Blog Layout

4 MÖGULEIKAR SEM SPJALLMENNI BJÓÐA UPP Á

Það hefur að öllum líkindum ekki farið framhjá mörgum sem fylgjast með SAHARA á samfélagsmiðlum, að spjallmenni (e. chatbots) hafa verið nokkuð áberandi í umræðunni síðastliðna 18 mánuði eða svo. En hvaða möguleikar eru þetta sem spjallmenni bjóða fyrirtækjum upp á?


SAHARA tók saman nokkur spennandi atriði.


1. Sjálfvirkni


Færðu mikið af eins fyrirspurnum inn á Messegner?Með því að nota spjallmenni getur þú verið búin/nn að skrifa upp svörin við þeim algengu spurningum sem koma inn. Þegar notandi hefur samskipti við fyrirtækið á Messenger er því hægt að birta honum valmöguleika sem inniheldur t.d. „Algengar spurningar“ og þar getur þú svarað því sem alengt er að spurt sé um eða boðið viðkomandi að nýta sér þær leiðir sem henta til að spyrja út í hluti sem ekki er hægt að svara þar. Þar að auki getur þetta bætt svartíma fyrirtækisins á messenger.


2. Spurðu spurninga


Upplýsingar geta verið alveg ótrúlega verðmætar. Fyrirtæki geta lagt fyrir spurningar inni í spjallmennum sem þau setja upp og lesið út úr svörunum sem koma þar inn. Jafnvel er hægt að útbúa markhópa út frá svörunum ef aðstæður eru réttar. Sem dæmi gæti fyrirtæki sem selur heita drykki spurt eftirfarandi spurningar;


Hvaða heita drykk drekkur þú helst? Kaffi, Te eða Kakó


Út frá þessum svörum getur þú síðan sérsniðið skilaboð til viðkomandi, eða farið enn dýpra og spurt ítarlegar.Þannig verða skilaboðin mun markvissari.


3. Staður og stund


Með notkun spjallmenna getur þú búið til samtal sem hefur takmarkaða möguleika og eru aðeins aðgengilegt með takmörkuðum leiðum. Hvernig er það kostur?Förum aðeins yfir það.Þú t.d. gætir verið að halda fyrirlestur. Þú útbýrð glærur, á síðustu síðunni er síðan QR kóði og/eða hlekkur sem opnar spjall við spjallmennið. Þar getur t.d. verið eftirfarandi texti:


„Takk fyrir að koma á fyrirlesturinn minn [nafn]!Ef þú vilt kynnast mér betur getur þú skoðað samfélagsmiðlana mína með því að smella á hnappana hér að neðan, en ef þú hefur einhverjar frekari spurningar, ekki hika við að senda mér tölvupóst á nafn@netfang.is.


Ef þú vilt fá sendan fyrirlesturinn í PDF skjali, þá getur þú valið möguleikann „Senda fyrirlestur“ og hann kemur til þín von bráðar.“

Með þessu getur þú miðlað efninu sem þú hafðir sett upp og varst að kynna og orðið þannig að gagni fyrir þá sem mættu, þú getur kynnt þig og þú getur boðið fólki að senda þér spurningar, eða hvað annað sem þér dettur í hug, en með þessu móti getur þú takmarkað handavinnuna töluvert.


4. Tenging við póstlista


Það má vera að þú sért í hópi þeirra sem trúa því að tími póstlista sé liðinn. Ef það er staðan, þá hvetjum við þig til að endurskoða þá trú. Póstlistar eru enn mikið notaðir og skila enn árangri.Með notkun spjallmenna getur þú einfaldað skráningu á póstlista, jafnvel gert hana svo einfalda að það þurfi aðeins einn smell til að notandi sé skráður á listann.


Möguleikarnir eru töluverðir. Hægt er að nýta spjallmenni sem tól inn í ýmsar markaðsaðgerðir. Heyrðu í okkur ef þú vilt ræða hvernig spjallmenni geta hjálpað þér að ná þínum markmiðum.

Share by: