Blog Layout

STARFSNEMAR HJÁ SAHARA


Við hjá SAHARA höfum verið fylgjendur þess að fyrirtæki gefi nemendum tækifæri á að koma í starfsnám og því höfum við tekið fagnandi þeim nemendum sem hafa sýnt fyrirtækinu áhuga. Okkar reynsla er frábær og hafa nemendur frá Háskóla Reykjavíkur sýnt mikinn áhuga á starfsemi okkar og staðið sig vel þegar kemur að þátttöku í fjölbreyttum verkefnum sem starfsmenn takast á við frá degi til dags


Nýverið fengum við fjóra nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og fengum við þau til að svara nokkrum spurningum um starfsnámið til að deila með fylgjendum okkar.


Hvernig fannst ykkur að vera í starfsnámi hjá SAHARA?


Það er búið að vera mjög skemmtilegt og lærdómsríkt að vera í starfsnámi hjá SAHARA. Okkur var hent út í djúpu laugina frá fyrsta degi, með því að taka þátt í hugmyndavinnu fyrir ýmis fyrirtæki. Við fengum góð viðbrögð frá starfsmönnum og okkur leið eins og að þeim fannst gott að fá önnur og ný sjónarhorn á hinum ýmsu verkefnum. 


Hvað var það fyrsta sem þið tókuð eftir í starfsanda SAHARA?


Starfsandinn leit út fyrir að vera góður, samskiptin góð og í hádegismatnum þá spjallaði fólk mikið saman á vinalegum nótum. Það er greinilegt að starfsmenn vinna mikið saman að sameiginlegum markmiðum, sama í hvaða teymi það er. Góð samskipti innan fyrirtækja eru mikilvæg þannig það var mjög jákvætt að sjá það.


Hverju tókuð þið fyrst eftir á fyrsta deginum í starfsnáminu?


Á fyrsta deginum var tekið vel á móti okkur, umgjörðin í kringum starfsfólkið góð og greinilega heild sem nær vel saman. Aðstaðan er mjög góð, nóg pláss og útlit fyrir að fólk liði vel að vinna innan fyrirtækisins. Við tókum eftir því að það er mikill metnaður innan fyrirtækisins til að gera hlutina vel.


Hvernig er fólk sem starfar hjá SAHARA?


Starfsfólkið sem við kynntumst hjá SAHARA var allt mjög almennilegt. Þau voru öll mjög hress og skemmtilegur andi var innan vinnustaðarins. Allir voru mjög fagmannlegir og þekkja sitt fag greinilega vel. Maður lærði mikið á að tala við þau þannig maður getur tekið fullt með sér frá starfsnáminu.


Mikilvægasta sem við lærðum í starfsnáminu


Það mikilvægasta sem við lærðum í starfsnáminu var reynsla á að vinna á stafrænni auglýsingastofu. Við fengum mjög góða tilfinningu á því hvernig það er að vinna í skemmtilegu starfsumhverfi og gátum við nýtt námskunnáttu okkar í starfsnáminu. Við fengum að kynnast auglýsingakerfunum Facebook ads og Google ads, sem var mjög fróðlegt.


Myndu þið mæla með að fara í starfsnám hjá SAHARA?


Já, algjörlega! Það var frábært að geta komið hingað inn og fengið það metið sem hluti af náminu. Maður lærir mest á því að prófa sig áfram og henda sér í djúpu laugina.


Við viljum þakka SAHARA fyrir tækifærið og vonum að ykkur hafi þótt þetta jafn gaman og okkur! 🥰


Share by: