Blog Layout

EM 2020 & samfélagsmiðlar

Síðustu vikur hafa verið einkenndar af sannkallaðri fótboltaveislu, enda EM 2020 í fullum fangi. Mótið hefur verið frábær skemmtun og við fengið að sjá frábæra leiki, einstök augnablik og skemmtilegar uppákomur inn á jafnt sem utan vallar. 


Fyrir okkur sem starfa við samfélagsmiðla og stafræna markaðssetningu er áhugavert að horfa á hina fjölbreyttu þætti sem tengjast markaðssetningunni, hvort sem það eru einstaka atvik sem hafa áhrif á fylgjendatölur eins og við sáum með Rúrik Gísla á HM 2018, hvernig landsliðin eru að skemmta fylgjendum sínum eða hvernig stök atvik geta haft ótrúleg áhrif eins og þegar Cristiano Ronaldo fjarlægði Coke flöskurnar af borðinu á fréttamannafundinum. 


Þó að fylgjendatölur eða umfjallanir leikmanna og landsliða séu ekki að fara hafa áhrif á hver vinnur mótið þá er engu að síður áhugavert að skoða hvernig mótið hefði farið ef það myndi skipta máli. Greiningarfyrirtækið Statista tók sama áhugaverða samantekt fyrir mótið þar sem þeir greindu þetta í bak og fyrir.


Statista has created a Celebrity Index of all teams and players competing in this year's event. To value each player and squad as a celebrity or entity, Statista used their current market value according to TransferMarkt.com, their social media following on Instagram and twitter, the number of times they had been mentioned in online news articles globally, and the annualised average sentiment score of news articles. After weighting these values, each team and player was scored a Celebrity Index Score.


Stærstu stjörnunar á samfélagsmiðlum eru eftirfarandi:


  1. Cristiano Ronaldo
  2. Kylian Mbappé
  3. Paul Pogba
  4. (Ramos)
  5. Gareth Bale

 

Hérna má  svo sjá samantekt frá Statista þar sem þeir hafa rankað leikmenn eftir ákveðnum þáttum og raðast þeir þá í eftirfarandi röð.

Það er gríðarlegur munur á fyrsta sætinu og þeim sem koma þar á eftir, en í dag er C. Ronaldo með stærsta einstaklings Instagram accountinn, með 310 milljónir fylgjenda, en skv. tölum frá Statista voru fylgjendur hjá honum 270 milljónir í febrúar.


Það ætti ekki að koma á óvart að stjörnur á borð við Kim Kardashian (233M), Ariana Grande (249M) og The Rock (250M) eru rétt á eftir honum en sá fótboltamaður sem er næstur Ronaldo er Lionel Messi með 226 milljónir fylgjenda. 

Þegar við skoðum svo leikmannahóp landsliðanna þá eru þessar þjóðir sem raða sér á toppinn:

Celebrity Index scores of countries competing in UEFA Euro 2021, by team


  1. Portugal 
  2. France
  3. England
  4. Germany
  5. Spain 


Það kemur svo sem ekki á óvart að Portúgal tróni þarna á toppnum enda fá þeir mikið fylgi í gegnum fótbolta- og Instagram stjörnuna C. Ronaldo.

Það sem hefur líka verið áhugavert að skoða og fylgjast með er hvernig fylgi einstaka leikmanna hefur verið að aukast á mótinu, en við höfum séð þegar einhver atvik hafa komið upp þá hefur það haft mikil áhrif á fylgjenda tölur. Eins og þegar Mbappé klúðraði seinasta vítinu á móti Sviss, þá bætti hann við sig um 200.000 fylgjendum á Instagram á innan við sólarhring. Markmaður Svisslendinga í þeim leik, Sommer, varði vítið frá Mbappé og í kjölfarið fór hann úr því að vera með 323K á Instagram yfir í 337K á nokkrum klukkutímum.


Það sama má segja um hann Cristiano Ronaldo sem byrjaði mótið í sirka 372 milljón fylgjenda á Instagram og Twitter, en stendur núna í yfir 400 milljón fylgjenda á þessum miðlum til samans, sem er gríðarleg aukning á stuttum tíma. Því er ljóst að það fylgja mörg tækifæri fyrir leikmenn á stórmótum eins og þessu. Ekki bara á inni á vellinum heldur enn frekar utan vallar.


En skipta þessa fylgjendatölur einhverju málI? 


Þegar kemur að því að þjóna einhverju spádómshlutverki fyrir því hver er að fara vinna EM 2020 þá er svarið að sjálfsögðu nei, þar sem þá hefðum við átt að sjá stórliðin Frakkland og Portúgal mætast í úrslitum þar sem C.Ronaldo og félagar hefðu staðið uppi sem sigurvegrar í lok móts.


En þegar kemur að því að skapa virði og aukatekjur fyrir leikmenn ásamt því að mynda sterkari tengsl við áhorfendur og stuðningsmenn þá er það ekki spurning, tölurnar skipta gríðarlegu máli. En nýjustu fréttir herma að Ronaldo geti rukkað allt að 1.6 milljón USD fyrir eina myndbirtingu á samfélagsmiðlum, sem umreiknast í um 196 milljónir íslenskra króna og því ljóst að margir af þekktari leikmönnum heims eru farnir að hafa meiri tekjur í gegnum auglýsingar og "spons" samninga en frá liðunum sjálfum sem þeir spila fyrir,


  1. Cristiano Ronaldo, 308m followers - just over $1.6m per post
  2. Dwayne "The Rock" Johnson, 250m followers, $1.52m per post
  3. Ariana Grande, 247 million followers, $1.51m per post
  4. Kylie Jenner, 244 million followers, $1.49m per post
  5. Selena Gomez, 241 million followers - $1.46m per post
  6. Kim Kardashian, 232 million followers - $1.41m per post
  7. Lionel Messi, 224 million followers - $1.16m per post
  8. Beyonce Knowles, 189 million followers - $1.14m per post
  9. Justin Bieber, 180 million followers - $1.11m per post
  10. Kendall Jenner, 172 million followers -$1.05m per post



Share by: