Blog Layout

TikTok GERIR BREYTINGAR

Strangari persónuverndarreglur fyrir yngstu notendur sína

Samfélagsmiðillinn TikTok sem er hvað þekktastur fyrir vinsældir sínar á meðan ungs fólk hefur nú tilkynnt breytingar sem taka til notenda undir 18 ára. Reikningar notenda á aldrinum 13-15 ára verða nú sjálfkrafa stilltir á "private", en það þýðir að aðgangurinn þeirra er ekki aðgengilegur neinum sem hefur ekki verið samþykktur. Sömuleiðis missa þessir notendur "Everyone" möguleikann þegar þeir skrifa athugasemd við efni og geta nú einungis valið "Friends" or "No One" þegar þeir skrifa athugasemd. Notendur á þessum aldri geta heldur ekki valið aðgerðina "Suggest your account to others" þannig að notendur geta ekki mælt með sínum TikTok reikningi með öðrum sem hafa ekki verið samþykktir.


"Duet and Stitch" valmöguleikinn sem er svipaður og "retweet" og "video reply" verður eingöngu í boði fyrir notendur sem náð hafa 16 ára aldri. og fyrir 16-17 ára verður stillingin sjálfkrafa stillt á vini eða "friends".


Notendur munu eingöngu geta hlaðið niður myndböndum frá notendum sem hafa náð 16 ára aldri, en hjá 16-17 ára verður sjálfkrafa stillt á OFF þegar kemur að því að leyfa niðurhali á myndböndum notenda sem þeir geta svo sjálfir breytt.


"We want our younger users to be able to make informed choices about what and with whom they choose to share, which includes whether they want to open their account to public views. By engaging them early in their privacy journey, we can enable them to make more deliberate decisions about their online privacy". - TikTok


Heimild: https://mashable.com/article/tiktok-privacy-rules-kids/


Share by: