Enn og aftur er Facebook að henda fram stórum breytingum sem snýr að útliti fyrirtækjasíðna á samfélagsmiðlinum með ótrúlega skemmtilegri viðbót sem gerir fyrirtækjum kleift að skipta út hefðbundni cover-mynd fyrir myndband.  

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að Facebook hefur fært fókusinn sinn töluvert yfir í mikilvægi þess að myndbönd séu notuð til markaðssetningar. Ástæðan er nokkuð einföld, neytendur eru farin að kjósa að taka við upplýsingum í myndbandsformi í stað þess að lesa langa texta.

Þessi uppfærsla er aðeins brot af þeim uppfærslum sem hafa átt sér stað sem styðja við þessa þróun, en notkun á Facebook Live hefur stór aukist eftir að þeir kynntu það fyrst til leiks, sterkari fókus á auglýsingar í myndbandsformi er einnig atriði sem við höfum orðið mjög var við, Facebook stories og fleira.

Hvað varðar cover-myndböndin þá eruð þau auðveld í uppsetningu en það sem þarf að hafa í huga að efnið passi vel við þá stærð sem óskað er eftir.

  • Myndbandið þarf að vera 20 – 90 sek.
  • Mælt er með stærðinni 820 x 462

Það verður áhugavert að sjá hvernig fyrirtæki hér á landi og erlendis munu nýta sér þessa spenandi uppfærslu þar sem hún bíður svo sannarlega uppá mörg tækifæri.

Ef þínu fyrirtæki vantar aðstoð með hugmyndir, upptökur, framsetningu og fleira, þá er um að gera að hafa samband.