Við þróuðum ferska og áberandi herferð fyrir nýjan vildarklúbb BYKO. Auglýsingarnar léku sér með hugmyndina um ferðalög sem hefjast inni í verslun þar sem punktasöfnun færir þig bókstaflega nær næsta fríi.
Við nýttum fjölbreyttar miðlaleiðir – sjónvarp, samfélagsmiðla og TikTok – til að kynna kosti klúbbsins á aðgengilegan og skemmtilegan hátt. Sterkt sjónrænt yfirbragð og heilsteypt frásögn skilaði herferð sem vakti athygli og virkjaði viðskiptavini.