Blog Layout

COVID TOPPAR ELDGOS & TRUMP

Flettingar á innlendum netmiðlum náðu hámarki í tengslum við fréttir um Covid-19 fyrir um ári síðan þegar rúmlega sjö milljón flettingar áttu sér stað á einni viku í tengslum við fyrsta samkomubannið. Þetta er mesti fjöldi flettinga á viku sem mælst hefur samkvæmt netmælingum Gallups þegar skoðaðar eru flettingar frá fjórum stærstu netmiðlum landsins (mbl, visi, dv og ruv).


Flettingar í tengslum við eldgosið á Reykjanesi virðast ekki ætla að toppa ofangreindan fjölda flettinga, enn sem komið er, en hugsanlega munu nýjar jarðhræringar og fleiri streymi frá gosstöðvunum toga þær enn hærra upp á næstu dögum. Flettingar í tengslum við gosið voru um 6.8 milljónir á viku þegar mest lét og það er næst mesti fjöldi flettinga sem mælst hefur þegar skoðaðar eru tölur frá fjórum stærstu netmiðlum landsins.


Umfjöllun um kosningar í Bandaríkjunum og ástandið þar ytra varð til þess að um 6.6 milljón flettingar áttu sér stað við lok október á síðasta ári. Það er þriðji mesti fjöldi flettinga sem mælst hefur og eflaust spilar umfjöllun um Covid-19 einnig inn í þær tölur en umfjöllun um veikindi þáverandi forseta Bandaríkjanna var á meðal annars í brennidepli um svipað leyti. Leita þarf aftur til fyrri hluta ársins 2017 til að finna sambærilegar tölur en þá var hið sorglega Birnumál þungamiðja athyglinnar. 




Einstök staða á markaði


Ofangreindar tölur frá Gallup sýna að flettingar á innlendum netmiðlum hafa sjaldan eða aldrei verið jafnmargar og um þessar mundir. Eftir að við hjá SAHARA settum þær í sögulegt samhengi er ljóst er að mikil þörf er til staðar hjá landanum fyrir upplýsingar er varða Covid-19, jarðhræringar og kosningar í Bandaríkjunum.


Sem dæmi má nefna er að hlustun á útvarp er mjög mikil um þessar mundir, sem og áhorf á sjónvarp. Ýmsir fjölmiðlar hafa því verið í þeirri einkennilegu stöðu síðustu misseri að á sama tíma og neysla fjölmiðla er mikil þá hafa mörg fyrirtæki dregið saman seglin í auglýsingabirtingum í ljósi krefjandi efnahagsástands. Í kjölfarið hefur einstök staða verið uppi á innlendum auglýsingamarkaði til að ná góðum árangri.


Auglýsendur sem hafa bætt í birtingar eða haldið velli á þessum sögulega tíma hafa náð betur í gegn en áður og jafnvel náð að auka við hlutdeild sína á markaði þar sem færri eru að auglýsa og fleiri að horfa/hlusta.


Gögn skipta máli í hæðum og lægðum


Fjölmörg alþjóðleg dæmi eru til staðar um fyrirtæki sem hafa nýtt sér kreppur í gegnum tíðina til að auka hressilega við markaðshlutdeild sína og má þar nefna fræg dæmi eins og Kellogg's og Toyota sem nýttu sér bæði slík tækifæri með góðum árangri. Þrátt fyrir kreppuástand á markaði þá skiptir ávallt miklu máli að byggja markaðsstarfið upp á faglegum grunni og mælanlegum árangri til að hámarka nýtingu á markaðsfé fyrirtækja þar sem hægt er að nýta það illa jafnt á krepputímum sem og öðrum tímum.



Auglýsingastofan SAHARA kaupir öll helstu gögn sem í boði eru varðandi íslenskan auglýsingamarkað til að tryggja upplýsta ráðgjöf þegar kemur að nýtingu á markaðsfé fyrirtækja. Ef þig vantar faglega ráðgjöf fyrir þitt fyrirtæki, ekki hika við að hafa samband eða kynntu þér þá pakka sem við bjóðum upp á.


Höfundur: Jón Heiðar Gunnarsson / Head of Media @ SAHARA

Share by: