SAHARA TRAVEL

SAHARA tekur að sér fjölbreytt verkefni sem snúa að samfélagsmiðlum ferðaþjónustufyrirtækja, allt frá umsjón með samfélagsmiðlum yfir í efnissköpun. Hér fyrir neðan má finna yfirlit yfir hvernig SAHARA getur aðstoðað þitt fyrirtæki við að auka sýnileika á netinu auk þess að skapa efni sem passa við ímynd fyrirtækisins.

 
 
 
layers.png

UMSJÓN MEÐ SAMFÉLAGSMIÐLUM

Samfélagsmiðlar eru síbreytilegir og ávallt að verða mikilvægari þegar kemur að markaðssetningu fyrirtækja á netinu. SAHARA aðstoðar fyrirtæki með umsjón samfélagsmiðla þar sem við tökum að okkur almennar birtingar, uppsetningu á föstum herferðum með því markmiði að ná til ferðamanna sem eru komnir til landsins, kostun (e.boost) út frá markhópagreiningu fyrirtækis auk þess að taka saman allar tölfræðiupplýsingar í heildstæða samantekt þannig að fyrirtækið geti metið árangurinn frá mánuði til mánaðar. 


LEITARVÉLARBESTUN

Vilt þú vera sýnilegri í leitarniðurstöðum hjá þínum markhópi? Með leitarorðagreiningu auk uppsetningar á herferðum í adwords getum við hjá SAHARA tryggt hámarks leitarvélarbestun sem skilar sér markvisst til kúnnans. Samkeppnin á netinu verður sífellt harðari og því mikilvægt að fara rétt að þegar það kemur að leitarvélarbestun.

 
graph.png

 
E.jpg

EFNISSKÖPUN 

Við hjá SAHARA höfum eitt markmið þegar kemur að efnissköpun og það er að láta þitt fyrirtæki líta vel út. Hraðinn á samfélagsmiðlum er orðinn gríðarlegur sem hefur sett enn meiri pressu á hraðari efnissköpun fyrir alla miðla. Með því að skapa efni sem hentar þínu vörumerki getur fyrirtækið náð enn sterkari tengslum við sína fylgjendur. 

SAHARA tekur að sér fjölbreytta efnissköpun eins og ljósmyndir, Facebook Live útsendingar, yfirtaka á samfélagsmiðlum (samhliða efnissköpun), dróna myndir og myndbönd, 360 gráðu myndbönd og myndir auk flóknari myndbandsframleiðslu.


ÁHRIFAVALDAR 

Áhrifavaldar á samfélagsmiðlum eru ávallt að spila stærra hlutverk í markaðssetningu, en á sama tíma eru kröfurnar orðnar meiri að vandað sé til verka þegar kemur að samstörfum við áhrifavalda.

Við hjá SAHARA vinnum náið með fyrirtækjum að finna réttu einstaklingana fyrir hvert verkefni fyrir sig auk þess að skipuleggja aðkomu þeirra frá upphafi til enda. Við virkjum áhrifavalda okkar á mismunandi vettvangi (Facebook, Instagram, Snapchat, Youtube o.s. frv.) allt eftir því hvernig þú vilt eiga samskipti við þína viðskiptavini.

 
target.png

EFNISSKÖPUN FYRIR ALLA ÞÍNA MIÐLA