Blog Layout

NÝIR MÆLIKVARÐAR HJÁ GOOGLE

Google hyggst kveðja mælikvarðann Average Position haustið 2019. Í dag segir sá mælikvarði manni ekki alla söguna, t.d. ekki hvar auglýsingin birtist á niðurstöðusíðunni, heldur einungis hvar í röð auglýsinga hún birtist.

Google hefur í staðinn kynnt nýja mælikvarða sem hjálpa auglýsendum að sjá hvar auglýsingarnar eru nákvæmlega að birtast. Þetta eru mælikvarðarnir: Top og Absolute top sem segja til um staðsetningu auglýsinga í Google leit.

Í stuttu máli þá eru nýju mælikvarðarnir skilgreindir eftirfarandi:
Top = Kostaðar auglýsingar sem koma fyrir ofan náttúrulegar leitarniðurstöður
Absolute top = Kostaðar leitarauglýsingar sem birtast í efsta sæti á niðurstöðusíðunni
Til viðbótar getur verið mjög gagnlegt fyrir auglýsendur að kunna og skilja eftirfarandi mælikvarða.

1. Top impression rate [Impr. (Top) %]: Prósentuhlutfall birtinga kostaðra auglýsinga þinna einhvers staðar fyrir ofan náttúrulegar leitarniðurstöður.

2. Absolute top impression rate [Impr. (Abs. Top) %]: Prósentuhlutfall birtinga í efsta sæti auglýsinga, fyrir ofan náttúrulegar niðurstöður.

3. Search top impression share [Search top IS]: Prósentutala sem segir til um hversu oft auglýsing birtist í sætunum fyrir ofan náttúrulegar leitarniðurstöður sem hlutfall af áætluðum fjölda birtinga í viðkomandi stöðum.

4. Search absolute top impression share [Search abs. top IS]: Prósentutala sem segir til um hversu oft auglýsing birtist sem efsta auglýsing fyrir ofan náttúrulegar niðurstöður sem hlutfall af áætluðum fjölda birtinga sem þú hefðir getað fengið í efsta sæti kostaðra niðurstaðna.

Seinni tveir mælikvarðarnir, Search top impression share og Search absolute top impression share, gefa upplýsingar um hversu oft auglýsingar gætu verið að birtast ofar, en það þarf að vega og meta út frá gögnum hvort vert sé að keppast um efsta sætið eða neðri sæti því stundum má hámarka árangurinn utan efsta sætisins, t.d. ef smellakostnaður er mun hærri og tekjur lítið sem ekkert hærri en í sætunum fyrir neðan það efsta.

Eins og við vitum þá eru Google auglýsingarnar sífellt í þróun og mikilvægt að fylgjast vel með. Hins vegar má hafa það á bak við eyrað að sömu mælikvarðar henta ekki öllum fyrirtækjum, það fer algjörlega eftir markmiðinu hverju sinni.



Share by: