instagram.jpg

Eins og við höfum fjallað um í síðustu færslum okkar þá hefur fólkið á bak við Instagram verið duglegt að bæta við spennandi nýjungum og með því haldið ótrauðir áfram að styrkja miðilinn.. Þessa breytingar hafa auðvitað verið misnytsamlegar fyrir notendur, en nýjasta frá þeim er svo kallað “Instagram Poll”, eða Instagram könnun sem er nú aðgengileg í gegnum Instagram Story,

Notendur hafa möguleika á að deila myndbandi eða mynd sem varpar fram spurningu. Þar næst eru tvö mismunandi svör í boði sem notendur geta kosið um. Niðurstöðurnar eru svo sýnilegar þeim sem deilir spurningunni og þeim sem taka þátt í rauntíma.

En hér má til að mynda sjá útfærslu á þessari nýjung:

03-instagram-poll-sticker.nocrop.w710.h2147483647.jpg

Uppfærslan er orðin aðgengileg öllum og erum við nú þegar farin að sjá skemmtilega notkun á þessari viðbót. Ert þú búin(n) að prófa?