sdfsdf.jpg

Vinsældir Rúriks Gíslasonar landsliðsmanns á Instagram hafa ekki farið framhjá neinum en frá því hann kom inn á sem varamaður fyrir Jóhann Berg í leik Íslands og Argentínu  þá má segja að Instagram aðgangur hans hafi farið á aðra hliðina! 

Á þeim 30 mínútum sem hann var inn á jukust fylgjendur hans úr 30.000 í um 207.000! Það verður að teljast nokkuð gott og höfum við sjaldan séð aðra eins aukningu á svo skömmum tíma. Þegar þessi færsla er skrifuð er Rúrik kominn með 428.000 fylgjendur og er orðinn langstærsti landsliðsmaður Íslands á Instagram.

Sigurður Svansson, Head of Digital hjá SAHARA var gestur í Síðdegisútvarpi Rásar 2 þar sem hann fór yfir fylgjendaaukninguna og hvaða tækifæri felast í því fyrir íþróttafólk að sinna samfélagsmiðlunum sínum vel.