Fjöldinn á samfélagsmiðlum er ávallt að aukast og það er líklegt að flest ferðaþjónustufyrirtæki séu nú þegar virk á samfélagsmiðlum í einhverju formi, hvort sem þau eru með herferðir á mörgum mismunandi samfélagsmiðlum eða gera eins lítið og mögulegt er til að viðhalda Facebook síðunni sinni.

Hins vegar, í þessu breytilega og síþróandi umhverfi er oft erfitt að vita hvar tímanum og vinnunni ætti að vera eytt í einn af þessum “lykil” samfélagsmiðlum.

Hér fyrir neðan höfum við dregið fram fimm atriði sem ferðaþjónustufyrirtæki ættu vissulega að hafa í huga þegar kemur að markaðssetningu á samfélagsmiðlum og netinu yfir höfuð. Listinn hefði svo sannarlega getað orðið töluvert lengri, en einhverstaðar verðum við að byrja! 

Ljósmyndir skipta máli

Rannsóknir hafa sýnt að fallegar myndir fá töluvert meiri svörun á Facebook og hafa gífurlega áhrif á dreifingu þess efnis sem þú setur á samfélagsmiðla og það er enginn skortur á frábærum myndum þegar ferðalangar eru á ferðalagi. Gerið það besta með fallegum myndum, skapið draumaferðalagið fyrir viðskiptavini með myndefni sem selur. Ferðalangar eru byrjaðir að skipuleggja ferðirnar sínar byggt á myndefni af Instagram, þar sem þau skoða til að mynda merkingar (e: hashtag) á myndum. 

Ennfremur, þá hefur það sýnt sig að birtingar með myndum fá meiri svörun frá fylgjendum. Ef aðrir miðlar, líkt og Instagram eru skoðaðir þá fá birtingar með myndum meira en 150% fleiri deilingar en birtingar án myndar. Þessar deilingar geta leitt til þess að það verður aukin umferð á heimasíðuna þar sem hægt er að bóka ferðalagið. 

Myndið tengsl við viðskiptavininn: 

Samfélagsmiðlar eru ávallt að verða vinsælli tól þegar það kemur að þjónustu við viðskiptavini. Fólk vill geta haft samskipti við þig í gegnum samfélagsmiðla og fengið svar án þess að þurfa að taka upp símann og sitja á bið í klukkustund. Hvort sem það sé í gegnum Facebook, Instagram eða hvaða miðil sem er þá skiptir það máli að þið getið sýnt tengsl við viðskiptavininn og að þið séuð til staðar.

Það að mynda tengsl við viðskiptavininn er ekki bara að vera til staðar til að svara spurningum, heldur snýst það einnig um að mynda persónuleg tengsl svo að þeim finnist enn auðveldara að hafa samband við þitt fyrirtæki. Það getur verið með því að vera með rétta “rödd” á samfélagsmiðlum auk þess að vera með frábært efni, þá tekur viðskiptavinurinn enn betur við þínum miðli og ber meira traust til fyrirtækisins.

Takið þátt og sýnið fram á svörun á samfélagsmiðlum svo hverjum og einum viðskiptavini finnst hann vera mikilvægur. Fylgið einnig eftir þeim einstaklingum sem versla þjónustu af ykkur með einföldum tölvupósti þar sem þið hvetjið þá til að gefa ykkur stjörnur á Facebook eða einkunn á TripAdvisor. 

Allar þessar snertingar skipta máli og því er mikilvægt að teikna upp hvernig fyrirtækið ætla sér að nálgast framtíðar og núverandi viðskiptavini. 

Kynnið birtingar á milli mismunandi miðla

Ef þitt fyrirtæki er að birta á mörgum mismunandi miðlum, nýtið ykkur það með því að krossbirta á milli miðla svo viðskiptavinir eigi auðveldara með að finna ykkur. Auglýsið Instagram í gegnum Facebook, setjið Youtube link undir upplýsingar á Instagram síðuna, tengið auglýsingar við heimasíðuna ykkar o.s.frv. Að lokum er tilvonandi viðskiptavinur ykkar byrjaður að vafra í gegnum Instagram leiddur á milli miðla sem endar svo á að hann versli þjónustu af þínu fyrirtæki.

Nýtið ykkur áhrifavalda til að auglýsa þitt vörumerki og við getum ekki mælt nógu mikið með því að skoða það að byrja að setja inn bloggfærslur þar sem það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að bloggfærslur fá mikla athygli og áhugaverðar bloggfærslur eykur umferð á samfélagsmiðla og þar af leiðandi á heimasíðu fyrirtækis.

Myndbönd 

Óháð hvaða miðli þú ert á, þá ættu myndbönd að vera stór hluti af þeim birtingum sem eru í þinni stefnu. Myndbönd hafa sífellt orðið að mikilvægari þætti þegar kemur að því að byggja upp vörumerkjavitund (e: brand awareness) þíns fyrirtækis. Ef þú ert ekki að nýta þér myndbandaframleiðslu í uppbygginu þíns fyrirtækis á samfélagsmiðlum þá ertu að láta stórt tækifæri renna þér úr greipum. Kostir þess að nota myndbönd við markaðssetningu er að þú hefur möguleikann á að nota efnið á öllum þínum rásum til að ná til mismunandi markhópa. 

Nýtið ykkur myndböndin ekki eingöngu til að kynna fyrirtækið, heldur einnig til að loka sölunni. Eins og við þekkjum flest þá eru hegðun neytanda orðinn á þann veg að fólk vill frekar horfa á stutt myndband til að fá upplýsingar, heldur en að lesa texta. 

  • 62% af ferðalöngum horfa á myndband t.d. þegar verið er að velja afþreyingu á áfangastað*
  • 45% af ferðalöngum bóka strax eftir að hafa horft á myndband af afþreyingu á áfangastað*
  • Um 73% ferðalanga bóka strax eftir að hafa horft á myndband af áfangastað*

*Think With Google

Það hefur einnig sýnt sig að góð myndbönd leiða til betri leitarniðurstaðna á Google fyrir þitt fyrirtæki. Að vera með réttu lykilorðin, lýsingu og titill fyrir þitt myndband getur leitt til betri leitarvélarbestun (e: SEO) í gegnum Google sem leiðir til aukinnar umferðar á þinni heimasíðu. 

Efnisskrif

Á meðan sumir telja að blogg sé ekki samfélagsmiðill, þá eru engar efasemdir um það að blogg sé staður þar sem hægt er að hafa samskipti við notendur og skapað efni sem blómstrar á samfélagsmiðlum. Hvort sem það er þitt eigið blogg eða bloggfærslur frá öðru fólki, þá er það mikilvægt tól sem þú ættir að nýta þér til fullnustu.

Efni sem er sjónrænt er deilt þrisvar sinnum meira en aðeins texti. Það þýðir að efnið sem þú skapar þarf að vera fallega sjónrænt til að þú hafir sem besta möguleika að því efni verði deilt og dragi að sér umferð á þinn miðill/heimasíðu. Ennfremur er hægt að vinna með áhrifavöldum í sambandi við efnisskrif, þar sem hægt er að fá þekkta bloggara til að tala um þitt fyrirtæki eða nota svokallaða dulda auglýsingu innan bloggfærslu hjá þekktum áhrifavaldi.

Hér hefur þú nokkrar vísbendingar um hvernig þú getur hámarkað umferð á þínum samfélagsmiðli. Það mikilvæga þegar þú ert að byrja á samfélagsmiðlum er að sýna þrautseigju þar sem það er alltaf erfiðara að fara frá 10 fylgjendum upp í 50 og svo 50 upp í 100 og svo að fara frá 5000 upp í 10.000.

Við hjá SAHARA erum alltaf til í að spjalla um hvernig þitt fyrirtæki getur náð ennþá betri árangri á samfélagsmiðlum, hvort sem það snýr að heildar strategíu, kostunum,birtingum eða efnissköpun.