https---blueprint-api-production.s3.amazonaws.com-uploads-card-image-467576-2964dad8-bc37-4e26-a1af-31124c2a2646.jpg

Það er ekki langt síðan Facebook kynnti til leiks “Facebook Stories” sem átti að gefa notendum samfélagsmiðilsins tækifæri á að deila rauntímaefni sem lifir í 24 klst. Viðbótin var hugsun sem lausn við auknum vinsældum á þessari efnisdreifingu en samfélagsmiðlar eins og Snapchat og nú Instagram (sem er í eigu Facebook) hafa verið að taka nokkuð mikinn fókus frá Facebook, sérstaklega þegar kemur að yngri kynslóðinni.

Þó Facebook hafi komið með margar spennandi nýjungar uppá síðkastið þá er þetta án efa ekki ein þeirra og má segja að þetta hafi engan veginn fengið þau viðbrögð sem þeir voru að vonast eftir. Á sama tíma hefur notendum sem nýta sér “Instagram Stories” stóraukist, en alls eru um 250 milljón notendur sem nýta sér þennan möguleika daglega.

Samfélagsmiðla risinn Facebook ætlar þó ekki að gefa upp öndina hvað þetta stríð varðar og hafa núna byrjað að prófa nýjan möguleika sem gefur notendum Instagram möguleika á að deila Instagram sögunni yfir á Facebook.

Einnig hefur verið nokkuð rætt um aðra viðbót sem snýr að beinum útsendingum á Instagram. Líkt og með sögurnar þá munu beinar útsendingar einnig geta flætt á milli miðla, sem mun gefa einstaklingum mun fleiri tækifæri til að auka sýnileika á því efni sem þeir eru að deila. Auk þess mun einstaklingum gefast kostur að breyta stillingum sínum, þannig þeir munu geta valið hvort vinir þeirra á Facebook og/eða allir geti séð sögurnar.

Við bíðum því spennt eftir að heyra meira úr herbúðum Facebook og hvernig einstaklingar munu taka í þessa nýjung.