Markaðssetning í gegnum tölvupósta sem og samfélagsmiðla eru tvær vinsælar leiðir þegar það kemur að markaðssetningu í nútímasamfélagi, þó fyrirtæki hafi almennt meiri reynslu af markaðssetningu í gegnum tölvupósta. 

Tölvupóstar og samfélagsmiðlar eru tvö ólík fyrirbæri en gætu hinsvegar þjónað mismunandi tilgangi í stefnu markaðsmála. Að því sögðu er ekki nauðsynlegt að velja aðeins aðra leiðina. Hvor leiðin hefur sína kosti og ætti að vera notuð í samvinnu við hvor aðra. Hér að neðan munum við draga þetta saman. 

MARKAÐSSETNING | TÖLVUPÓSTUR

Það hefur verið í umræðunni að tölvupósturinn sé að deyja út, en allt virðist fyrir ekki. Tölvupósturinn spilar ennþá stórt hlutverk í markaðsmálum fyrirtækja og það stefnir ekki í að henni verði skipt út.

En líkt og með önnur markaðsskilaboð sem fyrirtækja senda frá sér, þá er mikilvægt að þau nái til rétt markhóps, en allt of mörg fyrirtæki nýta sér tölvupóstsendingar með þeim hætti að senda sömu skilaboðin á allt mengið sitt. Hver kannast ekki við að hafa skráð sig á tölvupóstlista hjá ferðaþjónustufyrirtæki og í kjölfarið farið að fá tilboð um golfferðir, þótt að þú hafir aldrei snert golfkylfu á ævinni! 

Að senda sömu skilaboð á alla getur orðið til þess að einstaklingar sem gætu raunverulega haft áhuga á því sem þú ert að senda hætti að opna póstana eða fari almennt að hunsa þá. Flokkun í markhópa skiptir því miklu máli þegar kemur að tölvupóstsendingum eins og öðrum markaðsskilaboðum.

Nokkur íslensk fyrirtæki hafa ákveðið að nýta sér möguleika til fulls varðandi markhópagreiningar. Það hefur gefið þeim aukna vitneskju um sína viðskiptavini. Þar með geta þau flokkað í hópa hvaða vörur fólk hefur verið að versla sér, hvaða kyn um ræðir og aldur og búsetu. Í framhaldi af því geta þau metið hvaða framtíðarvörur þeir markhópar gætu haft áhuga á. 

Fyrirtæki þurfa einnig að meta hvenær er rétta tímasetningin að senda út tölvupóst til fólks svo að þau séu líklegri til að lesa tölvupóstinn, smella á linkinn og kaupa vöruna. Ef tímasetningin er röng ólíklegra að viðskiptavinirnir versli vöruna. Samkvæmt mælingum frá Zenter þá flokkast tímasetningarnar 09:15 og 13.15 á virkum dögum og laugardagsmorgnar sem hentugur tími í tölvupóstsendingar.  

MARKAÐSSETNING | SAMFÉLAGSMIÐLAR

Samfélagsmiðlar eru orðnir að menningarlegu fyrirbæri og orðnir nauðsynlegir í markaðssetningu fyrirtækja. Samfélagsmiðlar eru ávallt að þróast og bjóða upp á nýja möguleika í markaðssetningu og hafa á skömmum tíma orðið mikilvægt tól. Vinsælustu miðlarnir í dag eru líklegast FacebookInstagram og Snapchat þar sem hver miðill hefur sína styrkleika. Með þeim hafa aukin tækifæri skapast til að búa til lifandi og skemmtilegt efni sem fær góða dreifingu og nær til flestra aldurshópa. 

Samfélagsmiðlar astoða við að auka vörumerkjavitund (e: brand awareness) á hátt sem hefur ekki staðið til boða áður fyrr. Fyrirtæki geta sett inn blogg, stöðuuppfærslur, myndbönd og ljósmyndir sem síðan er deilt áfram. Markaðssetning í gegnum samfélagsmiðla hefur almennt mælst með hærri svörunarhlutfall en í gegnum tölvupósta. 

Samfélagsmiðlarnir bjóða einnig upp á möguleikana að auka umferð inná heimasíðu fyrirtækis sem leiðir til fleiri viðskipta. Annar kostur er að samfélagsmiðlarnir eru ókeypis en þó með auka möguleika á að kosta færslur til að trygga betri dreifingu. 

Líkt og með forvinnuna sem við fjöllum um hér að ofan með því að flokka tölvupóstlistann í mismunandi markhópa, þá á það sama við um þegar kemur að því að markaðssetja í gegnum samfélagsmiðla. Facebook býður uppá mjög spennandi möguleika að setja saman mismunandi markhópa, bæði út frá notendaupplýsingum frá Facebook auk þess að nýta þau gögn sem fyrirtæki sitja sum hver á, eins og netföng og símanúmer sem hægt er að para við Facebook gagnagrunninn. Vinnan sem fyrirtækið leggur í tölvupóstlistann má því einnig nýta þegar kemur að markaðssetningu á samfélagsmiðlum. 

NIÐURSTAÐA | SAMFÉLAGSMIÐLAR EÐA TÖLVUPÓSTUR

Þegar þetta er dregið saman þá má með sönnu segja að markaðssetning í gegnum tölvupóst og í gegnum samfélagsmiðla eigi mjög vel saman. Möguleikarnir eru töluverðir og eflaust eru mörg fyrirtæki að vannýta þau tækifæri sem standa þeim til boða þegar horft er til þessa tveggja leiða. 

Ef þitt fyrirtæki hefur áhuga á að kafa ennþá dýpra í þessi fræði og skoða betur hvernig má fullnýta alla þá möguleika sem standa til boða þá erum við hjá SAHARA alltaf til í skemmtilegar samræður.