Blog Layout

Hátíðarnar á Google

Jólin og afsláttardagar

Nóvember hefur farið af stað af krafti eins og oft áður þegar það kemur að sölu í netverslunum. Dagur einhleypra er nýliðinn og hann sló ekki slöku við þegar það kom að sölu og þar spilar markaðssetning í gegnum stafræna miðla stórt hlutverk.


Black Friday og Cyber Monday eru handan við hornið en þeir hafa fest sig í sessi hér á landi, og margir Íslendingar eru farnir að klára öll hátíðarinnkaupin sín á þessum dögum. Samhliða þessum auknu vinsældum þá er áhugavert að skoða helstu leitarorð í tengslum við þessa daga og hátíðarnar sem framundan eru.


Sahara rýndi aðeins í tölurnar frá síðustu tveimur árum til að sjá þróunina á milli ára.

Afsláttardagar


Leitarorð tengd Black Friday tróna á toppnum, en leitir að orðum tengdum Black Friday drógust saman um 17% á milli ára frá 2021 til 2022, en þess ber að nefna að aukin áhersla auglýsenda og Íslendinga á orðið “svartur föstudagur” hefur borið árangur með 129% aukningu frá 2021 til 2022.  Ef við tökum þó saman helstu leitarorð í kringum svartan föstudag, bæði á ensku og íslensku sjáum við leitir hækka úr 41,960 upp í 54,030 á milli ára sem er gífurleg aukning og ber þess merki að afsláttardagar sem þessir muni einungis halda áfram að stækka komandi ár.


Cyber Monday er annar stór dagur, og þá sérstaklega fyrir netverslanir. Leitir á orðum tengdum Cyber Monday dragast örlítið saman á milli ára en við sjáum að leitir hækka um 50% á milli ára á orðinu “Cyber Monday”.


Leitir í kringum Single’s day jukust örlítið á milli ára, en leitarorðið “tilboð singles day” tók mesta stökkið með 55% aukningu á leitum á milli ára sem sýnir okkur hvað það var mikil eftirspurn árið 2022 sem skilaði sér einnig í metdegi í sölu fyrir margar verslanir.

Þessi aukning sýnir okkur enn meira mikilvægi þess að vera sýnilegur á þessum tímum og bjóða í viðeigandi leitarorð, þar sem að margir eru í kauphugleiðingum og eru virkir í leit eftir bestu tilboðunum. Einnig er vert að nefna að samkeppni er mikil yfir þetta tímabil og það má búast við því að kostnaður hækki að einhverju leyti í auglýsingum.

Jólin

Þegar horft er til jólanna, þá sjáum við út frá leitarhegðun að hækkun er á leitum tengdum jólagjöfum og hugmyndum fyrir jólagjafir. Leitir tengdar jólagjöfum jukust um 3.65% á milli ára en það er einnig áhugavert að sjá að mest aukning á leitum tengdum jólagjöfum átti sér stað í nóvember, með 8.4% hækkun á milli ára sem styður enn frekar að neytendur eru byrjaðir fyrr að huga að jólagjöfum og jafnvel hugsa sér að versla jólagjafir á afsláttardögum.

Hugmyndir að jólagjöfum?

Það eru greinilega margir uppiskroppa með hugmyndir um hvað á að vera í jólapakkanum og við erum að sjá að notendur eru mikið að leita að jólagjafahugmyndum, en leit jókst um 32% á leitarorðinu “jólagjafahugmyndir” á milli ára. Þó sjáum við að leitir á leitarorðum tengdum jólagjöfum fyrir hann/hana drógust saman á milli ára. “Skógjafir” og “gjafir í skóinn” voru einnig vinsæl leitarorð árið 2022 með 3.640 leitir og 38.52% aukningu á milli ára.


Hér er tilvalið tækifæri fyrir fyrirtæki til að setja saman sinn eigin lista með jólagjafahugmyndum fyrir hina ýmsu hópa, sem að gerir þeim auðveldara að finna fullkomnu gjöfina og gerir þá líklegri til að kaupa vörur frá fyrirtækinu.

Jóladagatöl

Jóladagatöl eru greinilega að aukast í vinsældum, en leitir á  leitarorðinu “jóladagatal” jókst um 50%. Hér leynast möguleg tækifæri fyrir fyrirtæki að vera með sitt eigið jóladagatal,  en þau geta verið sniðug leið til að hvetja fólk til að klára kaup með því að bjóða mismunandi afslætti eða kaupbæti á hverjum degi til jóla og geta verið skemmtileg viðbót við markaðsstarfið.


Fyrirtæki eru dugleg að auglýsa jóladagatöl sem eykur t.d. eftirspurn í almennum leitum og því mikilvægt að tryggja sýnileika í gegnum bæði kostaðar leitir sem og náttúrulegan sýnileika í gegnum leitarvélabestun.

Ertu að halda jólatónleika?

Þá er sniðugt að bjóða í orð tengd þeim en leitir af jólatónleikum jukust um 64% á milli ára. Leitir af leitarorðinu “jólatónleikar” jukust um 23% á milli ára. Einnig er áhugavert að nefna að “baggalútur” er vinsælt leitarorð yfir þetta tímabil, en leitir af baggalúti voru 5.320 í október til desember í fyrra, en dróst þó saman um 20% samanborið við sama tímabil árið áður.


Einnig er áhugavert að sjá hvenær neytendur byrja að leita að orðum á borð við jólatónleika en við sjáum að leitir hefja uppsveiflu sína strax í ágúst eins og sjá má á línuritinu hér að neðan.

Niðurstaða

Kauphegðun fólks er að breytast - Neytendur eru margir hverjir farnir að huga að jólagjafainnkaupum fyrr en áður og því er mikilvægt fyrir fyrirtæki að fylgja þróuninni og aðlagi markaðsstarfið samkvæmt henni. Gögnin benda til þess að svartur föstudagur sé stærsti verslunardagur Íslendinga í verslun en dagur einhleypra var stærsti netverslunardagur ársins 2022 skv. rannsókn SVÞ og þessir stóru dagar hafa haft umtalsverð áhrif á kauphegðun. 

10 mest leituðu orðin tengd afsláttardögum í nóvember 2022

  1. Black friday 2022: 18100 - 23.97%
  2. Black friday: 9900 - -18.18%
  3. Singles day: 4400 - 0%
  4. Singles day 2022: 4400 - 0.91%
  5. Svartur föstudagur: 4400 - 22.22%
  6. Black friday tilboð: 2900 - -34.09%
  7. Singles day 2022 ísland: 2900 - 0%
  8. Singles day tilboð: 2900 - -19.40%
  9. Cyber monday: 2400 - -17.22% 
  10. Cyber monday 2022: 2400 - -16.10%

Topp 10 mest leituðu orðin tengd afsláttardögum okt-des 2022

  1. Jólasveinar: 34.700 - 0%
  2. Jóladagatal: 14.900 - 50.51%
  3. Jólahlaðborð: 8.700 - 70.59%
  4. Jólagjafir: 5.890 - 9.28%
  5. Jólagjöf: 5890 - 9.28%
  6. Baggalútur: 5.320 - -20%
  7. Jólagjafa hugmyndir: 4760 - 32.59%
  8. Jólaskraut: 3.490 - 3.25%
  9. Skógjafir: 3.380 - 38.52%
  10. Jólatónleikar 2022: 2.720 - 150%


Samkeppni fyrir athygli neytenda er mikil á þessu tímabili og því þarf að vera vel meðvituð um hvar og hvernig þú birtist og tryggja að fyrirtækið þitt sé sýnilegt.


Við aðstoðum fyrirtæki að ná árangri í sínu markaðsstarfi. Hafðu samband og við vinnum saman til að hámarka þinn árangur


Viltu vita meira um markaðssetningu yfir þetta tímabil? Kíktu á Hátíðarleiðarvísinn okkar!

Share by: