SOS Barnaþorp - Sum börn eiga engan að

SOS Barnaþorp

Sum börn eiga engan að

Hugmyndavinna

Myndbands framleiðsla

Hönnun

Ljósmyndun

Umsjón með herferð

SOS Barnaþorp

Sum börn eiga engan að

SOS leitaði til Sahara um að endurgera gamla auglýsingu með það að markmiði að auka vitund og ýta undir skráningar í að gerast SOS foreldri. Unnið var út frá eldra efni og hægt að segja að um einskonar endurgerð væri að ræða - talið var að gömlu auglýsingarnar væru barn síns tíma og því var ákveðið að uppfæra efnið. Verkefnið sjálft var umfangsmikið og allt lagt í framleiðsluna á því. Þrátt fyrir ungan aldur voru leikararnir tveir sem tóku að sér hlutverk barnanna frábærir í alla staði og skiluðu af sér glæsilegri frammistöðu. Það má nefna það að þrátt fyrir að áhersla hafi verið lögð á skil fyrir sjónvarp nýtti SAHARA sér sína reynslu á sviði samfélagsmiðla og lagði upp úr því að hún myndi njóta sín vel í öllum miðlum og í mismunandi lengdum.

HVERNIG VAR FARIÐ AÐ

Saga auglýsingarinnar fjallar um dag barns þar sem að hann segir frá sinni daglegu rútínu. Drengurinn lifir mjög öruggu lífi ásamt foreldrum sínum, þar sem hann fær tækifæri til þess að vera barn og njóta þess að vera ungur. Á meðan frásögn hans stendur birtast skot af barni af sama kyni og aldri sem á engan að. Leikið er með stemningu, tónlist og ásamt frásögn drengsins á auglýsingin að vekja athygli á því að sum börn eiga engan að og vekja tilfinningar hjá áhorfendum.

HELSTU NIÐURSTÖÐUR

 Herferðin hefur vakið mikla athygli - starfsmenn Sahara í deild innlendra birtinga sáu til þess að hún var frumsýnd í sjónvarpinu á tíma þar sem hægt var að tryggja að áhorf væri mikið og einnig voru keyrðar herferðir í gegnum miðla Meta og Google. 


Niðurstöður herferða á miðlum Meta sýna að staðbundið (e. localized) efni vekur umhugsun og heldur fólki lengur. Miðað við herferðina sem birtist á síðasta ári eru áhorf fleiri og birtingarfé minna. 

CTR

hækkaði um 81,8% miðað við síðasta ár


CPC

lækkaði um 36% miðað við síðasta ár


Video Views

100% áhorf hækkaði um 137% miðað við síðasta ár


Share by: