SAHARA er ungt, framsækið og ört vaxandi fyrirtæki sem sérhæfir sig í markaðssetningu og efnissköpun fyrir samfélagsmiðla. Við viljum halda áfram að styrkja okkur og leitum nú að einstaklingum með brennandi áhuga á samfélagsmiðlum og markaðssetningu á netinu í eftirfarandi störf. 

TEXTA & HUGMYNDASMIÐUR 

Við auglýsum eftir hugmynda- og textasmið, sem þarf að geta unnið sjálfstætt og tekið þátt í hópastarfi og krefjandi verkefnum í spennandi umhverfi. Verkefnin eru mjög fjölbreytt, allt frá hugmynd að einfaldri framsetningu á Facebook færslu til stórra herferða.

HELSTU VERKEFNI  

  • Hugmyndasmíð
  • Textaskrif
  • Prófarkalestur, lagfæringar og textarýni

  HÆFNISKRÖFUR

  • Einstaklega gott vald á íslensku og ensku 
  • Hugmyndaauðgi 
  • Góð reynsla af hugmyndavinnu og handritagerð er kostur

  SAMFÉLAGSMIÐLAFULLTRÚI 

  HELSTU VERKEFNI

  • Umsjón með samfélagsmiðlum
  • Ráðgjöf, stefnumótun og áætlunargerð í markaðssetningu á netinu
  • Efnissköpun og hugmyndavinna

  HÆFNISKRÖFUR

  • Reynsla af markaðssetningu fyrir net- og samfélagsmiðla
  • Hugmyndaauðgi og gott auga fyrir efnissköpun og textasmíði
  • Gott vald á íslensku og ensku í rituðu og töluðu máli
  • Þekking á Google Adwords er kostur

  Umsóknarfrestur er til og með 2. júlí nk. og þarf umsækjandi að geta hafið störf sem fyrst. 
  Sendu inn umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi á sahara@sahara.is. 

  Það er ekki eftir neinu að bíða.