Instagram opnar fyrir leit. Ný tækifæri

fyrir fyrirtæki

Frá og með 10. júlí 2025 verða opinberar færslur af faglegum (e. professional) Instagram-aðgöngum, þar á meðal hjá fyrirtækjum og áhrifavöldum, birtast sjálfkrafa í leitarniðurstöðum Google og annarra leitarvéla.


Þetta þýðir að myndir, myndbönd, Reels og myndarennur (carousels) geta nú birst í lífrænum (e. organic) leitarniðurstöðum, án þess að notandi þurfi að opna Instagram.

Hverjir verða fyrir áhrifum?

  • Gildir fyrir alla opinbera fyrirtækja- og höfunda-aðganga hjá notendum 18 ára og eldri.
  • Persónulegir eða lokaðir aðgangar verða áfram ósýnilegir leitarvélum.
  • Virkni er sjálfkrafa kveikt nema notandi slökkvi á henni í stillingum.


Breytingin nær eingöngu til svokallaðra faglegra Instagram-reikninga. Það þýðir að Instagram fyrirtækjareikningar og höfundareikningar (creator accounts) sem eru opinberir og eigandi þeirra er 18 ára eða eldri falla undir þessa nýju leitarsýnileika. 


Ef þú ert með viðskiptareikning eða höfundareikning sem er opinn (public) fyrir alla, þá er efnið þitt nú gjaldgengt til að birtast á Google. Þetta nær til alls efnis sem er opinberlega sýnilegt á slíkum reikningum, þar á meðal venjulegra færslna, Reels og myndbanda; allt sem þú birtir opinberlega getur verið skráð af Google.


Á hinn bóginn eru einkaaðgangar og persónulegir aðgangar undanskildir. Ef Instagram-reikningurinn þinn er læstur (private) eða einfaldlega venjulegur notendareikningur (ekki skilgreindur sem “professional account”), þá mun efni þitt ekki birtast í leitarniðurstöðum.


Sama gildir ef eigandi aðgangs er undir 18 ára aldri, þá nær þessi breyting ekki til þess aðgangs. Fyrirtæki og áhrifavaldar með persónulega eða lokaða reikninga munu því ekki verða varir við neinar breytingar að svo stöddu. (Reyndar gætu slíkir notendur þurft að skipta yfir í faglegan aðgang og opna hann, ef þeir vilja nýta sér aukna dreifingu efnis í gegnum leit).


Í stuttu máli: Allir opinberir Instagram aðgangar fyrirtækja og skapara yfir 18 ára aldri verða nú sýnilegir á Google, en venjulegir notendur og lokaðir aðgangar ekki. Þetta þýðir að líklega koma flestar íslenskar fyrirtækjasíður á Instagram til með að falla undir þessa breytingu, enda eru flestar þeirra opinberar. Ef fyrirtæki kýs hins vegar að haldast ósýnilegt á leitarvélum (t.d. af persónuverndar- eða ímyndarástæðum) er sá möguleiki fyrir hendi að slökkva á virkni í stillingum eða jafnvel skipta yfir í persónulegan prófíl

Af hverju skiptir þessi breyting máli?

  • Þetta markar þáttaskil þar sem samfélagsmiðlaefni verður hluti af SEO-stefnu en lengi hefur verið talað um mikilvægi samfélagsmiðla í leitarvélabestun og markar þetta stórt skref í þeirri vegferð.
  • Instagram færsla getur nú skilað lífrænni sýnileika á Google – rétt eins og bloggfærsla eða vefsíða.
  • Hlutverk Instagram þróast frá því að vera einungis „social“ yfir í að vera einnig leitarvæn eign.


Hún er liður í stærri þróun sem verið hefur að eiga sér stað bæði í leitarvélum og á samfélagsmiðlum. Leitarvélar og samfélagsmiðlar eru smám saman að renna saman í upplifun notenda, og Instagram uppfærslan er skýr vísbending um það. 


Google hefur lengi reynt að sýna notendum svör og efni beint á leitarniðurstöðusíðunni, án þess að þurfa endilega að smella á ytri vefsíður. Þetta fyrirbæri er kallað „Zero Click Search“, þ.e. leit þar sem notandi fær svörin strax á Google. Instagram stígur nú inn á þennan vettvang: Instagram-efni verður hluti af niðurstöðunum sem fólk sér beint á Google, jafnvel án þess að fara inn á vefsíðu eða Instagram sjálft.


Það er engin tilviljun að Instagram ryðst fram á þennan vettvang núna. Hegðun notenda í leit er að breytast hratt, sérstaklega hjá yngri kynslóðum. Ungt fólk leitar síður í gegnum hefðbundnar vefsíður og leitar meira af efni á samfélagsmiðlum, til dæmis hafa TikTok og YouTube orðið eins konar leitarvélar fyrir margt ungt fólk. Instagram er að bregðast við þessari þróun. Uppfærslan samræmist vaxandi „Zero Click“ leitarmenningu, auk tilkomu gervigreindar yfirlita á Google, og þýðir að notendur fá mun meira af margmiðlunarefni beint í leitarniðurstöðum.


Google hefur nú þegar verið að sýna stutt myndbönd úr TikTok og YouTube efst í niðurstöðum fyrir ýmsar fyrirspurnir, og nú bætist Instagram við sem nýr leikmaður í þessu samhengi. Færslur, myndbönd og rennur af Instagram geta nú staðið hlið við hlið við vefsíður, fréttagreinar og YouTube myndbönd á leitarniðurstöðusíðunni

Sahara x Olís

Sumarleikur Olís

Meginmarkmið með sumarleik Olís var að auka umferð inn á stöðvar Olís og efla jákvæð tengsl við vörumerkið með virðisaukandi efni eins og fleiri leikjum og tónlist.


Aðalleikurinn var lukkuhjól þar sem einstaklingum stóð til boða að snúa hjólinu á hverjum degi og eiga þannig möguleika á því að vinna einn af þeim flottu vinningum sem birgjar Olís höfðu samþykkt að gefa. Árangurinn var hreint út sagt frábær, bæði þegar horft er til skráninga og þess heildartíma sem einstaklingar vörðu í að spila leikinn sem var í kringum 2.930 klukkutímar.

261.467

Skráningar

2.930

Klukkustundir varið í leikinn

Hvað ættu fyrirtæki að gera?

Fyrir markaðsfólk og fyrirtæki kallar þessi þróun á aðlögun og endurmat. Með breyttu landslagi þarf að endurskoða Instagram-stefnuna: Nú þarf að líta á Instagram efnið ekki einungis sem einskiptis póst fyrir fylgjendur, heldur sem langlífa eign sem getur fundist af hverjum sem er, hvenær sem er, í gegnum Google. Hér eru nokkur ráð um hvernig best er að bregðast við:


  1. Endurmeta efnið út frá leitarstöðu: Hvað viljað þið að fólk sjái þegar það leitar?
  2. Nota leitarorð í captions: Skrifið lýsandi texta með relevant leitarorðum.
  3. Bæta við alt-texta: Hjálpar bæði leitarvélum og aðgengismálum.
  4. Huga að myllumerkjum: Notið viðeigandi hashtags til að auka samhengi.
  5. Fylgjast með frammistöðu: Athugið hvaða færslur skila birtingum í leitum.


Tækifæri til að nýta

  • Instagram færslur verða hluti af leitarferð notenda.
  • Efnið fær lengri líftíma og getur laðað að nýja viðskiptavini.
  • Fyrirtæki sem aðlaga sig snemma ná forskoti.


Fyrir framsýn fyrirtæki er þessi þróun sannarlega gullegg. Instagram-efni sem áður náði einungis til fylgjenda þinna (og mögulega í gegnum Instagram Explore) getur nú fengið margfalt breiðari dreifingu, algjörlega ókeypis. Í raun má líta á hverja Instagram færslu núna sem litla áfangasíðu (landing page) fyrir vörumerkið þitt á veraldarvefnum.

Instagram er ekki lengur bara samfélagsmiðill, það er nú hluti af leitarvélaumhverfinu. 


Fyrir þau fyrirtæki sem hafa vanrækt Instagram undanfarið (kannski fært fókusinn yfir á TikTok fyrir dreifingu eða LinkedIn fyrir B2B, svo dæmi sé tekið), þá er nú góður tími til að endurmeta. Instagram hefur öðlast nýtt hlutverk sem lífrænn dreifingarkanal og getur nú gegnt stóru hlutverki í fjölrása (multichannel) markaðsblöndu.


Nýtum þetta tækifæri, en gerum það af skynsemi og fagmennsku. Þannig getum við tekið fagnandi á móti nýjum gestum af leitarvélum án þess að týna sérstöðu og sannri rödd vörumerkisins okkar.

Viltu kynna þér hvernig við getum aðstoðað?

Ertu klár í að taka stafræna ásýnd fyrirtækisins á hærra stig? Vinnum saman og sköpum áhrifaríkar, gagnadrifnar herferðir sem auka hjá þér viðskiptin.