instagram-keyboard-app-take-pictures-photos-pics-3.jpg

Það hlaut að koma að því. Risarnir hjá Instagram hafa látið verða af þeim breytingum sem samfélagsmiðlafulltrúar hafa lengi beðið eftir.

Fyrirtækjum gefst núna tækifæri til að áætla færslur fram í tímann á Instagram. Hingað til hefur það næsta sem hefur komist að þessu verið möguleikinn á að vista færslur sem drög, svo betur sé hægt að yfirfara þær fyrir birtingu eða nýta sér þjónustu frá þriðja aðila sem hefur ekki verið allt of notendavæn. 

Facebook hefur lengi notið góðs af tímastillingum fyrir síður einstaklinga og fyrirtæki og var löngu kominn tími á þennan eftirsótta „schedule” fídus fyrir hinn miðilinn.

Hins vegar vinna þessar breytingar hvorki með auglýsingum né myndböndum í augnablikinu. Glöggir notendur hafa jafnframt tekið eftir því að nýja viðbótin finnst hvergi í forritinu sjálfu að svo stöddu. Uppfærslan bætist við API töluna hjá Instagram-síðu viðkomandi aðila og - til að byrja með - verður eingöngu keyrð af forritum eins og Hootsuite, Sprout Social eða SocialFlow.

Þetta hefur sjálfsagt ekki verið mikið vandamál fyrir einstaklinga en þegar fyrirtæki sem sérhæfa sig í samfélagsmiðlum þurfa að útbúa til fjölda færslna á mánuði, er það augljóslega mjög tímafrekt ferli að gera allt handvirkt. 

Þrátt fyrir að nýja uppfærslan sé ekki aðgengileg öllum strax, hefur Instagram opinbert að tímastilling verði opnuð fyrir einstaklingum snemma árið 2019.

Við hjá SAHARA sitjum (tíma)stillt á þangað til og tökum nýju breytingunum vel fagnandi.