shutterstock_680847808.jpg

Spennandi breytingar eru framundan hjá Facebook. Samskiptamiðillinn hefur á dögunum verið að prófa nýjan „downvote“ hnapp en hann gerir notendum kleift að fela ummæli notenda og gefa miðlinum endurgjöf á ástæðum þess. 

Ekki er þó um „dislike“ möguleika að ræða, eins og notendur hafa lengi beðið eftir, heldur hnapp sem á eingöngu við um spjallþræði og mun í raun gegna sama hlutverki og „report“ takki.

Samkvæmt vefsíðunni TechCrunch hefur lítill hluti notenda Facebook í Bandaríkjunum tekið þátt í prófunum. Að sögn Facebook er þetta gert til að bæta samskipti á miðlinum og verður á næstunni hægt að „kjósa niður“ þrenns konar athugasemdir: villandi, særandi eða óviðeigandi á einn hátt eða annan.

Þegar margar nei­kvæðar um­sagn­ir hrannast upp koma þær hins veg­ar ekki í veg fyr­ir að not­end­ur sjái ummælin og hefur þetta engin áhrif á það hversu ofarlega umsagnir birtast í þræði.

Svona lítur hnappurinn út.

facebook-downvote-button-screenshot.png