Instagram þarf vart að kynna, enda mjög vinsæll samfélagsmiðill. Samkvæmt skoðunarkönnun Gallup sem gerð var fyrr á þessu ári kom í ljós að 40% íslendinga, 18 ára og eldri nýta sér þennan samfélagsmiðil. 

Undanfarið hefur Instagram bætt við sig ýmsum spennandi nýjungum, sem notendur ættu að hafa tekið eftir. Nýjasta frá þeim er Instagram Story sem minnir mikið á virkni Snapchat. Það gefur notendum tækifæri til að deila daglegum viðburðum úr lífi sínu með 20 sek innslagi (vs 10 sek hjá Snapchat) sem endist einungis í 24 tíma. Þannig er hægt að deila meira efni án þess að það skemmi heildarmyndina. Instagram Story gefur skemmtilegt innlit inn í atburði eða líf fólks og hægt er að gera það enn skemmtilegra með að bæta inn textum og öðru sem passar við. Að sólahring liðnum hverfur síðan öll sagan og birtist hún ekki framar á síðunni. 
 
Síðan Facebook keypti Instagram árið 2012 hafa þeir lagt mikla vinnu í að betrumbæta miðilinn og má þar einna helst nefna fyrirtækjaviðbótina þar sem maður getur nú kostað færslurnar. Einnig hafa þeir verið með minni uppfærslur, auk þess að hafa nýverið kynnt eiginleika eins og boomerang og tögg í Instagram Story. Auk þess að vera með í test fasa LIVE útsendingar og hlekki í færslur, en fram að þessu hafa einstaklingar og fyrirtæki alltaf þurft að benda á “bio” linkinn. 

BOOMERANG

Boomerang er sérstök aðferð þar sem sería af myndum er smellt af viðfangsefninu. Forritið tekur svo allar myndirnar og splæsir þeim saman í stutt myndskeið sem spilar þær fram og tilbaka og gefur þeim þannig “boomerang” áhrif. Þessi stuttu myndskeið geta breytt daglegum augnablikum í eitthvað skemmtilegt og óvenjulegt. 

TÖGG Í INSTAGRAM STORY 

Nú hafa notendur tækifæri á því að merkja (“tagga”) vini sína eða fyrirtæki í Instagram Story. Þetta er virkni sem margir eiga eftir að nýta sér við að auglýsa aðra aðganga en sinn eigin. Að tagga notendur í sögu er sama aðferð og er gerð þegar verið er að tagga í yfirskrift eða í athugasemdum. Aðferðin við að ná því fram er að nota "@" merkið og síðan notendanafn aðilans sem á að merkja. Notendanafn þeirra mun þá birtast undirstrikað í sögunni og þegar ýtt er á nafnið birtist prófíll viðkomandi. 

HLEKKIR

Loksins styttist í að Instagram gefi út virkni sem margir hafa beðið eftir sem er að geta sett inn hlekki. Til að byrja með verður þetta einungis hægt í Instagram Story sem gefur notendum tækifæri til að auglýsa vefsíður. Þetta á eftir að koma sér vel fyrir aðganga sem vilja auglýsa nýjustu vörurnar sínar, tónlistarfólk sem vill auglýsa tónlist sína og bloggara sem vilja vekja athygli á nýjustu færslu sinni.

Untitled design (6).png