SAHARA Í FRÉTTUM

SAHARA í FRÉTTUM

Það er mikið um að vera hjá sérfræðingum Sahara, hvort sem það eru jákvæðar fréttir af starfsemi fyrirtækisins, viðurkenningar fyrir árangur sem við höfum náð með viðskiptavinum okkar eða sérfræðiálit þegar kemur að stafrænni markaðssetningu.

Fengu viðurkenningu frá Google

Sahara og Svartigaldur hafa báðar hlotið Premier Partner viðurkenninguna frá Google árið 2024.

Stafrænu markaðsstofurnar Sahara og Svartigaldur hafa báðar hlotið Premier Partner viðurkenninguna frá Google fyrir árið 2024.


Viðurkenningin er veitt fyrir að hámarka árangur í herferðum fyrir viðskiptavini, auka vöxt viðskiptavina og með því sýna fram á færni og sérfræðikunnáttu í Google Ads.   

LESA FRÉTT

Hafa útskrifað 100 nemendur í stafrænni markaðssetningu

Sahara Academy hefur útskrifað alls 100 nemendur í stafrænni markaðssetningu.

Ámorgun hefst sjö vikna námskeið á vegum Sahara Academy, skóla í stafrænni markaðssetningu, sem hefur kennt stafræna markaðssetningu frá því það var stofnað árið 2022.


Skólinn hefur hingað til útskrifað alls 100 nemendur en seinasta útskriftin átti sér stað fyrir áramót.

LESA FRÉTT

Hvíta húsið og Sahara hefja samstarf

Auglýsingastofan Hvíta húsið og stafræna markaðsstofan Sahara hafa gert með sér samkomulag um samstarf.

Auglýsingastofan Hvíta húsið og stafræna markaðsstofan Sahara hafa gert með sér samkomulag um samstarf.


Í tilkynningu segir að Hvíta húsið hafi um langt árabil verið í fremstu röð íslenskra auglýsingastofa þegar kemur að skilvirkri og hugmyndaríkri sköpun, stefnumótun, hönnun og auglýsingagerð. Hvíta húsið segist veita viðskiptavinum sínum víðtæka þjónustu og margvíslega ráðgjöf varðandi birtingar og samfélagsmiðla.

LESA FRÉTT

Þrjú ný í stjórnarteymi SAHARA

Þrír starfsmenn stafrænu auglýsingastofunnar SAHARA gerast meðeigendur fyrirtækisins.

Þrír starfsmenn stafrænu auglýsingastofunnar SAHARA hafa gengið til liðs við stjórnendateymi og eigendahóp fyrirtækisins sem meðeigendur, eða „partners“. Það eru þau Eva Þorsteinsdóttir viðskiptastjóri, Ágúst Örn Ágústsson framleiðslustjóri og Jón Gísli Ström, stafrænn markaðsstjóri.

LESA FRÉTT

Sahara verðlaunað í Bandaríkjunum

Stafræna markaðsstofan Sahara hlaut í síðustu viku hin eftirsóttu verðlaun US Agency Awards í Bandaríkjunum.

US Agency Awards heiðra stafrænar auglýsingastofur sem hafa náð framúrskarandi árangri á sviði framleiðslu, hönnunar, stafrænna auglýsingaherferða og fleiri markaðslegra þátta.

LESA FRÉTT

Sahara fékk gull og silfur

Sahara hlaut á dögunum verðlaun Global Digital Excellence Awards í tveimur flokkum fyrir árið 2023.

Markaðs- og tæknifyrirtækið Sahara hlaut á dögunum verðlaun Global Digital Excellence Awards í tveimur flokkum fyrir árið 2023.


Global Digital Excellence Awards eru verðlaun sem heiðra vefsíður, herferðir, verkfæri og teymi fyrir framúrskarandi árangur í hinum stafræna heimi og eru verðlaunin veitt í yfir 40 flokkum.

LESA FRÉTT
Share by: