Gamification Fjarðarkaup

FJARÐARKAUP

64% þátttökuhlutfall í HM LEIK Fjarðarkaupa

Fjarðarkaup leitaði til Sahara með það að gera leik sem var í tengslum við HM í fótbolta. Tilgangur leiksins var að safna fleirum á póstlista sem Fjarðarkaup nýtir til að vekja athygli á tilboðum sem og uppskriftum. Þau sem tóku þátt í leiknum áttu möguleika að vinna ferð fyrir tvo á enska boltann að verðmæti 300.000 kr sem og veglega aukavinninga frá Nóa Siríus og Ölgerðinni. Leikurinn var í keyrslu í fjórar vikur.

HAFA SAMBAND

HVERNIG VAR FARIÐ AÐ?

Ákveðið var að finna andlit Fjarðarkaupa yfir HM sem var hún Amma Fjarðarkaup. Amma Fjarðarkaup er vinaleg og “trendy” og fylgist vel með HM. Hún endurspeglar einnig tilfinningu í andrúmslofti Fjarðarkaupa og kúnnahópinn sem verslar í Fjarðarkaup.


Leikurinn var hannaður sem Drop Down leikur þar sem markmiðið var að safna 100 stigum. Þátttakendur áttu að grípa vörur frá Ölgerðinni, Nóa Síríus og fótbolta icon. Til þess að komast í pottinn þurfti að ná 100 stigum og einn heppinn aðili var valinn úr þeim hópi og átti möguleika að vinna ferð á enska boltann að andvirði 300.000 kr. eða gómsæta vinninga frá Ölgerðinni og Nóa Síríus á meðan HM stóð yfir. 


Í framhaldi af uppsetningu var leikurinn keyrður á miðlum META. Áhersla var lögð á traffic auglýsingar á opinn hóp fólks sem búsett er á Höfuðborgarsvæðinu, sem og einstaklingum sem hafa heimsótt heimasíðuna. Leikurinn var einnig sendur á núverandi póstlista Fjarðarkaupa, til að gefa núverandi áskrifendum möguleika á að komast í pottinn.

SÝNISHORN

HELSTU NIÐURSTÖÐUR

Í framhaldi af uppsetningu var leikurinn keyrður á miðlum Meta, Google og innlendum miðlum. Áhersla var lögð á traffic auglýsingar á opinn hóp fólks sem búsett er á Höfuðborgarsvæðinu, sem og einstaklingum sem hafa heimsótt heimasíðuna.


Leikurinn var einnig sendur á núverandi póstlista Fjarðarkaupa, til að gefa núverandi áskrifendum möguleika á að komast í pottinn.

HAFA SAMBAND

AVERAGE TIME SPENT

Að meðaltali voru þeir sem heimsóttu lendingarsíðu Fjarðarkaupa í 1.36 mín á síðunni sem er yfir almennt meðaltal í leiknunm sem þessu, eða 1.1 mín.

CONVERSION RATE

Hlutfall þeirra sem tóku þátt á móti þeim sem heimsóttu síðuna var 64% á meðan almennt meðaltal í leikjum sem þessum er 26%

TIME SPENT

Að meðaltali voru þeir sem heimsóttu lendingarsíðu Fjarðarkaupa í 1.36 mín á síðunni sem er yfir almennt meðaltal í leiknunm sem þessu, eða 1.1 mín.

VEIÐIHORNIÐ

Veiðihornið leitaði til SAHARA þar sem þeir vildu setja af stað leik í tilefni af 25 ára afmæli verslunarinnar. Tilgangur leiksins var að gera eitthvað nýtt og öðruvísi í kringum afmæli verslunarinnar en einnig var áhersla á að safna netföngum á póstlista. Þau sem tóku þátt og skráðu sig á póstlista fengu um leið afsláttarkóða til þess að nýta á síðunni ásamt því að öll sem voru komin á póstlista fengu í lok mánaðar sendan kóða til þess að nýta á síðunni. 

NÁNAR

S4S

Á þeim tíma sem leikurinn fór í loftið hafði Sahara verið að vinna markaðsstörf fyrir S4S og var ákveðið að taka þetta næsta skref til þess að virkja póstlista fyritækisins enn frekar. Markmiðið var að auka skráningar á póstlistann sem fyrirtækið nýtir til þess að senda tilboð og fróðleik til viðskiptavina sinna. First party data er að verða mikilvæg eign fyrir fyrirtæki til þess að nýta í markaðssetningu og er póstlisti ein af þeim leiðum til þess að safna þessum gögnum.

NÁNAR
Share by: