0d7aa10a8ee169fd7997bac6c8c79a59-1000x563-n3n9trfc7x8cratfoe0wvpreowcadxusoolerixwce.jpg

Það hefur varla farið framhjá neinum hvað tæknin þróast ört og gefur hún aðeins í með tilkomu fleiri keppinauta á samfélagsmiðlum. Ýmsir hafa ábyggilega velt því fyrir sér í einhvern tíma um hvort eða hvenær „Facebook-bólan“ til dæmis springi. Nýjustu upplýsingar og stefnur gefa það hins vegar í skyn að svo sé fjarri því að verða að veruleika.

Facebook er enn í rauninni bara að byrja.

Fyrir tíu árum síðan sagði samfélagsmiðlakóngurinn Mark Zuckerberg opinberlega að internetið væri eingöngu í textaformi, síðan þróaðist allt yfir í ljósmyndir sem helsti tjáskiptamátinn og svo eftir það (live) vídeó, sem hafa mikið aðstoðað með að deila tilfinningum okkar, fanga þær og færa framtíðina í rétt form.

En Zuckerberg horfir nú fram á við næstu tíu árin, eins og kom fram þegar hann var með sérstakan "spurt-og-svarað" lið á Facebook fyrir skömmu. „Stóra spurningin sem við verðum að spyrja er þessi: eru vídeó í rauninni endastöðin?" spyr hann. "Fyrir mér er Virtual Reality (VR) tæknin svolítið það sem þetta snýst um“, að skapa tilfinningu eins og þú sért raunverulega staddur á svæðinu með einhverjum, þó fleiri þúsund kílómetrar gætu verið að skilja ykkur að.

Snjallgleraugu verða að sjálfsögðum hlut

Það verður kannski ekki stærsta tískan árið 2018 en VR tæknin verður gríðarstór fyrr en varir. Snapchat er um þessar mundir að vinna í því að innleiða VR og hafa verið að taka stór skref í þessari þróun núna að undanförnu. Þetta verður allt gert með innleiðingu svokallaðra snjallgleraugna, sem mun yfirtaka samfélagsmiðlaöldina eins og við þekkjum hana.

Eina hemlunin hjá VR tækninni í dag er einfaldlega verðið, en eins og ávallt gerist er það aðeins tímaspursmál um hvenær tæknin verður aðgengileg öllum – og hagstæðari þar að auki. Zuckerberg sér fyrir sér framtíð sem er heltekin af sýndarveruleika á samfélagsmiðlum. Þinn „staðgengill“ (þ.e.a.s. „avatar“) getur verið sérsniðinn að vild og eftir þínum prófíl. Hægt er að upplifa viðburði á glænýjan hátt; ferðast, skoða túristastaðina sem lengi hefur verið á planinu eða skoðað hús vinar þíns í Danmörku – allt án þess að yfirgefa stofuna heima.

Í apríl á þessu ári sagði hann að við værum enn fimm árum frá almennilegri notkun snjallgleraugna, en bætti hann við að “Augmented Reality” (AR) muni aukast stórlega í bráð; tækni sem vefur saman staðsetningu og alls konar valmyndamöguleika, svokallaðar "vídeó-grímur”.

Hægt verður að millifæra í gegnum Messenger

Spjallforrit eins og Messenger verða með öðruvísi sniði á næstunni, og fljótlega verður hægt að kveðja tímana þar sem öll helstu helstu hversdagslegheitin verða framkvæmd í mismunandi vöfrum, t.a.m. milliærsla, þegar þetta verður allt aðgengilegt á Facebook. eCommerce mun leyfa þér að millifæra samstundis á hvaða einstakling sem er á vinalistanum þínum.

Þetta mun vissulega þýða að einkalíf fólks verður meira undir smásjánni og mun sjálfsagt einhverjum þykja það fráhrindandi. Þetta gæti tekið “Bot” samskipti á allt annað stig. 

Fyrirtæki þurfa að hugsa meira út fyrir rammann

Fyrirtæki eru meira og meira farin að gera sér grein fyrir rírnandi notagildi pappírsins í auglýsingum og stefna flestir á netið. Þetta eru svosem engar nýjar fréttir en „organic reach“ hefur líka farið minnkandi í kostunarherferðum og stöðluðum leiðum til þess að vekja athygli á gefnum Facebook-síðum, sem þýðir að það er ekki lengur nein „ein“ leið til þess að gera eitthvað rétt, þó margar leiðir séu til að fara rangt að. Það er vert til umhugsunar.

Aukin samkeppni þýðir þá að sjálfsögðu líka að herferðir sem þykja líklegar til sigurs í dag geta orðið úreltar á morgun, en á sama tíma greiðir þetta leiðina fyrir hugmyndaríkari úrvinnslu. 

Frumlegt efni skarar nær undantekningalaust alltaf fram úr og SAHARA gætir þess sérstaklega að vera með puttann á púlsinum, til þess að vera samstíga við netheima og miðla í sífelldri þróun. Við bíðum spennt eftir að sjá og heyra meira úr herbúðum Facebook og hvernig einstaklingar bregðast við þessum nýjungum.