Það hlaut að koma að því að Facebook myndi betrumbæta viðburðar eiginleikann hjá sér. Þeir kynntu til leiks nýtt app sem mun eingöngu vera tileinkað viðburðum og miðað við fyrstu kynni þá lítur þetta nokkuð vel út. 

Í raun er þetta ekki neinar stórkostlegar breytingar heldur frekar praktískt, fyrir utan það að núna þarf maður ekki að nálgast þessar upplýsingar í gegnum Facebook appið sem vill oft verða full noisy.  Þetta mun vonandi koma í veg fyrir að maður missi af þeim viðburðum sem maður hefur sérstaklega mikinn áhuga að mæta á auk þess sem þetta mun vera þæginlegt á ferðalögum þar sem maður getur sett inn staðsetninguna sína og fundið áhugaverða viðburði í grendinni. 

Íslendingar þurfa að bíða eftir að fá tækifæri til að prófa nýja appið, en eins og er þá er það eingöngu aðgengilegt í gegnum US App Store. Við verðum því að láta kynningarmyndbandið duga í bili.