
Samfélagsmiðlafulltrúi

 

Átta ástæður fyrir því að skrifa blogg

Í síðustu bloggfærslum höfum við hjá Sahara lagt mikinn fókus á nýjustu strauma og stefnur hjá Instagram, en nú er kominn tími til að fara aftur á upphafsreit og skrifa blogg um blogg. Einhverjir gætu spurt sig: Af hverju blogg? Í stað þess að láta hugann reika aftur til blog.central.is, skulum við einbeita okkur að kostunum við að deila áhugaverðu og skemmtilegu efni með fylgjendum. Blogg getur verið mjög öflugt markaðstól og hér höfum við tekið saman átta góðar ástæður fyrir því hvers vegna þitt fyrirtæki ætti að byrja strax í dag.

Google elskar blogg

Þegar bloggið þitt er tilbúið er það aðgengilegt á leitarvélum Google og Google hreinlega elskar blogg. Gott blogg ætti að innihalda svokölluð lykilorð sem tengjast rekstrinum eða þeirri þjónustu sem fyrirtækið býður upp á. Þegar viðskiptavinir leita að þessum orðum á Google þá er fyrirtækið þitt líklegra til þess að vera ofarlega í niðurstöðum leitarinnar eftir að bloggið er komið í loftið. Mikilvægt er að vera með vel skilgreindar fyrirsagnir og milli fyrirsagnir sem grípa leitarfyrirspurnir.

Nýir hugsanlegir viðskiptavinir

Með því að vera ofarlega á leitarvélum er líklegra að umferð yfir á heimasíðu fyrirtækisins aukist og jafnframt líkurnar á því að fá heimsókn frá nýjum viðskiptavini sem gæti haft áhuga á þeirri vöru eða þjónustu sem fyrirtækið þitt býður upp á.

Tækifæri á fjölbreyttri efnisdreifingu

Að skrifa blogg eins og þetta, gefur þér tækifæri að brjóta upp færsluna og deila henni á mismunandi vegu, til dæmis sem stakri færslu á Facebook eða sem myndbandi þar sem atriðin eru dregin fram með hlekk yfir á bloggið fyrir þá sem vilja fá dýpri skilning á viðfangsefninu, og svo mætti lengi telja. Ef vandað er til verka og bloggið hefur langan líftíma, þá má nýta efnið aftur og aftur á mismunandi hátt!

Meiri umferð yfir á heimasíðu                                               

Með því að deila bloggi á miðla eins og Facebook eða Instagram skapar þú umferð, hvort sem hún er náttúruleg eða kostuð, yfir á heimasíðu fyrirtækisins.

Allar líkur eru á að hver smellur á hlekk sem inniheldur áhugavert, fræðandi eða upplýsandi efni, muni kosta minna fyrir fyrirtækið en smellur á efni sem inniheldur bein söluskilaboð. Slík upplýsingagjöf stuðlar einnig að jákvæðri ímynd fylgjenda og eykur líkurnar á að viðtakandinn kynni sér vöruframboð eða þjónustu fyrirtækisins.

Gefur þér rödd

Bloggið gefur þér rödd, þú getur sagt frá með þínum orðum, komið ákveðnum skoðunum á framfæri eða vangaveltum. Með því verður upplifun þess sem les efnið frá þér persónulegri en ef um hefðbundna sölupósta væri að ræða.

Upplýsingabanki

Með blogginu getur þú svarað hugsanlegum spurningum viðskiptavina, en vinsælt er að vera með FAQ (Frequently asked questions) sem auka líkurnar á að viðskiptavinurinn finni upplýsingar sem svara spurningum hans á skemmri tíma. Bloggið getur einnig veitt viðskiptavini upplýsingar um vörur, nýjungar eða bara kynnst fyrirtækinu betur, sögu og árangur þess.

Að eilífu á leitarvélum

Viðskiptavinir geta fundið bloggin þín á leitarvélum löngu eftir að þau voru skrifuð, en þannig hjálpa bloggin þér að ná lengra í leitarvélabestun.

Ódýrt markaðstól

Að blogga kostar ekki krónu, en það kostar tíma (tími=peningar) Kannski er þá betra að segja að það að skrifa blogg sé ódýr en góð leið í stafrænni markaðssetningu til að miðla áhugaverðu efni - byrjaðu núna!


 SINDRI FREYR Samfélagsmiðlafulltrúi

SINDRI FREYR
Samfélagsmiðlafulltrúi

 

Instagram vinsældir Rúriks - Viðtal við Sigurð Svansson

sdfsdf.jpg

Vinsældir Rúriks Gíslasonar landsliðsmanns á Instagram hafa ekki farið framhjá neinum en frá því hann kom inn á sem varamaður fyrir Jóhann Berg í leik Íslands og Argentínu  þá má segja að Instagram aðgangur hans hafi farið á aðra hliðina! 

Á þeim 30 mínútum sem hann var inn á jukust fylgjendur hans úr 30.000 í um 207.000! Það verður að teljast nokkuð gott og höfum við sjaldan séð aðra eins aukningu á svo skömmum tíma. Þegar þessi færsla er skrifuð er Rúrik kominn með 428.000 fylgjendur og er orðinn langstærsti landsliðsmaður Íslands á Instagram.

Sigurður Svansson, Head of Digital hjá SAHARA var gestur í Síðdegisútvarpi Rásar 2 þar sem hann fór yfir fylgjendaaukninguna og hvaða tækifæri felast í því fyrir íþróttafólk að sinna samfélagsmiðlunum sínum vel. 

Stafrænt markaðsstarf hefur tekið út mikinn þroska

 Það fækkaði á tölvupóstlistum fyrirtækja vegna GDPR en skaðinn er takmarkaður.  Viðtal við Davíð Lúther, framkvæmdastjóra SAHARA - Morgunblaðið . 

Það fækkaði á tölvupóstlistum fyrirtækja vegna GDPR en skaðinn er takmarkaður. 
Viðtal við Davíð Lúther, framkvæmdastjóra SAHARA - Morgunblaðið

MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2018 

Eflaust kannast flestir lesendur við það að hafa fengið óvenju marga tölvupósta að undanförnu þar sem þeir eru beðnir um að samþykkja nýja notendaskilmála og staðfesta að þeir vilji áfram vera á póstlista sendandans. Ástæðan fyrir öllum þessum póstum er GDPR, nýja evrópska persónuverndarreglugerðin, og segir Davíð Lúther Sigurðarson að fyrirtæki sem hafa varið mörgum árum í að koma sér upp stórum netfangasöfnum standi núna frammi fyrir því að fréttabréf þeirra og auglýsingapóstar ná til mun smærri hóps. „Ég veit um eitt tilvik þar sem fyrirtæki var með rúmlega 10.000 tölvupósta á skrá hjá sér og notaði listann einu sinni í mánuði. Eftir að hafa beðið viðtakendur að gefa upplýst samþykki sitt minnkaði listinn um tvo þriðju.“

Davíð er meðstofnandi og framkvæmdastjóri stafrænu auglýsingastofunnar Sahara og segir hann að tjónið sé samt ekki eins mikið og gæti virst í fyrstu. „Staðreyndin er sú að þessi þriðjungur sem eftir situr er þá fólk sem hefur virkilegan áhuga á fyrirtækinu og vörum þess, og líklegt að þau viðskipti og þær tekjur sem mánaðarlegur tölvupóstur var að skila áður hafi komið frá þessum hópi, frekar en frá hinum sem hafa ákveðið að vera ekki lengur með.“

Sahara er ung auglýsingastofa en byggir á eldri grunni. Davíð setti Sahara á laggirnar árið 2016 með félögum sínum m.a. til að styðja við rekstur framleiðslufyrirtækisins Silent sem Davíð stofnaði með öðrum hópi fólks árið 2009. Silent og Sahara sameinuðust fyrr á þessu ári undir nafni þess síðarnefnda og býður í dag upp á heildstæðar lausnir á sviði stafrænnar markaðssetningar. 

Geta auglýst í öllum miðlum þegar vel árar 

Óhætt er að segja að stafrænt markaðsstarf íslenskra fyrirtækja hafi tekið út mikinn þroska á undanförnum árum. Greinileg breyting átti sér stað í hruninu þegar margir auglýsendur færðu sig frá hefðbundnum miðlum og út á netið þar sem þeir gátu fengið töluverðan sýnileika fyrir peninginn og bæði mælt og rakið árangur herferða sinna jafnóðum. Davíð segir að eftir því sem efnahagslífið hefur braggast hafi hefðbundnu miðlarnir fengið meira vægi, en þó ekki á kostnað stafrænu miðlanna.

„Auglýsendur sem áður þurftu að halda að sér höndum og höfðu jafnvel ekki bolmagn til að auglýsa í sjónvarpi, útvarpi eða í blöðunum eru núna duglegir að auglýsa í öllum tegundum miðla og hafa komið auga á að það er hægt að láta þessa ólíku miðla virka mjög vel saman.“

Aukið vægi stafrænnar markaðssetningar hefur þó þýtt að auglýsingar á netinu eru dýrari en þær voru áður fyrr. Fleiri vilja komast að og lögmál framboðs og eftirspurnar verður til þess að verðin hækka. Davíð segir verðin samt enn mjög hagstæð, og ódýrara að ná til íslenskra neytenda yfir netið en til neytenda í mörgum öðrum löndum. „Við höfum aðstoðað viðskiptavini okkar við herferðir erlendis og komumst m.a. að því að Stokkhólmur er mun dýrari markaður en Kaupmannahöfn fyrir Facebook-smelli, og Kaupmannahöfn dýrari en Reykjavík,“ útskýrir hann en bætir við að ákveðin leitarorð hafi hækkað í verði á íslenska markaðnum. „Auglýsingar fyrir ferðaþjónustu eru t.d. orðnar dýrari en auglýsingar fyrir aðrar vörur og þjónustu því að fleiri vilja komast að.“ 

Vettvangur sem breytist stöðugt 

Davíð segir að á sama tíma og íslenskt atvinnulíf hefur lært að nýta stafræna markaðssetningu þá hafi líka lærst hversu síkvikur stafræni heimurinn getur verið. Hann segir það hafa komið mörgum viðskiptavinum á Sahara á óvart hversu mikið má fá fyrir peninginn með vel heppnaðri markaðsherferð á netinu, en árangurinn fáist ekki nema með því að vera stöðugt á tánum. „Stórar breytingar í prent-, sjónvarps- og útvarpsauglýsingum gerast með mjög löngu millibili, og nýir miðlar koma ekki inn á markaðinn nema endrum og sinnum, en netið breytist frá einni viku til annarar. Sem dæmi þá hefur samfélagsmiðillinn Instagram verið að koma mjög sterkt inn á undanförnum tólf mánuðum og bætt við nýrri auglýsingaleið, „Instastory“. Þeir sem ekki vita af þessari þróun gætu verið að missa af góðu og ódýru auglýsingaplássi.“ 

Screen Shot 2018-06-11 at 20.15.54.png

F8 2018 - Spennandi nýjungar hjá Facebook, Instagram og WhatsApp

f1.jpg

Í dag, 1. maí hófst F8, hin árlega ráðstefna þróunarteymis Facebook. F8 hefur farið stækkandi með hverju árinu og margir fylgjast spenntir með hvaða nýjungar og breytingar verða kynntar til sögunnar. Á síðastliðnum árum hefur Facebook keypt fjölmörg fyrirtæki til að þróast sem hraðast (getið séð lista yfir öll fyrirtækin hér). Einna þekktust eru Instagram (keypt árið 2012), Whatsapp og Oculus VR (keypt 2014). Ráðstefnan í ár snerist einna helst um þessi fjögur fyrirtæki og áherslan var á öryggi, uppbyggingu samfélaga og tækniþróun.

FACEBOOK

Stefnumótaviðbót

Vissir þú að 1 af hverjum 3 hjónum í Bandaríkjunum kynntust á netinu? Helsta tilkynningin hjá Facebook í dag var án efa stefnumótaviðbótin sem á að koma á næstunni. Yfir 200 milljón einstaklingar eru skráðir einhleypir á Facebook og einna mest umbeðna viðbótin hefur verið að auðvelda fólki að kynnast og stofna til sambanda.

Viðbótin verður valkvæð og aðeins þeir sem eru skráðir í viðbótina fá að sjá aðra sem eru skráðir. Efst í hægra horni prófíls mun sjást hjarta sem hægt er að smella á til að fara á stefnumótasíðuna. Þar er annar prófíll sem við komandi hefur sett upp, sem er ekki svo ósvipaður Tinder-prófíl. Helstu upplýsingar birtast en þó aðeins eiginnafn og það sem fólk vill að sjáist um sig. Vinir munu ekki koma upp í stefnumótaviðbótinni og upplýsingar frá viðbótinni munu hvergi koma upp í fréttaveitunni.

Í viðbótinni er hægt að skoða nálæga viðburði og hópa tengdum áhugamálum. Ef maður hefur áhuga á viðburði eða hóp getur maður opnað hann og séð þá aðila sem eru skráðir í stefnumótaappið og hafa einnig áhuga á þeim viðburðum eða hópum. Hægt er að stofna til samtals við aðila sem manni líst vel á en samskiptin eru þá í nýjum „Messenger“ tengdum stefnumótaviðbótinni og er ótengdur Facebook Messenger.

hjarta-dating.png

Hægt að kjósa athugasemdir upp og niður

Facebook ætlar að bregðast við fúleggjunum í athugasemdakerfinu með upp-og-niður kosningakerfi. Nú verður hægt að gefa athugasemd stig upp ef fólki finnst það málefnalegt og niður ef það er óáhugavert eða leiðinlegt. Þannig munu athugasemdirnar raðast upp eftir atkvæðum, svipað og Reddit er með.

Hópar og söluvettvangur Eflaust höfum við öll fengið upp pínlegar færslur úr fortíðinni sem sýna okkur hvað notkun Facebook hefur breyst í gegnum árin. Umræðan hefur færst á hópa og fólk farið að nýta söluhópa gríðarlega mikið.

Þróunarteymi Facebook áttar sig á þessu og leggur því áherslu á að gera stjórnendum hópa auðveldara fyrir að hafa umsjón með þeim. Notendum verður líka gert auðveldara fyrir að finna hópa sem passa við þeirra áhugamál eða fara í sína hópa með nýjum „Groups-tab“. Facebook mun bjóða upp á „join-group“ hnapp sem t.d. er hægt er að setja á vefi eða í e-mail.

Watch-partý

Video hafa gríðarlega mikið vægi á Facebook og hefur þróunarteymi unnið að því að gera ýmsar viðbætur í kringum þau til að fá meiri þátttöku áhorfenda. Til dæmis verður hægt að bjóða vinum í „watch-party“ þar sem notendur geta boðið vinum sínum að horfa á video á sama tíma og þeir og spjalla um efnið á meðan. Þetta er svipað og er nú í boði á LIVE-videoum en nú er hægt að takmarka hverjum maður býður að horfa með sér.

watch-party.png

Öryggi

Facebook rak sig illa á í gagnaöryggi fyrr á árinu þegar upp komst að forrit frá þriðja aðila hafði safnað saman upplýsingum um notendur og selt þær áfram. Til að bregðast við þessu hefur Facebook takmarkað aðgang að upplýsingum sem hönnuðir appa fá aðgang að. Einnig hefur Facebook ráðið sjálfstætt starfandi kóða-endurskoðendur til að rannsaka hvert einasta app sem hefur haft aðgang að miklum upplýsingum um notendur.

Margir hafa líka fengið upp áminningu í Facebook-appinu til að skoða „app settings“ og takmarka þannig aðgang ýmissa appa sem fólk hefur samþykkt að tengjast í fortíðinni.

Breyttur veruleiki - AR

Breyttur veruleiki eða Augmented Reality (AR) varð rosalega vinsæll með tilkomu Snapchat. Í kjölfarið tóku fleiri samfélagsmiðlar upp á að bjóða alls kyns filtera og fígúrur sem virðast birtast í þínu eigin umhverfi.

Facebook, Instagram og Whatsapp munu öll leggja meiri áherslu á AR, bjóða upp á fleiri filtera, bjóða notendum að búa til sína eigin filtera og einnig bjóða fyrirtækjum að nýta þetta í auglýsingaskyni. Til dæmis gætu fyrirtæki búið til filter í kringum viðburð og látið eitthvað tengt honum gerast í umhverfinu þegar fólk notar myndavélina með þeim filter. Svo yrði hægt að smella á hlutinn sem birtist og þá myndi appið færa mann yfir á upplýsinga- eða sölusíðu tengt hlutnum.

Facebook, Whatsapp og Instagram munu bjóða upp á hópspjall og í því mun einnig vera hægt að nota filtera.

AR.png

Stories

Stories eru stutt video sem lifa í 24 tíma og verða sívinsælli á Facebook, Instagram og Whatsapp (ótrúlegt en satt þá er þetta mest notað á Whatsapp í heiminum). Nú munu miðlarnir auðvelda deilingu efnis frá þriðja aðila (t.d. Spotify) beint í stories.

MESSENGER

Gjörbreytt hönnun

Á næstu misserum mun skilaboðaforrit Facebook, Messenger, breytast mikið í útliti. Markmiðið er að einfalda hönnunina, gera forritið hraðara og „stories“ meira áberandi.

stories.png

Breyttur veruleiki (AR) í videospjalli

Vinsældir filtera hafa sprungið í kjölfar Snapchat og því munu Messenger bjóða upp á ýmsa filtera í videospjalli, hvort sem það er við einn einstakling eða í hópspjalli.

Greiðslur í gegnum messenger

Í sumum löndum (t.d. Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi) er nú þegar boðið upp á greiðslur til félaga í gegnum Messenger, svokallaðar Peer-to-peer greiðslur. Það hefur gengið mjög vel og mun eflaust breiðast til fleiri landa áður en langt um líður.

Myndir í hærri upplausn (4K), 360° myndir og betri upplausn

Notendur hafa mikið óskað eftir að geta sent meira hágæðaefni í gegnum Messenger, eins og 4K myndir, video í betri upplausn og 360° myndir. Nú er teymið sem þróar Messenger að bregðast við því og verður það hægt á næstunni.

Þjónustuspjall fyrir fyrirtæki

Fyrirtæki hafa tekið eftir mikilli aukningu á að viðskiptavinir hafi samband í gegnum Messenger og nú býður Messenger upp á að hafa hnapp á vefsíðum þar sem notendur geta fengið samband við starfsmann eða bot („vélmenni“ – fyrirfram ákveðin svör fyrirtækisins) og fylgt því síðan eftir í gegnum Facebook-síðuna sína. Áhugavert er að tekið var fram að í fyrra voru 100.000 „bottar“ í gangi á Facebook-messenger fyrirtækja en í ár eru þau orðin 300.000.

INSTAGRAM

Instagram hefur tekið verulegum breytingum frá því að Facebook keypti fyrirtækið árið 2014, enda hafa vinsældir þess einnig aukist til muna.

Helstu breytingar sem voru tilkynntar í dag eru eftirfarandi:

Eineltis-filter í athugasemdakerfi. Nú munu athugasemdir sem innihalda móðgandi og leiðinleg orð eða blótsyrði vera síuð út og ekki sýnileg almennum notanda. Instagram kallar þetta „bully-filter“ enda á samfélagsmiðillinn ekki að vera vettvangur leiðinda eða eineltis.

Ný hönnun á Explore mun auðvelda notendum að finna myndir og efni sem þeir hafa áhuga á.

explore.png

Hópa- og video spjall mun verða möguleiki á Instagram þar sem fólk mun geta spjallað í gegnum video í hópum og jafnvel nýtt filtera í því (AR).

Meiri áhersla á breyttan veruleika eða augmented reality. Nú geta notendur búið til sína eigin filtera í stories og videoum og boðið fylgjendum að nota þá líka.

SÝNDARVERULEIKI / VIRTUAL REALITY

Mark Zuckerberg virðist viss um að sýndarveruleikinn sé framtíðin, enda keypti hann fyrirtækið Oculus VR til að þróa samhliða samfélagsmiðlunum. Í dag komu á markaðinn þráðlaus Oculus Go sýndarveruleikagleraugu sem eru mun ódýrari en aðrar týpur og innihalda ýmis innbyggð öpp. Við hlökkum til að fylgjast með hvernig þeim verður tekið og hvort framtíð samfélagsmiðla liggi í sýndarveruleika.

ANDREA BJÖRNSDÓTTIR
Samfélagsmiðla Sérfræðingur - SAHARA