Bein markaðssetning
sem skilar árangri
Tölvupóstar - SMS - Leikjavæddar herferðir
Markaðssetning með tölvupósti og SMS sem virkar!
Safnaðu netföngum, settu upp sjálfvirkar herferðir og náðu betri árangri
Sahara hefur á undanförnum árum unnið markvisst með fyrirtækjum þegar kemur að uppsetningu á póstlistakerfum og umsjón með herferðum, auk uppsetningar á leikjavæddum herferðum með það að markmiði að stækka póstlista fyrirtækja.
Náið samstarf við fyrirtæki á borð við Mailchimp, Klaviyo, Playable og Diskó gerir það að verkum að sérfræðingar okkar geta ekki einungis rammað inn hvern þátt fyrir sig, heldur mótað heildstæða nálgun sem hjálpar þínu fyrirtæki að ná betri árangri og vaxa.
350+
Herferðir að baki
Vörumerki víða um heim treysta okkur til að skila þeim árangri sem skiptir máli.
77.8 NPS
Meðmælaskor Sahara
Við leggjum ríka áherslu á gott og traust viðskiptasamband.
Aðgerðir sem skila árangri
Fyrirtæki hafa áttað sig á mikilvægi þess að safna upplýsingum um tilvonandi og núverandi viðskiptavini og nýta þær markvisst til að upplýsa, vekja áhuga og selja vörur eða þjónustu. Það fer ekki á milli mála að árangur af þess konar aðgerðum hefur verið að aukast, bæði hvað varðar opnunarhlutfall og svörun almennt, og með því að bæta við SMS og leikjavæddum herferðum verður allt öflugra.

Playable
Sahara er vottaður samstarfsaðili Playable á Íslandi en kerfið gerir fyrirtækjum kleift að setja upp leikjavæddar herferðir með gagnvirkri upplifun af leikjum á borð við lukkuhjól, skafmiða, happdrætti og fleira sem grípur athygli, eykur skráningar og bætir viðverutíma fyrir framan vörumerkið þitt. Kerfið er einnig hægt að tengja beint við póstlistakerfi þíns fyrirtækis eins og MailChimp og Klaviyo.

MailChimp
Sahara er „pro partner“ hjá Mailchimp sem er póstlistakerfi og hentar fyrirtækjum sem vilja notendavænt og sveigjanlegt kerfi til að senda tölvupósta, setja upp sjálfvirkar sendingar og fylgjast með árangri.

Klaviyo
Sahara er Klaviyo partner en það er póstlistakerfi sem hentar einstaklega vel fyrir fyrirtæki sem reka netverslanir. Klaviyo er öflugt tól til að hámarka tekjur með sérsniðnum tölvupóstum og tengist beint við Shopify (og önnur sölukerfi) og byggir upp sjálfvirkt flæði út frá hegðun viðskiptavina.

Diskó
Sahara er vottaður samstarfsaðili Diskó á Íslandi sem er leiðandi fyrirtæki þegar kemur að SMS markaðssetningu fyrir íslenskan markað. Diskó hentar fyrirtækjum sem vilja senda tilboð, bjóða afslætti eða gjafabréf beint til viðskiptavina með sjálfvirkum skilaboðum auk þess að geta tengst beint við Shopify.
Uppsetning og ráðgjöf
Sérfræðingar Sahara aðstoða þig og veita ráðgjöf við uppsetningu á þeim kerfum sem við teljum að henti þínu fyrirtæki best, auk þess að ramma inn heildarnálgun þar sem við mótum stefnuna, skilgreinum markmið, metum tækifæri til vaxtar og setjum upp efnisplan fyrir hvern mánuð.
Tengingar og flæði
Eftir uppsetningu sjáum við til þess að öll kerfi tali saman, þar sem við pörum kerfin við vefsíðu eða netverslun, tengjum form inn á vefsíðu, tengjum við auglýsinga-aðganga og römmum inn sjálfvirkt flæði, þannig að upplifun viðskiptavinarins verði frábær frá fyrstu skráningu.
Mánaðarleg umsjón
Ef fyrirtæki vantar aðstoð við að viðhalda póstlista eða SMS-sendingum, þá bjóðum við upp á mánaðarlega umsjón þar sem sérfræðingar okkar setja upp mánaðarlegt plan í samráði við viðskiptavininn, sjá um uppsetningu á póstum, textavinnu og efnissköpun.
Árangurinn mældur
Viðskiptavinir fá mánaðarlega samantekt þar sem lykiltölur eru teknar saman, aðgang að lifandi mælaborði auk þess sem sérfræðingar Sahara rýna tölur og heildarárangur með það að markmiði að setja fram hugmyndir um hvernig hægt er að ná enn betri árangri, hvort sem það tengist svörun eða vexti.
Leikjavæddar herferðir
sem skila árangri
6.670 skráningar í HM leik Fjarðarkaupa
Samhliða herferð í kringum HM í fótbolta settum við upp leikjavædda herferð þar sem einstaklingar gátu unnið glæsilega vinninga með því að spila „dropp-leik“ með aðalkarakter herferðarinnar. Þátttakan var frábær og í heild voru 6.670 skráningar í leikinn og vörðu þátttakendur samtals 139,5 klukkutímum fyrir framan vörumerkið Fjarðarkaup..
3.015 skráningar í swipe leik Bestseller
Bestseller vildi auka sýnileika og ýta undir sölu í kringum stóru netsöludagana. Til að styðja við þau markmið settum við upp persónuleikapróf í „swipe-útgáfu“ í anda Tinder, þar sem fólk gat flett í gegnum myndir af fatnaði og sett hjarta eða x við þær flíkur. Í lok leiksins komu niðurstöður um hvernig týpa hver og einn væri. Leikurinn hafði jákvæð áhrif á heildarsölu, en alls voru um 3.000 skráningar í leikinn og varði hver þátttakandi að meðaltali um einni mínútu fyrir framan Bestseller vörumerkin.
3.099 skráningar í dekkjaherferð Kletts
Samhliða vetrarherferð Kletts settum við upp leikjavædda herferð til stuðnings aðalherferðinni þar sem einstaklingum gafst kostur á að giska á mismunandi orð tengd vetrinum. Markmið herferðarinnar var að kalla fram aukinn sýnileika og svörun sem stuðning við aðalherferðina og minna á að nú væri kominn tími til að skipta um dekk fyrir veturinn. Þátttakan var góð, en alls tóku rúmlega 3.000 manns þátt í leiknum og viðvera hvers þátttakanda fyrir framan vörumerki Kletts var tæpar tvær mínútur að meðaltali.
Sahara x Olís
Sumarleikur Olís
Meginmarkmið með sumarleik Olís var að auka umferð inn á stöðvar Olís og efla jákvæð tengsl við vörumerkið með virðisaukandi efni eins og fleiri leikjum og tónlist.
Aðalleikurinn var lukkuhjól þar sem einstaklingum stóð til boða að snúa hjólinu á hverjum degi og eiga þannig möguleika á því að vinna einn af þeim flottu vinningum sem birgjar Olís höfðu samþykkt að gefa. Árangurinn var hreint út sagt frábær, bæði þegar horft er til skráninga og þess heildartíma sem einstaklingar vörðu í að spila leikinn sem var í kringum 2.930 klukkutímar.
261.467
Skráningar
2.930
Klukkustundir varið í leikinn
Planning
We develop a detailed plan to maximize reach and engagement.
Discovery
We learn about your business, audience, and goals to build a tailored strategy.
Execution
Our team brings the strategy to life with precision and creativity.
Optimization
We continuously track, analyze, and optimize campaigns for better performance.
Our Digital Marketing Services
Paid Social
Maximize Impact on Social Platforms.
PPC (Pay Per Click)
Drive High-Quality Traffic.
SEO
Rank Higher, Reach More.
Email Marketing
Rank Higher, Reach More.
Social Media Management
Build and Nurture Your Online Presence.
Tracking
Data-Driven Decisions.
Our Process
Bringing Our Vision to Life
Whether it's captivating social media campaigns or optimized SEO, our services are designed to propel your brand forward. We craft tailored digital solutions that fit your goals.
Case Studies
Success Stories That Speak for Themselves
Discover how we’ve helped our clients grow with impactful digital marketing solutions. From strategic campaigns and creative production to cutting-edge web design
Company Name
Company Name
Company Name
Company Name
Company Name
Company Name
Viltu kynna þér hvernig við getum aðstoðað?
Ertu klár í að taka stafræna ásýnd fyrirtækisins á hærra stig? Vinnum saman og sköpum áhrifaríkar, gagnadrifnar herferðir sem auka hjá þér viðskiptin.