Verkefnin okkar
Verkefnin okkar tala sínu máli – við höfum hjálpað fyrirtækjum í ýmsum atvinnugreinum að ná markmiðum sínum og við erum spennt að hjálpa þér að gera slíkt hið sama. Skoðaðu verkefnin okkar og sjáðu hvernig við getum hjálpað fyrirtækinu þínu að ná árangri!
BYKO x Sahara
BYKO+
Við þróuðum ferska og áberandi herferð fyrir nýjan vildarklúbb BYKO. Auglýsingarnar léku sér með hugmyndina um ferðalög sem hefjast inni í verslun þar sem punktasöfnun færir þig bókstaflega nær næsta fríi.
Við nýttum fjölbreyttar miðlaleiðir – sjónvarp, samfélagsmiðla og TikTok – til að kynna kosti klúbbsins á aðgengilegan og skemmtilegan hátt.

Olís x Sahara
Tætum og tryllum
Olís og Stuðmenn sameinuðu krafta sína í glænýrri útgáfu af sígilda sumarsmellinum Tætum og tryllum og við gerðum auglýsinguna.
Herferðin fangar hina einu sönnu íslensku sumarstemningu með líflegum senum.
Við framleiddum efni sem nýtist bæði sem stór hero-auglýsing og í fjölbreytt stutt „content“ fyrir samfélagsmiðla

Skátarnir x Sahara
Kynning á skátastarfinu
Skátaverkefnið er sjónrænt ævintýri sem fangar inntak og gildi skátastarfsins með kraftmiklum og hjartnæmum hætti. Í gegnum myndband ferðast áhorfandinn inn í senur sem sýna vináttu, sjálfstæði og náttúrutengingu.
Verkefnið sameinar dramatíska kvikmyndatöku og stílfærða eftirvinnslu í heilsteypta frásögn. Útkoman er bæði áhrifarík í heild sinni og fullkomin til styttri birtinga á samfélagsmiðlum.

S4S x Sahara
Fatnaður og skór fyrir
öll tilefni
þessari herferð settum við vörur allra verslana S4S og vefverslunar þeirra í samhengi við raunverulegan lífsstíl.
Við byrjuðum á lífsstílnum og færðum okkur svo inn í verslanirnar og vörumerkin urðu hluti af sögunni.

Arna Mjólkurvörur x Sahara
Arna+
Arna leitaði til Sahara með ósk um að skapa líflega herferð fyrir Örnu+ próteindrykkinn þeirra.
Við fórum þá leið að sýna fólk í fjölbreyttum aðstæðum í lífinu þar sem Arna+ kemur sér alltaf jafn vel, hvort sem það er í leik eða starfi, á sjó eða á landi.

Arna Mjólkurvörur x Sahara
Jólaauglýsing
Jólin eru tími fjölskyldunnar. Allar góðu stundirnar þar sem heimilisfólkið sameinast í bakstrinum og öðrum gæðastundum yfir hátíðarnar.
Arna leitaði til Sahara og vildi gera jólaauglýsingu til að auglýsa jólajógúrtina þeirra ásamt rjómanum og mjólkinni sem nýtast svo sannarlega vel í bakstrinum.

Gina Tricot x Sahara
Opnun Gina Tricot á Íslandi
Sahara kom að framleiðslu á markaðsefni fyrir Gina Tricot á Íslandi í tengslum við opnun verslunarinnar hér á landi. Sahara kom að framleiðslu á myndböndum, ásamt framleiðslu á ljósmyndum.

HSÍ x Sahara
Olísdeildin
HSÍ leitaði til Sahara til að framleiða kynningarefni fyrir Olís deildina 2024/2025. Sahara koma að hugmyndavinnu, undirbúning og framleiðslu á öllu markaðsefni fyrir deildina auk þess að sjá um uppsetning á heildar náglun vegna kynningar á Olís deildinni fyrir erlenda og innlenda miðla, ásamt því að styðja félögin við almenna kynningu.

Torfhús Retreat x Sahara
Sumarherferð
Torfhús Retreat vildi fanga sanna upplifun gesta sinna með fallegu efni sem endurspeglar þann anda sem þar ríkir.
Við fylgjumst með pari njóta lífsins í faðmi glæsilegu burstabæjanna sem einkenna svæðið. Okkar teymi segir ekki nei við því að eyða sólríkum degi á Suðurlandi við jafn fallegar aðstæður og raun bar vitni.
