Fyrr á þessu ári kynnti Facebook til leiks nýja þjónustu sem ber nafnið Facebook Live. Þessi nýja þjónusta gerir fyrirtækjum og einstaklingum kleift að senda frá sér efni í beinni útsendingu í gegnum farsímann sinn á einfaldan hátt.

Þjónustan hefur notið mikilla vinsælda og hafa mörg af þekktustu vörumerkjum heims byrjað að nýta sér þessa þjónustu. Það er ekki að ástæðulausu, enda er Facebook Live frábær leið til að kynna fyrirtækið/vörumerkið og stofna til náinna og raunverulegra tengsla við viðskiptavini.

Hægt er að nýta þessa þjónustu á marga vegu, en við höfum listað upp nokkur dæmi sem þú getur nýtt fyrir þitt fyrirtæki.

BAKVIÐ TJÖLDIN

Facebook Live er frábær leið til að sýna viðskiptavinum og fylgjendum hvað gerist á bakvið tjöldin hjá fyrirtækinu. Fyrirtæki gefst þarna tækifæri að sýna ákveðinn hluta fyrirtækisins sem viðskiptavinir gætu haft sérstakan áhuga á.

Dunkin‘ Donuts hafa til að mynda nálgast Live útsendingar á þennan hátt með góðum árangri eins og sjá má hér.

KYNNING Á VIÐBURÐUM

Ef þú ert að fara kynna viðburð á vegum fyrirtækisins þá er Facebook Live skemmtileg leið til að taka kynninguna á næsta stig og gera hana persónulegri. Gott er að hafa í huga að hafa allar upplýsingar tengdum viðburðinum í yfirskriftinni eða í fyrsta kommenti á útsendingunni þannig áhugasamir geti á auðveldan hátt skráð sig eða keypt miða.

KYNNING Á VÖRUFRAMBOÐI

Ef fyrirtækið er að taka við nýjum vörum eða langar að kynna núverandi vörur betur, þá er Facebook Live einföld leið til að opna á samtal við viðskiptavini um vöruna. Viðskiptavinum gefst þá kostur að senda inn spurningar sem tengjast vörunni sem hægt er að svara í beinni útsendingu eða eftirá.

BEINAR ÚTSENDINGAR FRÁ VIÐBURÐUM

Mörg fyrirtæki á Íslandi bjóða uppá fyrirlestra um hin ýmsu málefni og geta þau núna nýtt sér Facebook Live sem leið til að gefa fleirum tækifæri á að taka þátt í umræðunni í kringum fyrirlesturinn. Það þekkist vel að hægt er að senda inn spurningar í gegnum hastag (#) en núna geta þeir sem ekki komast horft á beina útsendingu að heiman, en samt tekið virkan þátt. 

Eins og þið sjáið þá eru tækifærin nokkur og er þetta alls ekki tæmandi listi. Með því að hugsa aðeins út fyrir boxið þá er hægt að finna allskonar nýjar leiðir til að nýta sér Facebook Live.

Ein best heppnaða Live útsending sem SAHARA hefur farið í var til dæmis í kringum Justin Bieber tónleikana þegar við opnuðum á samtal við aðdáendur poppstjörnunnar. Í boði voru tveir miðar á tónleikana, en eina sem áhorfendur þurftu að gera til að eiga möguleika að fá miðana var að skilja eftir athugasemd með staðsetningu sem við áttum að koma með miðana.

Útsendingin stóð yfir í 36 mínútur og má segja að hún hafi slegið í gegn, en um 3.100 athugasemdir voru sendar inn og heildaráhorf fór yfir 20.000. Útsendinguna má finna hér á Facebook síðu Senu Live.

Ef að þú hefur áhuga að fræðast frekar um Facebook Live og hvernig þjónustan getur nýst þínu fyrirtæki þá ekki hika við að senda okkur línu, en SAHARA bíður uppá almenna ráðgjöf og hugmyndavinnu í kringum þessa spennandi lausn.

Viltu kynnast okkur betur? Kíktu á heimasíðu SAHARA og kynntu þér þá þjónustu sem við bjóðum uppá eða sendu okkur línu á SAHARA@SAHARA.is.