Blog Layout

SJÁLFBÆRNI Í REKSTRI SAHARA

Fór í gegnum sjálfbærni mat CIRCULAR Solution

Auglýsingastofan SAHARA kolefnisjafanaði starfsemi stofunnar fyrir árið 2019 í gegnum Votlendissjóð á dögunum. Að baki jöfnuninni liggur mikil og ígrunduð vinna með ráðgjafafyrirtækinu CIRCULAR Solutions en vinna þeirra lá í því að finna mikilvægustu mælikvarðana í starfsemi stofunnar út frá umfangi og stærð hennar. Inn í það reiknast meðal annars öll orkunotkun hennar og annað innan ramma fyrirtækissins en einnig var reiknaður allur akstur á vegum stofunnar og akstur starfsfólks til og frá vinnu.


“Nú er það í höndum okkar að taka áfram þá frábæru vinnu sem hefur átt sér stað, en það er mikilvægt að átta sig á því að þetta er langhlaup, ekki spretthlaup. Tækifærin eru til staðar til að hafa jákvæð áhrif, við viljum minnka neikvæð umhverfisleg áhrif okkar, t.d. losun gróðurhúsalofttegunda frá akstri, og félagsleg áhrif, t.d. jafna laun kynjanna og auka fjölbreytni í hópnum. Á meðan við vinnum að þessum markmiðum kolefnisjöfnum við heildar kolefnisspor rekstrarins fyrir árið 2019 auk þess að vera byrjuð að skoða út-skiptingu á bílflota fyrir rafmagnsbíla, jafnvel búa til hvata til að fólkið okkar geti nýtt fjölbreyttari samgöngumáta og fleira.” Segir Sigurður  Svansson, einn af stofnendum og eigendum SAHARA.


”Margir kaupendur eins og bankarnir og stærri fyrirtæki sem taka hlutverk sitt sem leiðandi afl í atvinnulífinu alvarlega eru farin að kalla eftir þessum upplýsingum frá sínum birgjum og það mun ekki standa á svörunum hjá okkur”


CIRCULAR  Solutions sérhæfir sig í sjálfbærni, m.a. aðferðafræði UFS (umhverfismál, félagslegir þættir og stjórnarhættir). Það hóf rekstur árið 2017 og hefur síðan aðstoðað mörg af stærri fyrirtækjum landsins í vegferð sinni í átt að sjálfbærni. CIRCULAR hefur aðstoðað þessi fyrirtæki við stefnumótun, lífsferils- og virðiskeðjugreiningar, innleiðingu hringrásarhagkerfisins, skýrslugjöf og sjálfbæra fjármögnun. KPMG á Íslandi keypti svo félagið í desember 2020.


Í gegnum þessa gríðarlega miklu reynslu sem safnast hefur í vinnu fyrir áðurnefnd fyrirtæki hefur CIRCULAR tekist að móta einstaka aðferðafræði við að veita minni fyrirtækjum eins og SAHARA þjónustu við að móta stefnu, mælikvarða og áhrifauppgjör m.v. umfang og stærð félagsins.


CIRCULAR telur gríðarleg tækifæri fyrir minni fyrirtæki eins og SAHARA í því að taka þátt í vegferðinni að sjálfbærni með aðferðafræði UFS til að leysa úr læðingi mögulega ábata sem eru aukinn tekjuvöxtur, kostnaðarhagræðing, betri samskipti við hagaðila, að sækja og halda í besta starfsfólkið og sjá ábata af fjárfestingum í rekstrinum.


“Fyrr á þessu ári ákváðum við að setja okkur í samband við CIRCULAR til að leiða okkur áfram í gegnum vinnu sem snýr að sjálfbærni-uppgjöri fyrirtækisins. Þessi vegferð getur verið flókin og umfangsmikil og því jákvætt að fá fagaðila til að leiða okkur áfram en við teljum mikilvægt að sýna fordæmi og að lítil og meðalstór fyrirtæki eins og SAHARA eigi að geta tekið þátt í þeim breytingum sem eru að eiga sér stað” Segir Sigurður Svansson.


“Við höfum unnið með mörgum fyrirtækjum og strax í upphafi samstarfsins þá fundum við fyrir miklum áhuga og metnaði stjórnenda SAHARA fyrir sjálfbærnimálum. Það var augljóst að þeirra markmið liggja ekki bara í að gera vel í rekstrinum heldur gera gott líka og stuðla að hinni þreföldu jákvæðu afkomu, þ.e. fjárhagslegri, fyrir samfélagið og fyrir umhverfið. Við hlökkum til að styðja við þeirra vegferð áfram.” segir Bjarni  Herrera, framkvæmdastjóri og meðeigandi CIRCULAR og verðandi Senior Manager hjá KPMG.


SKOÐA SJÁLFBÆRNISUPPGJÖR SAHARA 2017 - 2019

Share by: