Instagram-Ad-Examples.png

Áhrifamarkaðssetning á samfélagsmiðlum hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarin misseri. Með hraðri þróun samfélagsmiðla hefur verið aukin krafa á markaðsfólk að bregðast hratt við markaðnum og nánast þróa nýtt efni vikulega.

Það hefur sýnt sig að áhrifavaldar geta haft gífurlega jákvæð áhrif á markaðssetningu á tilteknum vörum. Áhrifavaldar hafa trausta fylgjendur á sínum afmörkuðu sviðum og hægt er að nýta sér það til að ná til ákveðinna markhópa. Fylgjendur þeirra treysta yfirleitt þeirra frásögnum, ekki ólíkt þeim áhrifum þegar vinur mælir með góðri vöru eða þjónustu. Auk þess framleiða áhrifavaldar efnið sjálf og setja sinn persónulega stíl á auglýsinguna.

Stór hluti markaðsfólks notar áhrifavalda í markaðsstarfi sínu en á sama tíma hafa kröfur um trúverðugleika og gegnsæi aukist. Reglur varðandi duldar auglýsingar hafa verið hertar víða um heim og eru þær meðal annars bannaðar á Íslandi.

Neytendastofa hefur gefið út sérstakar leiðbeiningar um hvernig markaðssetningu skuli háttað á þessum vettvangi. Í þeim kemur fram að ef greitt er fyrir umfjöllun, eða annað endurgjald kemur fyrir umfjöllun um vöru á samfélagsmiðli, þá er um auglýsingu að ræða. Þá þarf að taka fram á skýran hátt að um samstarf sé að ræða, meðal annars með að nota #ad, #sponsored, #auglysing.

Helsta vandamálið er þó að samfélagsmiðlarnir eru alþjólegir og oftar en ekki er fylgjendahópur áhrifavaldanna það einnig. Þegar herferðir eru unnar í samstarfi við erlend merki gilda oftar en ekki mismunandi reglur víðsvegar um heim. Instagram hefur staðið frammi fyrir þessu vandamáli og vill nú einfalda fyrirtækjum að setja upp herferðir á löglegan máta.

Instagram kynnti því um daginn nýja leið sem skilgreinir betur að um kostaða auglýsingu sé að ræða eða svokallað “Paid Partnerships” tag.  Það auðveldar áhrifavöldum að taka það fram að um samstarf sé að ræða í stað þess að þurfa að nota merkingar á borð við #ad.

Merkingin verður í boði bæði fyrir fyrirtækið sem um ræðir og áhrifavaldana. Þegar merkið er notað mun fyrirtækið hafa aðgengi að tölulegum upplýsingum um færsluna. Það gerir það að verkum að báðir aðilar hafa aðgengi að frammistöðu póstsins. Þetta er viðbót sem Instagram mun gefa út á næstu mánuðum og þá verður hægt að nota það bæði í hefðbundnum póstum en einnig í Instagram Story.

Instagram-Ads-Call-to-Action-Buttons.jpg

Við hjá SAHARA höfum velt fyrir okkur kostum og ókostum viðbótarinnar:

KOSTIR

  • Aukið gengsæi

  • Áhrifavalda markaðssetning gæti færst í aukana með þessari viðbót

  • Trúverðugleiki fyrirtækisins og áhrifavaldsins eykst

  • Stærri fyrirtæki gætu treyst sér í áhrifavalda markaðssetningu

ÓKOSTIR

  • Minna engagement þegar augljóst er að um auglýsingu sé að ræða

  • Instagram gætu verið of seinir með þessa viðbót. Það getur verið erfitt að rjúfa menningu sem hefur nú þegar skapast.

Það er ljóst að það eru spennandi tímar framundan og við hjá SAHARA erum spennt að fylgjast með hvernig fyrirtæki á Íslandi munu aðlaga sig að örum breytingum í heimi samfélagsmiðla