HubSpot

HubSpot Solution Partner

SAHARA


Attract - Engage - Delight

SAHARA X HubSpot

Hubspot er hugbúnaðarlausn sem sameinar það besta úr innrænni markaðssetningu (inbound marketing) og öflugu viðskiptamannakerfi (CRM) þannig hægt sé að hafa yfirsýn á alla þræði markaðssetningar og viðskiptatengsla á einum stað. Verkfærin sem Hubspot býður upp á gera fyrirtækjum kleift að kafa dýpra í hvað virkar og hvað ekki í markaðsstarfi, sjálfvirknivæða ferla og skapa sterkari tengsl við viðskiptavini – sem skilar sér í lengra og arðbærara viðskiptasambandi. Haustið 2020 skrifaði SAHARA undir samstarfssamning við HubSpot og hlaut nýlega viðurkenninguna Gold Partner.

Hverju ert þú að leita að?

CRM-kerfi

Viðskiptamannakerfi (CRM, customer relations management) ganga út á að skrásetja og halda utan um samskipti við viðskiptavini, safna gögnum, samþætta markaðsstarf við sölu- og þjónustudeildir, og sjálfvirknivæða vissa ferla í virðiskeðjunni milli fyrirtækis og viðskiptavina þess. Í grunninn hjálpar kerfið þér að skilja betur langanir viðskiptavina þinna og hvernig þú getur komið til móts við þær. Gögnin sem það safnar er hægt að nota til að greina mynstur í kauphegðun, hvar í atburðarásinni væri gott að koma tilteknu efni á framfæri, og sjálfvirknivæða ákveðna ferla, svo sem sendingu tölvupósta eða ánægjukannana.


Í viðskiptamannakerfi Hubspot er hægt að skrá öll samskipti og snertifleti við núverandi og verðandi viðskiptavini. Allir starfsmenn ættu að geta séð hvar tiltekinn kúnni er í kaupkeðjunni og samskiptin við hann fram að þessu. Að hafa aðgang að þessum upplýsingum í miðlægum gagnagrunni getur sparað ómældan tíma og komið í veg fyrir misskilning sem skapast þegar ekki allir eru á sömu blaðsíðu. Hubspot er heildarlausn sem hjálpar þér að skilja kúnnann betur, bætir upplýsingaflæði og samskipti innan fyrirtækisins, og gerir allt markaðsstarf markvissara.


Markaðsmál

Innræn markaðssetning er ný hugmyndafræði sem hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarin ár og gengur út á að laða til sín trygga viðskiptavini með virðisaukandi markaðsefni. Hún beinir sjónum sínum að vel skilgreindum markhópum, reynir að greina vandamál þeirra, og veita svör við þeim á öllum stigum kaupkeðjunnar. 


Þetta er í nokkurri andstöðu við hefðbundna auglýsingamennsku sem er ágengari og reynir að koma skilaboðum til sem flestra. Þar er yfirleitt notast við miðla sem hafa mikla dekkun eins og sjónvarp, dagblöð og útvarps- og umhverfisauglýsingar. Innræn markaðssetning beinir sjónum að viðskiptavininum, að þjóna þörfum hans með því að búa til efni sem laga má að ólíkum miðlum, allt frá bloggfærslum til myndbanda og færslna fyrir samfélagsmiðla. Með því að skilja þarfir markhópsins getur markaðsfólk skapað persónulega notendaupplifun með innrænni markaðssetningu.


Innræn markaðssetning er áhrifamikil því hún er mjúk nálgun sem býður neytendum hjálp, er upplýsandi, fræðandi og/eða skemmtileg. Væntanlegir viðskiptavinir læra að þeir geti treyst fyrirtækinu, þeir eru líklegri til að tala vel um það við aðra, og að halda áfram í viðskiptum eftir fyrstu kaup. Markaðsefnið hefur líka þann kost að vera ódýrt í framleiðslu og birtingum, mikið er notast við eigin miðla og efni beint að þröngt skilgreindum hópum sem eru líklegir til að hafa áhuga á fyrirtækinu.

Sala og þjónusta

Þegar kemur að sölu, tilboðsgerð og samningum býður Hubspot upp á frábæra lausn sem heldur utan um ferðalagið frá vísbendingu í gegn um tilboð og yfir í undirskrifaðan samning. Þú getur útbúið tilboð með bókhaldslykli og sent með rafrænni undirskrift í quotes-kerfi Hubspot – og haft yfirsýn yfir allt ferlið og áttirnar sem það gæti tekið.


Hubspot býður upp á úrval verkfæra sem auðvelda þér að þjónusta viðskiptavini þína enn betur en áður. Þar má nefna spjall í rauntíma og spjallmenni þar sem gestir geta fengið svör við einföldum spurningum fljótt og örugglega. Þá býður Hubspot upp á að skrá feril allra erinda sem eru send til fyrirtækisins; hversu fljótt þau eru afgreidd, hvar flöskuhálsar myndast og svo framvegis.


Þá er boðið upp á möguleikann að tímasetja tölvupóst fram í tímann, vista skapalón á algengustu tegundum pósta til að spara tíma, kanna hvort að tölvupóstur frá fyrirtækinu er opnaður eða ekki, og hvort það er smellt á hlekki í honum eða ekki.

Hvað er Inbound markaðssetning?


Inbound Marketing er aðferðafræði sem gengur út á að laða til þín viðskiptavini með því að skapa virðisaukandi markaðsefni sem er sérsniðið að þeim viðskiptavinum sem þú sækist eftir. Á meðan Outbound Marketing snýst um að ná til fjöldans með auglýsingum sem oft er erfitt að sérsníða að ákveðnum hópum eins og auglýsingar í sjónvarpi, útvarpi eða á umhverfisskiltum skapar Inbound Marketing tengsl við þá sem leita að lausn við vandamálum sem eru nú þegar til staðar.


Lekur trektin?

Vöxtur og bestun netverslana


„Seldu mér þennan penna“ er frasi sem við könnumst flest öll við. Hvernig tengist hann markaðsstarfinu? Jú, hann gengur út á það að spyrja spurninga, greina kaupandann og þegar rannsóknarvinnunni er lokið, þá hefst salan, með réttu vörunni. Áhersla á virðisaukandi efni er vegur sífellt þyngra og hvernig við færum viðskiptavininn í gegnum „trektina“ er sífellt að verða flóknara. Þegar ferlinu lýkur svo vonandi með sölu, er þá ferðalaginu lokið? Alls ekki! 


Í fyrirlestrinum verður farið yfir hugmyndir og pælingar sem fyrirtæki þurfa að hafa í huga fyrir, á meðan og eftir að einstaklingur hefur gengið frá kaupum á netinu. Farið verður yfir hugmyndafræði á borð við „inbound marketing“ en nýlega gekk SAHARA frá partner samningi við HubSpot, hvernig virðisaukandi efni getur hjálpað við að opna á sölusamtal við viðskiptavin auk þess að skoða tækifæri sem felast í því að halda utan um kaupsögu viðskiptavina í CRM kerfi og hvernig megi nýta þau gögn til að skapa sterkari tengsl við viðskiptavininn til framtíðar. 


KYNNTU ÞÉR INBOUND MARKAÐSSETNINGU 

& HUBSPOT BETUR


Why Go

HubSpot?

www.hubspot.com


NÁNAR

What Is Inbound

Marketing?

www.hubspot.com


NÁNAR

Viltu vita meira um HubSpot?

Hafðu samband.


Share by: