Það hefur ekki farið framhjá neinum sem hafa lesið færslurnar okkar eða fylgst með okkur á samfélagsmiðlum að við erum einstaklega spennt fyrir nær öllu sem tengist LIVE útsendingum á Facebook. Eins og við fjölluðum um í nýársspánni þá hefur Facebook LIVE verið að njóta aukinna vinsælda og hafa fyrirtækin verið að nýta sér þessa þjónustu á mjög mismunandi hátt. 

Ein útfærslan er nokkuð skemmtileg og sást fyrst í kringum bandarísku forsetakosningarnar þegar Facebook síður fóru að birta kannanir um hvort fólk myndi vera líklegra til að kjósa, Trump eða Hillary í formi LIVE útsendingar þar sem talningin kom upp í útsendinguna í rauntíma. 

Ástæðan af hverju þessi leið er farin er einföld!

  1. Facebook hefur lagt mikla áherslu að kynna LIVE útsendingar sem skilar sér í aukinni dreifingu til notenda Facebook. Þetta verður ekki alltaf svona, þannig núna eru fyrirtæki að nýta sér þetta í auknum mæli til að fá meiri dreifingu fyrir minni kostun (e.boost). 

  2. Rauntalning tekur könnunina á næsta plan, þar sem fólk getur fylgst með í rauntíma, í stað þess að niðurstöður séu kynntar eftirá, ef um venjulega mynd væri að ræða. 

Við hjá SAHARA höfum nú tekið að okkur að setja upp nokkrar svona kannanir með einstaklega góðum árangri. Má þar nefna útsendingar eins "Hvaða Milka súkkulaði er þitt uppáhalds" sem við gerðum með INNNES og svo "Ertu klaufi eða klár" með BYKO

Báðar útsendingarnar heppnuðustu mjög vel og var þáttakan mun meiri en við þorðum að vona. Einnig var dreifing á efninu góð, bæði á meðan á útsendingu stóð og eftirá. 

Við munum halda uppteknum hætti og munum spyrja íslensku þjóðina allskonar skemmtilegra spurninga á næstu vikum, þannig ef þitt fyrirtæki hefur áhuga að nýta sér þessa skemmtilegu framsetningu, ekki hika við að hafa samband.