Óhætt er að segja að Facebook Live útsendingar hafa verið að slá í gegn í samfélagsmiðlanotkun fyrirtækja, bæði hérlendis og erlendis, enda frábær leið til að miðla upplýsingum um fyrirtæki, vörur þess eða viðburði á þeirra vegum. Á mjög skömmum tíma hafa útsendingarnar þróast úr því að vera nokkuð einfaldar í takt við þá valmöguleika og þekkingu sem í boði var í upphafi, yfir í nokkuð þróaðar útfærslur sem farnar eru að líkjast sjónvarpsútsendingum, þó vissulega hafa gæði og tækni ekki alveg skilað Facebook Live útsendingum alla leið á þann stall. 

Í dag eru fyrirtæki farin að geta merkt útsendingarnar vörumerkjum sínum með sterkum og áberandi hætti, auk þess sem vera með tvö til þrjú sjónarhorn frá útsendingunni og hefur SAHARA komið að nokkrum slíkum útsendingum. Verkefnin eru eins misjöfn og þau eru mörg og má þar t.d. nefna matreiðsluþátt með Evu Laufey í beinni frá Hagkaup í Smáralind, ráðstefnu með TM Software og útsendingu frá tónleikum með fjórum sjónarhornum. 

Aðrir hafa verið að nýta sér Live útsendingar til að senda eingöngu hljóðupptökur og hafa það notast við fasta mynd til að fá meiri dreifingu á efninu auk þess að fá tækifæri að tala við aðdáendur í rauntíma. Í dag sendi Facebook frá sér tilkynningu um að fyrirtækið ætli að opna fyrir möguleika á að LIVE Audio sem mun þá koma til móts við þá einstaklinga og fyrirtæki sem hafa verið að nýta sér Facebook LIVE með þeim hætti sem nefnd eru hér að ofan. 

Facebook er núna með þessa lausn í prufufasa og mun byrja að prófa hana með fyrirtækjum eins og BBC World Service, LBC, Harper Collins, rithöfundinum Adam Grant og Britt Bennett. Það sem þessi lausn hefur framyfir t.d. að halda sér við Facebook LIVE er að LIVE Audio mun geta keyrt sig á lakari tengingu þannig að hætta á að missa samband er minni, sem er mikill kostur. 

Það er því ekki ólíklegt að við munum sjá hlaðvörp eins og hjá Kjarnanum og Viskapvarpinu færast út í LIVE Audio þegar varan verður aðgengileg öllum en áætlað er prufufasa verði lokið fyrripart næsta árs og bíðum við hjá SAHARA spennt eftir að sjá fyrstu útsendingarnar birtast bæði hér á landi og erlendis.