Blog Layout

Fimm góðar ástæður fyrir því að huga að leitarvélabestun (SEO)


Leitarvélabestun snýst í stuttu máli um að gera vefsíður sýnilegri á leitarvélum. Hvar birtist þitt fyrirtæki þegar fólk leitar að þeirri vöru eða þjónustu sem þið bjóðið upp á? Birtist það á fyrstu síðu? Birtist það ofarlega eða neðarlega? Birtast niðurstöður keppinauta ofan við þínar? Sama hver svörin við þessum spurningum eru er án efa hægt að gera betur, því leitarvélabestun er langtímaverkefni og fjárfesting sem getur skilað verulegum ávinningi. Við tókum saman fimm góðar ástæður fyrir því að huga að leitarvélabestun.

1. Fjölgaðu áhugasömum notendum á vefsíðunni

Leit að vöru eða þjónustu á leitarvélum er skýrt merki um áhuga fólks. Með því að auðvelda notendum að finna vefsíðuna þegar þeir leita að viðeigandi vöru eða þjónustu eykur þú líkurnar á viðskiptum. Þeim mun fleiri áhugasamir sem vita af framboði þínu, þeim mun fleiri munu eiga í viðskiptum við þig.

2. Bættu upplifun notenda

Leitarvélabestun snýst að miklu leyti um góða upplifun notenda. Er auðvelt að finna upplýsingar á síðunni? Er síðan skipulega upp sett í flokka og einföld í notkun? Ef unnið er að bættri upplifun notenda skilar það sér líka í sýnileika á leitarvélum, því algóritmi Google og annarra leitarvéla „verðlaunar“ góða notendaupplifun með því að forgangsraða niðurstöðum m.a. eftir henni.

3. Lækkaðu kostnað til lengri tíma litið

Þótt kostaðar auglýsingar geti hjálpað við að koma fyrirtækjum á framfæri er full ástæða til að huga einnig að leitarvélabestun. Enginn birtingakostnaður er við leitarvélabestun en hún tekur tíma og ætti að hugsa hana sem langtímaverkefni. Með bættum árangri af leitarvélabestun má smám saman draga úr birtingakostnaði auglýsinga. Sem dæmi má hugsa sér leitarorð sem tekist hefur að fá góðan sýnileika fyrir í almennum leitarniðurstöðum og sem má samhliða draga úr kostuðum birtingum fyrir. Engu að síður getur birting auglýsingar samhliða almennri niðurstöðu efst aukið plássið sem þitt fyrirtæki tekur þegar notandinn leitar og þannig aukið líkurnar á athygli hans og viðskiptum.

4. Auktu traust til fyrirtækisins

Flestir notendur eru líklegri til að treysta almennum leitarniðurstöðum heldur en auglýsingum. Með því að bæta sýnileikann í almennum leitarniðurstöðum stuðlar þú því að auknu trausti til fyrirtækisins. Því þótt auglýsingum þínum gæti verið tekið með fyrirvara er líklegt að góð staða á almennri leit skapi fyrirtækinu traust sem auglýsingar einar og sér geta ekki skilað.

5. Mældu árangurinn

Eins og aðrir þættir markaðssetningar á netinu er árangur af leitarvélabestun mælanlegur. Þú getur fylgst með stöðu þinni á leitarniðurstöðum með reglulegu millibili og þannig séð hvernig þú uppskerð árangur erfiðisins frá einum mánuði til annars. Til eru ýmis SEO tól sem geta hjálpað við slíka vöktun og annað sem viðkemur leitarvélabestun, s.s. SEMrush, Screaming Frog SEO Spider og Google Search Console. 

Sérfræðingar Sahara geta gert greiningu á sýnileika þinnar vefsíðu og lagt fram tillögur til úrbóta. 
Share by: