Á ÖLDU ELDGOSA - GREINING Á LEITARHEGÐUN Í KJÖLFAR ELDGOS

Á ÖLDU ELDGOSA - GREINING Á LEITARHEGÐUN Í KJÖLFAR ELDGOS


Í kjölfar eldgosa síðustu ára höfum við séð mikla breytingu á leitarhegðun einstaklinga á heimsvísu, sérstaklega þegar það kemur að leitarorðum tengdum eldgosi. Við greiningu á leitarhegðun frá síðasta eldgosi þá sáum við gífurlega hækkun á fjölda leita en við gerum ráð fyrir sambærilegri aukningu á komandi mánuði í kjölfar eldgossins.

Hér munum við fara helstu breytingar frá eldgosinu 2022 á milli mánaðanna júlí og ágúst og sýnir áhrif mikilvægra náttúrulegra atburða á stafræna leitarhegðun.


FORDÆMALAUS AUKNING Á LEIT


Greining okkar leiðir í ljós ótrúlega aukningu á leitarmagni sem tengist leitarorðum sem tengjast eldgosinu árið 2022. Þessi þróun undirstrikar áhuga almennings og upplýsingaleit í kjölfar eldgossins.

Leitarorðið “icelandic volcano eruption” sá einna mesta aukningu í leit og tók stærsta stökkið af þeim leitarorðum sem greind voru, fór úr 27,100 leitum í júlí 2022 upp í 368,000 leitir í ágúst 2022.

Það var þó ekki eina leitarorðið sem vakti áhuga fólks, önnur sambærileg leitarorð á borð við “eldgos 2022”, “eldgos fagardalsfjall” og “eldgos gönguleið” tóku einnig stórt stökk hlutfallslega. Þetta gefur til kynna að einstaklingar voru ekki einungis að leita að almennum upplýsingum um eldgosið, heldur einnig að leitast eftir nákvæmari upplýsingum um viðburðinn, svo sem staðsetningu og hvernig skal komast að því.


LEITARHEGÐUN: KÖFUM DÝPRA


Þegar við köfum enn dýpra í leitarhegðun og hlutfallslega aukningu á fjölda leita, þá kemur upp áhugaverð mynd. Leitarorðið “eldgos vefmyndavél” tróndi á toppnum í hlutfallslegri aukningu frá júlí 2022 til ágúst 2022 eða 7100%. Ef við horfum til leitarorðsins á ensku “volcano iceland live” þá sáum við 5043% aukningu. Það er þó mikilvægt að horfa til fjölda leita einnig en við sjáum einnig mikið stökk í leitum á leitarorðinu “volcano iceland” sem fer úr 40,500 leitum upp í 301,000 milli mánaða.


Þetta gefur til kynna að fólk hafi gífurlegan áhuga að fylgjast með eldgosinu í beinni útsendingu, og er mögulega að skipuleggja ferð til Íslands til að sjá eldgosið með eigin augum. Ef horft er til sögulegs samhengis þá er mikilvægt að átta sig á þeim áhrifum sem eldgosið hefur á leitarhegðun og nota það sem vegvísir til að hámarka árangur á auglýsingum fyrirtækja í breyttu landslagi með því að grípa tækifærin sem aukinn áhugi á Íslandi hefur í för með sér. Nýir markaðir byrja mögulega að sýna Íslandi áhuga sem ferðamannastað og bjóða upp á ný tækifæri til að hámarka auglýsingar í átt að þeim mörkuðum með sérsniðnum auglýsingum í átt að þessu mörkuðum, bæta við framlengingum (e. assets) á Google auglýsingum og besta núverandi herferðir til að bregðast við auknum áhuga á Íslandi.


NIÐURSTAÐA


Eldgos síðustu tveggja ára, bæði 2021 og 2022, hafa án efa haft mikil áhrif á stafræna leitarhegðun, og ýtt undir aukið leitarmagn tengd viðburðinum. Þetta styður við þær vísbendingar um að búast megi við stórkostlegri aukningu í ferðaþjónustu á næstu mánuðum, svo framarlega sem gosið stendur yfir. Sem leiðandi stafræn auglýsingastofa á Íslandi er mikilvægt fyrir okkur að fylgjast vel með þessari þróun og býður upp á dýrmæta innsýn fyrir fyrirtæki til að taka gagnadrifnar ákvarðanir í stafrænu vegferð sinni.


Fyrir frekari upplýsingar, hafðu samband hér 


Share by: