Blog Layout

Verslanir á Instagram!

Facebook / Instagram hafa verið að kynna nýjungar til leiks síðustu daga sem verða að teljast mjög spennandi. Nýjasta frá þeim er ný upplifun þegar kemur að því hvernig fyrirtæki kynna vörur sínar og selja á netinu. 

Með uppfærslunni gefst fyrirtækjum möguleikinn að kynna vörur sínar í gegnum Instagram þar sem notendur geta skoðað vörur í gegnum "feedið" og "stories". Um leið og þú ert kominn inn í verslunina (e.shop) getur þú skoðað þig um, sett í körf og gengið frá kaupum - allt í gegnum Instagram.

Þessi möguleiki verður ókeypis frá og með deginum í dag og er Facebook nú þegar byrjað að rúlla þessu út. Fyrirtæki sem notast við "Instagram Profile Shop" munu fyrst fá þetta en mun svo víkka út til fyrirtækja á næstu mánuðum. 

Eins og með allar aðrar spennandi uppfærslur þá má gera ráð fyrir að við þurfum að bíða eitthvað lengur eftir að fá aðgang að þessu, en við bíðum róleg og krossum fingur! 
Share by: