Taka mynd, filtera, velja hashtag, deila, við þekkjum þetta öll. Opinber hashtögg fyrir viðburði eru ekkert ný af nálinni enda er mikið lagt uppúr því að gestir og þátttakendur viðburða deili upplifun sinni með öðrum. Samfélagsmiðlaveggir eru til að mynda ein góð leið til taka saman og birta allt það efni sem fer á netið á skemmtilegan hátt.

SAHARA sá um samfélagsmiðlavegg fyrir SENU LIVE vegna Justin Bieber tónleikanna í Kórnum 8.-9. september 2016. Veggurinn var aðgengilegur öllum á netinu, auk þess sem settir voru upp 20 skjáir í Kórnum þar sem gestir gátu séð í rauntíma nýjustu myndirnar birtast.

Í kringum svona stóra viðburði er mjög mikilvægt að hafa fulla stjórn á því efni sem flæðir inn frá gestum til að koma í veg fyrir að óviðeigandi póstar fái tækifæri á að birtast. Með öðrum orðum, ritskoðun er gríðarlega mikilvæg til að vernda þá sem fylgjast með veggnum gagnvart óviðeigandi efni og einnig til að verja ímynd vörumerkisins eða þess viðburðar sem um ræðir. Í þessu verkefni var passað einstaklega vel uppá það og sáu starfsmenn SAHARA um að vakta og handvelja allt það efni sem fór inn á vegginn, hvort sem það var af Instagram, Facebook eða Twitter.

Tónleikarnir tveir voru nokkuð jafnir hvað varðar deilingu á efni en ákveðið var að velja besta efnið hverju sinni og voru um 600 póstar birtir á hvoru kvöldinu fyrir sig.

Með vöktuninni fengu starfsmenn SAHARA góða innsýn inn í það hverskonar efni gestir voru að deila og kom það ekki á óvart að myndbönd voru töluvert fjölmennari í kringum þessa tónleika heldur en ljósmyndir.

Langtímaáhrifin eru einnig áhugaverð. Þátttakendur voru ekki bara að deila efni á meðan viðburðinum stóð heldur kom skemmtilega á óvart að verið var að deila efni löngu eftir tónleikana. Þó að deilingum fækkaði vissulega þá var stöðugt flæði af ljósmyndum og myndböndum að koma inn á #JBICELAND hashtagið 3-5 dögum eftir viðburðinn þar sem gestir voru að deila upplifun sinni af tónleikunum.

Það fer ekki á milli mála að samfélagsmiðlaveggir eru frábær leið til að fanga og safna saman upplifun gesta á einn stað og gildir einu hvort um stóran viðburð eða minni tilefni er að ræða. Með því að virkja hashtag, þá eykur þú ekki einungis vitund og sýnileika á þínum viðburði heldur er upplifun gesta teygð langt umfram viðburðinn sjálfan. 

Bókaðu fund með SAHARA ef þig vantar samfélagsmiðlavegg fyrir þinn viðburð.