Sögusagnirnar eru sannar, en í morgun kynnti forstjóri SNAPCHAT Evan Spigel að fyrirtækið muni hefja sölu á "115° Video Sharing Sunglasses" seinna í haust. Sólgleraugun munu vera með innbyggðri myndavél sem mun gera notendum kleift að deila 10 sek myndböndum beint í minningar (e.memories) hlutann á SNAPCHAT. 

Þar sem sólgleraugun bjóða uppá 115° upptöku, þá er hægt að skoða myndskeiðin lárrétt og lóðrétt. 

Sólgleraugun munu kosta í kringum 130 dollara eða um 15.000 krónur. Það eru því eflaust margir SNAPCHAT notendur sem munu stökkva til og fjárfesta í þessari skemmtilegu vöru þegar hún fer formlega í sölu.

Til að byrja með mun fyrirtækið aðeins hefja sölu á takmörkuðu upplagi til að fá tilfinningu fyrir vörunni og hvort að þetta sé eitthvað sem notendur munu líka við, en við hjá SAHARA reiknum fastlega með því að þessi vara eigi eftir að slá í gegn hjá virkustu notendum SNAPCHAT hérna heima og þeir verði farnir að fanga skemmtileg móment í kringum skíðaferðirnar, útihátiðirnar, tónleikana og svo lengi mætti telja.

Hér fyrir neðan má svo sjá myndband sem SNAPCHAT sendi frá sér rétt í þessu þar sem þeir kynna nýju vöruna til leiks.  

Viltu kynnast okkur betur? Kíktu á heimasíðu SAHARA og kynntu þér þá þjónustu sem við bjóðum uppá eða sendu okkur línu, við erum alltaf til í að kíkja í kaffi.