Blog Layout

Endurskipulagning leitarorðaherferða í Google Ads

Árangur Google leitarvélarinnar má rekja til þeirrar tækni sem hún nýtir til þess að finna efni sem samsvarar leitarfyrirspurnum notenda á sem bestan hátt. Þegar notandi slær inn leitarfyrirspurn svarar leitarvélin oftast á nokkrum sekúndubrotum. Hugsum okkur að ég reki byggingavöruverslun og vilji selja meira af pallaefni, sem ég á nóg af á lager. Ég leita á Google og sé þetta:

Þarna er hvergi minnst á pallaefnið mitt, sem ég vil losna við til að rýma til á lagernum fyrir nýjum vörum. En ég á reyndar líka nóg á lagernum af málningu, parketi, flísum og eldhúsinnréttingum. Ég ákveð að setja upp auglýsingu í Google Ads. Ég hendi upp herferð sem ég kalla byggingavörur og set inn auglýsingahóp sem ég kalla líka byggingavörur. Í auglýsingahópinn set ég öll leitarorðin sem ég nefndi að framan með vörunum sem ég vil selja til að rýma til á lagernum. Ég skrifa auglýsingu til að láta fólk vita af mér:


Lendingarsíðan er forsíðan því þar má sjá yfirlit yfir alla vöruflokkana hjá mér. Ég vil kynna fólk fyrir öllum vöruflokkunum sem í boði eru hjá mér og skrifa því almenna auglýsingu sem minnist á allar helstu vörur. Ég er sáttur við dagsverkið og keyri herferðina í gang.


Fljótlega kemur í ljós að Google er ekki eins hrifið og ég sé skilaboðin „Rarely Shown. Low Quality Score“ á sumum leitarorðum og svínslega hátt verð á smell (CPC) á öðrum sem keyrir upp birtingaféð og ég fæ miklu færri smelli en ég gerði ráð fyrir með upphæðinni sem ég ákvað að byrja á. Hvað er til ráða? Ég hef samband við Sahara og fæ þau til að skoða herferðina hjá mér.


Endurskipulagning herferða


Eftir úttekt á herferðinni ráðleggur Sahara mér að skipta herferðinni betur upp og að hafa bara eitt leitarorð í hverjum auglýsingahóp og skrifa sérsniðnar auglýsingar fyrir hvert leitarorð. Þau tala líka um að velja lendingarsíður sem passa betur við leitarorðin. Þannig geti ég bætt árangurinn, m.a. hækkað Quality Score og lækkað verð á smell. Þau sýna mér dæmi:


Notandi leitar að pallaefni og sér þessa nýju auglýsingu frá mér:



Þegar notandinn smellir er hann sendur á undirsíðu um pallaefni.


Hin leitarorðin fá líka sérstakar auglýsingar, auglýsingahópa og lendingarsíður. Nú sé ég hvernig villuskilaboðum fækkar, smellaverðið snarlækkar og salan eykst jafnt og þétt.



Höfundur: Guðmundur F. Magnússon - Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu

Share by: