Hvað er leikjavæðing

í markaðssetningu?

Stuttur leiðarvísir fyrir markaðsfólk sem er tilbúið til að færa markaðssetninguna upp á næsta stig.


Hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér hvort leikur gæti verið púslið sem upp á vantar í markaðsáætluninni þinni? Leikjavæðing er orðin mjög öflug leið fyrir vörumerki til að skera sig úr, tengjast viðskiptavinum og safna verðmætum gögnum – um leið og hún skapar skemmtilega og eftirminnilega upplifun.


Í þessari færslu ætlum við að varpa ljósi á hvað leikjavæðing í markaðssetningu raunverulega þýðir, hvers vegna hún virkar og hvernig má beita henni í gegnum allt ferðalag viðskiptavinarins.

Hvað er leikjavæðing í markaðssetningu?

Leikjavæðing snýst um að færa þætti úr leikjum – áskoranir, verðlaun, keppni og skemmtun – inn í markaðsáætlunina þína. Henni er beitt í gegnum allt ferðalag viðskiptavinarins, allt frá vörumerkjavitund til vörumerkjatryggðar. Og hún virkar því hún höfðar til einhvers eðlislægs: fólk elskar að leika sér, keppa og sigra.


Reyndar sýna rannsóknir að yfir 90% markaðsfólks sjá gildi í leikjavæðingu. Ástæðan er sú að hún er ekki einungis grípandi, hún kveikir líka jákvæð, tilfinningaleg viðbrögð (leikur framkallar dópamín og serótónín) sem hjálpa fólki að tengjast vörumerkinu þínu.


Af hverju virkar þetta? Vísindin á bak við stefnuna

Leikjavæðing byggir á hugmyndum úr atferlishagfræði og sálfræði. Vel þekkt hugtak, svokallað „Nudge Theory“, bendir til þess að smávægileg hvatning geti leiðbeint fólki til að taka betri ákvarðanir. Blandir þ þessu saman við einkenni úr leikjahönnun, þá færðu markaðsstefnu sem gerir meira en bara að selja – hún skapar varanleg áhrif.

Fimm lykilþættir leikjavæðingar fyrir markaðsfólk

  1. Áskorun – til dæmis spurningaleikir, þrautir eða verkefni sem vekja forvitni.
  2. Verðlaun – bjóða upp á eitthvað í staðinn: afslátt, ókeypis sýnishorn eða sérstakan aðgang.
  3. Speglun – verkfæri eins og skoðanakannanir eða persónuleikapróf sem endurspegla eiginleika eða skoðanir notenda.
  4. Keppni – leikir sem vekja keppnisanda (t.d. „finndu mismuninn“ eða leikir þar sem reyna þarf að hitta í mark).
  5. Skemmtun – í grunninn snýst öll góð upplifun um að hafa gaman.

Langar þig að skoða þetta nánar? Við höfum greint þessa þætti betur hér með dæmum og ráðum.

Sahara x Olís

Sumarleikur Olís

Meginmarkmið með sumarleik Olís var að auka umferð inn á stöðvar Olís og efla jákvæð tengsl við vörumerkið með virðisaukandi efni eins og fleiri leikjum og tónlist.


Aðalleikurinn var lukkuhjól þar sem einstaklingum stóð til boða að snúa hjólinu á hverjum degi og eiga þannig möguleika á því að vinna einn af þeim flottu vinningum sem birgjar Olís höfðu samþykkt að gefa. Árangurinn var hreint út sagt frábær, bæði þegar horft er til skráninga og þess heildartíma sem einstaklingar vörðu í að spila leikinn sem var í kringum 2.930 klukkutímar.

261.467

Skráningar

2.930

Klukkustundir varið í leikinn

Hvernig Sahara notar leikjavæðingu til að stækka tölvupóst- og SMS-lista

Hjá Sahara höfum við með góðum árangri beitt leikjavæddum herferðum til að hjálpa viðskiptavinum að stækka tölvupóst- og SMS-listana sína á þann hátt að markhópurinn upplifir það sem eðlilegt og jafnvel skemmtilegt að skrá sig.


Með því að nota kerfi eins og Mailchimp og Klaviyo samþættum við leikjavædda upplifun inn í áætlanir okkar um öflun netfanga. Þannig söfnum við hágæða gögnum án þess núnings sem fylgir hefðbundnum skráningarformum.


Svona virkar þetta:


  • Gagnvirkir leikir, eins og lukkuhjól („snúðu til að vinna“), spurningaleikir eða leikir þar sem fólk fær vinninginn strax, hvetja notendur til að skrá netfangið sitt til að nálgast verðlaunin.
  • Skráningarferlin eru samþætt beint við Mailchimp eða Klaviyo, sem tryggir hnökralausa stækkun listanna og sjálfvirkni.
  • Fyrir SMS-markaðssetningu tengjum við leikjavædd skráningarform við Diskó, sem hjálpar viðskiptavinum að byggja upp farsímamiðaðar herferðir með háu opnunar- og þátttökuhlutfalli.

Þessar herferðir gera meira en að stækka listann þinn; þær skipta markhópnum þínum niður eftir hegðun, óskum og áhugasviðum sem koma í ljós meðan á leik stendur. Það þýðir markvissari miðun, betri árangur og vöxtur til lengri tíma. Við höfum séð viðskiptavini tvöfalda fjölda nýskráninga á örfáum vikum með réttri hugmynd að leikjum og réttri stefnu í gagnasöfnun.


Hvernig má nýta leikjavæðingu í markaðsstefnunni?

Leikjavæðing hentar ekki aðeins fyrir árstíðabundnar herferðir. Bestur árangur næst með stöðugri nálgun sem styður við fleiri en eitt markmið, eins og að safna einhliða gögnum (first-party data), skipta markhópnum niður eða auka notkun smáforrita.


Þú getur prófað:


  • Mismunandi tegundir leikja
  • Hvar og hvernig á að safna gögnum frá notendum
  • Umbunarkerfi sem notendum finnst skipta máli

Lykilatriði er að prófa sig áfram. Smávægilegar breytingar, eins og að stilla gildi stigakerfis, geta haft veruleg áhrif á það hvernig notendur bregðast við.

Hvar leikjavæðing passar inn í ferðalag viðskiptavinarins

Ef leikjavæðing er nýtt á réttan hátt getur hún stutt við alla markaðstrektina þína:


  • Efst í trektinni – byggir upp vörumerkjavitund og eykur umferð.
  • Miðja trektarinnar – virkjar notendur og safnar gagnlegum upplýsingum.
  • Neðst í trektinni – eykur sölu og viðheldur virkni.
  • Eftir sölu – eflir tryggð viðskiptavina og byggir upp vörumerkjatryggð.


Með því að nota réttan hugbúnaðarvettvang getur þú jafnvel fylgst með árangursmælikvörðum eins og þeim tíma sem notendur verja í leikinn, skráningarhlutfalli og hversu oft leikurinn er spilaður aftur.

Hugsaðu lengra en til stakra herferða

Leikjavæðing er ekki bara tískubylgja, þetta er langtímastefna sem hjálpar markaðsfólki að tengjast fólki á veigameiri hátt. Vettvangar eins og Playable gera það nú auðvelt að skapa slíka upplifun án sérhönnunar eða forritunar.


Hver eru okkar ráð? Ekki takmarka leikjavæðingu við aðeins örfáar herferðir á ári og ekki heldur nota hana eingöngu til að búa til nýjar tengingar. Sé hún notuð á réttan hátt, stuðlar leikjavæðing að stækkun tölvupóst- og SMS-lista, byggir upp netsamfélag og skilar árangri í gegnum allt ferðalag viðskiptavinarins.


Viltu sjá hvernig leikjavæðing getur stækkað listann þinn og aukið þátttöku?


Ræðum um hvernig Sahara getur hjálpað þér að hrinda af stað snjöllum, árangursríkum, leikjavæddum herferðum sem eru samþættar við þinn CRM- og SMS-hugbúnað.

Leikjavæddar herferðir

sem skila árangri

6.670 skráningar í HM leik Fjarðarkaupa

Samhliða herferð í kringum HM í fótbolta settum við upp leikjavædda herferð þar sem einstaklingar gátu unnið glæsilega vinninga með því að spila „dropp-leik“ með aðalkarakter herferðarinnar. Þátttakan var frábær og í heild voru 6.670 skráningar í leikinn og vörðu þátttakendur samtals 139,5 klukkutímum fyrir framan vörumerkið Fjarðarkaup..

3.015 skráningar í swipe leik Bestseller

Bestseller vildi auka sýnileika og ýta undir sölu í kringum stóru netsöludagana. Til að styðja við þau markmið settum við upp persónuleikapróf í „swipe-útgáfu“ í anda Tinder, þar sem fólk gat flett í gegnum myndir af fatnaði og sett hjarta eða x við þær flíkur. Í lok leiksins komu niðurstöður um hvernig týpa hver og einn væri. Leikurinn hafði jákvæð áhrif á heildarsölu, en alls voru um 3.000 skráningar í leikinn og varði hver þátttakandi að meðaltali um einni mínútu fyrir framan Bestseller vörumerkin.

3.099 skráningar í dekkjaherferð Kletts

Samhliða vetrarherferð Kletts settum við upp leikjavædda herferð til stuðnings aðalherferðinni þar sem einstaklingum gafst kostur á að giska á mismunandi orð tengd vetrinum. Markmið herferðarinnar var að kalla fram aukinn sýnileika og svörun sem stuðning við aðalherferðina og minna á að nú væri kominn tími til að skipta um dekk fyrir veturinn. Þátttakan var góð, en alls tóku rúmlega 3.000 manns þátt í leiknum og viðvera hvers þátttakanda fyrir framan vörumerki Kletts var tæpar tvær mínútur að meðaltali.

Viltu kynna þér hvernig við getum aðstoðað?

Ertu klár í að taka stafræna ásýnd fyrirtækisins á hærra stig? Vinnum saman og sköpum áhrifaríkar, gagnadrifnar herferðir sem auka hjá þér viðskiptin.